Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2024 15:03 Ragnar lagði orð í belg í umræðunni um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum. Vísir/Getty „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. Ragnar vakti athygli á þessu í færslu á Facebook. Þar bendir hann á að ein dýr úlpa kosti meira en strokleður og blýantar fyrir heilan bekk í heilan vetur, og þrátt fyrir það séu úlpur og önnur dýr einkaeign reglulega skilin eftir í skólum. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum landsins, eftir að Áslaug Arna sagði að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum. Engin virðing væri borin fyrir námsgögnum sem fólk ætti ekki sjálft. Sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði svo í morgun að ókeypis námsgögn væru í alla staði jákvætt mál, og gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar væru mikil kjarabót fyrir barnafólk. Sjálfstæðisflokkurinn væri kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. Sjá: Ummælin komi á óvart „jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum“ - Vísir (visir.is) Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði svo Dag vera kasta steinum úr glerhúsi. Enginn stjórnmálamaður í samtímasögu Íslands hefði komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur. Hún tók undir með Áslaugu Örnu. Sjá: „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ - Vísir (visir.is) Meiri fjárhagsleg sóun á einkaeigum en sameiginlegum „Úlpur, skór, Airpods - og önnur dýr einkaeign verður eftir í öllum skólum og íþróttahúsum fyrir tugi- eða hundruði milljóna á ári,“ segir Ragnar. Það sé fjárhagslega miklu meiri sóun á einkaeigum en sameiginlegum eigum hjá íslenskum ungmennum. „Af því að eignarhald kennir ekki virðingu. Virðing kennir virðingu. Hún verður ekki keypt,“ segir Ragnar. Skiptar skoðanir Á Facebook-síðunni Skólaþróunarspjallið hafa skapast miklar umræður um námsgögnin og virðinguna fyrir þeim. Þegar þetta er ritað hafa 105 athugasemdir verið ritaðar við færslu þar sem spurt er hvort kennarar hafi orðið varir við aukna sóun og virðingarleysi gagnvart námsgögnum eftir að þau urðu gjaldfrjáls. „Sammála, það er hroðalegt bruðl í gangi á ritföngum almennt í grunnskólum sem ég þekki til. Brotnir blýantar og niðurkurluð strokleður um öll gólf, á skólalóð og ofan í ruslafötum, útstungnir og tættir pennavasar og svo er bara beðið um meira,“ segir ein. „Ekki get ég sagt það sé mín upplifun, allt á sinn stað í stofunni þar sem það er sótt að morgni og skilað um hádegi,“ segir önnur. Ekki er vænlegt að reifa frekar athugasemdirnar 105 í þessari grein, en hægt er að glöggva sig betur á upplifun kennara í þræðinum á Skólaþróunarspjallinu. Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Ragnar vakti athygli á þessu í færslu á Facebook. Þar bendir hann á að ein dýr úlpa kosti meira en strokleður og blýantar fyrir heilan bekk í heilan vetur, og þrátt fyrir það séu úlpur og önnur dýr einkaeign reglulega skilin eftir í skólum. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum landsins, eftir að Áslaug Arna sagði að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum. Engin virðing væri borin fyrir námsgögnum sem fólk ætti ekki sjálft. Sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði svo í morgun að ókeypis námsgögn væru í alla staði jákvætt mál, og gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar væru mikil kjarabót fyrir barnafólk. Sjálfstæðisflokkurinn væri kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. Sjá: Ummælin komi á óvart „jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum“ - Vísir (visir.is) Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði svo Dag vera kasta steinum úr glerhúsi. Enginn stjórnmálamaður í samtímasögu Íslands hefði komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur. Hún tók undir með Áslaugu Örnu. Sjá: „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ - Vísir (visir.is) Meiri fjárhagsleg sóun á einkaeigum en sameiginlegum „Úlpur, skór, Airpods - og önnur dýr einkaeign verður eftir í öllum skólum og íþróttahúsum fyrir tugi- eða hundruði milljóna á ári,“ segir Ragnar. Það sé fjárhagslega miklu meiri sóun á einkaeigum en sameiginlegum eigum hjá íslenskum ungmennum. „Af því að eignarhald kennir ekki virðingu. Virðing kennir virðingu. Hún verður ekki keypt,“ segir Ragnar. Skiptar skoðanir Á Facebook-síðunni Skólaþróunarspjallið hafa skapast miklar umræður um námsgögnin og virðinguna fyrir þeim. Þegar þetta er ritað hafa 105 athugasemdir verið ritaðar við færslu þar sem spurt er hvort kennarar hafi orðið varir við aukna sóun og virðingarleysi gagnvart námsgögnum eftir að þau urðu gjaldfrjáls. „Sammála, það er hroðalegt bruðl í gangi á ritföngum almennt í grunnskólum sem ég þekki til. Brotnir blýantar og niðurkurluð strokleður um öll gólf, á skólalóð og ofan í ruslafötum, útstungnir og tættir pennavasar og svo er bara beðið um meira,“ segir ein. „Ekki get ég sagt það sé mín upplifun, allt á sinn stað í stofunni þar sem það er sótt að morgni og skilað um hádegi,“ segir önnur. Ekki er vænlegt að reifa frekar athugasemdirnar 105 í þessari grein, en hægt er að glöggva sig betur á upplifun kennara í þræðinum á Skólaþróunarspjallinu.
Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira