„Líklegast einn af okkar betri leikjum á tímabilinu“ Hinrik Wöhler skrifar 10. ágúst 2024 18:58 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, naut sín vel í blíðunni í dag á Kópavogsvelli. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, hrósaði sigri á Kópavogsvelli í dag. Blikar sigruðu Þór-KA í miklum markaleik og endaði leikurinn 4-2. Það var létt yfir þjálfaranum í blíðunni í Kópavogi þegar hann var gripinn í viðtal skömmu eftir leik. „Í þau skipti sem við höfum spilað við þær þá hefur það verið á slæmum velli í vondu veðri þannig það var gott að hafa góðan fótboltaleik við frábærar aðstæður. Bæði lið spiluðu vel í dag,“ sagði Nik. Breiðablik stjórnaði fyrri hálfleiknum en liðið fékk á sig jöfnunarmark á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. Nik hefði viljað klára leikinn fyrr en var þó sáttur með spilamennskuna. „Í fyrri hálfleik hefðum við átt við að klára leikinn, allavega vera 2-0 yfir hálfleik, það var frekar lélegt að gefa þeim jöfnunarmark í 1-1 og svo strax aftur í 2-2. Þegar við náðum fjórða markinu var leikurinn búinn. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna, líklegast einn af okkar betri leikjum á tímabilinu.“ Nik hélt síðan áfram að ræða um fyrra jöfnunarmark Þór/KA og telur að liðið eigi að geta gert betur. „Sérstaklega hvernig það kom til en við lærum af því. Við fórum inn í hálfleikinn eins og jöfnunarmarkið skipti ekki máli. Í síðari hálfleik héldum við bara áfram því sem við vorum að gera og vorum viss um að við myndum ná sigri,“ sagði Nik. Með sigrinum munar aðeins einu stigi á toppliði Vals og Breiðabliks. Nik er brattur fyrir lokasprettinum í Bestu deildinni. Bikarúrslit framundan „Sjö leikir eftir og ef við vinnum þá alla þá vinnum við deildina. En fyrst er það bikarúrslitin á föstudaginn og það verður mikið sjónarspil.“ Einn af máttarstólpum í liði Blika, Ásta Eir Árnadóttir, var á varamannabekknum í dag en Nik segir að hún hafi meiðst lítillega. „Smá meiðsli á mjöðm, kom eiginlega upp úr engu. Við munum sjá hvernig það verður á föstudaginn fyrir bikarinn. Þetta er stundum svona en við fengum Kristínu Dís [Árnadóttur] sem getur staðið vaktina þarna en þetta er ekki langtímameiðsli.“ Framundan er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum þar sem Breiðablik mætir Val á föstudag. „Í dag var erfiður leikur sem við þurftum að klára og tryggja þessi þrjú stig svo við erum nálægt Val. Nú færist einbeitingin á bikarinn og við munum klárlega njóta bikarúrslitanna,“ sagði Nik að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Það var létt yfir þjálfaranum í blíðunni í Kópavogi þegar hann var gripinn í viðtal skömmu eftir leik. „Í þau skipti sem við höfum spilað við þær þá hefur það verið á slæmum velli í vondu veðri þannig það var gott að hafa góðan fótboltaleik við frábærar aðstæður. Bæði lið spiluðu vel í dag,“ sagði Nik. Breiðablik stjórnaði fyrri hálfleiknum en liðið fékk á sig jöfnunarmark á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. Nik hefði viljað klára leikinn fyrr en var þó sáttur með spilamennskuna. „Í fyrri hálfleik hefðum við átt við að klára leikinn, allavega vera 2-0 yfir hálfleik, það var frekar lélegt að gefa þeim jöfnunarmark í 1-1 og svo strax aftur í 2-2. Þegar við náðum fjórða markinu var leikurinn búinn. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna, líklegast einn af okkar betri leikjum á tímabilinu.“ Nik hélt síðan áfram að ræða um fyrra jöfnunarmark Þór/KA og telur að liðið eigi að geta gert betur. „Sérstaklega hvernig það kom til en við lærum af því. Við fórum inn í hálfleikinn eins og jöfnunarmarkið skipti ekki máli. Í síðari hálfleik héldum við bara áfram því sem við vorum að gera og vorum viss um að við myndum ná sigri,“ sagði Nik. Með sigrinum munar aðeins einu stigi á toppliði Vals og Breiðabliks. Nik er brattur fyrir lokasprettinum í Bestu deildinni. Bikarúrslit framundan „Sjö leikir eftir og ef við vinnum þá alla þá vinnum við deildina. En fyrst er það bikarúrslitin á föstudaginn og það verður mikið sjónarspil.“ Einn af máttarstólpum í liði Blika, Ásta Eir Árnadóttir, var á varamannabekknum í dag en Nik segir að hún hafi meiðst lítillega. „Smá meiðsli á mjöðm, kom eiginlega upp úr engu. Við munum sjá hvernig það verður á föstudaginn fyrir bikarinn. Þetta er stundum svona en við fengum Kristínu Dís [Árnadóttur] sem getur staðið vaktina þarna en þetta er ekki langtímameiðsli.“ Framundan er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum þar sem Breiðablik mætir Val á föstudag. „Í dag var erfiður leikur sem við þurftum að klára og tryggja þessi þrjú stig svo við erum nálægt Val. Nú færist einbeitingin á bikarinn og við munum klárlega njóta bikarúrslitanna,“ sagði Nik að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti