Úkraínumenn vilji valda upplausn Elín Margrét Böðvarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 11. ágúst 2024 20:17 Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur að Úkraínumenn vilji valda upplausn og ótta í landamærahéruðum Rússlands með skyndiárás sinni og veikja rússnesk stjórnvöld. Stöð 2 Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum telur að með þessu reyni Úkraínumenn að draga herlið Rússa í burtu frá mikilvægum austurvígstöðvum og grafa undan stjórnvöldum í Rússlandi. Þrettán eru sögð hafa særst þegar Rússar skutu niður úkraínska sprengju sem þá lenti á íbúðabyggingu í Kúrsk í Rússlandi í dag. Atburðarásin hófst á þriðjudaginn þegar Rússar segja að allt að þúsund úkraínskir hermenn auk skriðdreka hafi farið yfir landamærin snemma að morgni. Daginn eftir lýsa rússnesk yfirvöld yfir neyðarástandi í Kúrsk-héraði og Pútín Rússlandsforseti hélt neyðarfund með æðstu yfirmönnum her- og öryggismála. Helstu atburðir síðustu daga.stöð 2/hjalti Á fimmtudaginn berast fregnir af því að úkraínski herinn hafi náð nokkrum rússneskum þorpum á sitt vald. Á föstudag staðfestu vestrænir fjölmiðlar myndefni sem sýnir frá árangursríkum aðgerðum Úkraínumanna innan Rússlands og Rússar segjast senda hergögn til Kúrsk. Það var svo fyrst í gærkvöldi sem Úkraínuforseti staðfesti með óbeinum hætti aðgerðir hersins innan landamæra Rússlands. Úkraína geti náð fram réttlæti „Syrskyi hershöfðingi hefur nú þegar greint nokkrum sinnum frá stöðunni á vígstöðvunum og aðgerðum okkar til að færa stríðið inn á yfirráðasvæði árásarríkisins. Ég þakka öllum deildum varnarliðs okkar sem hafa gert þetta mögulegt,“ sagði Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu. „Úkraína sannar nú að hún kann að ná fram réttlæti og tryggja nákvæmlega þann þrýsting sem þörf er á, þrýsting á árásaraðilann.“ Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu.AP Rússnesk hermálayfirvöld birtu í dag myndir sem sagðar eru sýna mótspyrnu Rússa þar sem skotið er á úkraínska skriðdreka í landamærahéraðinu Kúrsk. Skyndiárásin hafi fjórþætt markmið Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur að Úkraínumenn reyni með skyndiárás sinni innan landamæra Rússlands að ná fjórum ólíkum markmiðum. Það fyrsta sé að reyna að draga rússnesk herlið frá austurvígstöðvunum í kringum Kramatorsk og upp til Kúrsk. Talið er að á milli tíu og fimmtán þúsund úkraínskir hermenn taki þátt í aðgerðunum og Rússar þurfi þannig að beita umtalsverðu herliði til að ná tökum á ástandinu innan landamæra sinna. „Í öðru lagi þá tel ég að Úkraínumenn vilji valda upplausn og ótta í Kúrsk-héraðinu og í landamærahéruðunum hjá almenningi og veikja rússnesk stjórnvöld sem þurfa að svara þeirri spurningu af hverju eru landamærahéruðin ekki varin,“ sagði Arnór í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árásin hafi greinilega komið rússneska hernum í opna skjöldu. Hann telur sömuleiðis að stjórnvöld í Úkraínu vilji með þessu efla baráttuþrek hermanna sinna og sýna heiminum að Úkraínuher hafi bolmagn til þess að verja landið og gera Rússum verulega skráveifu. Búið að flytja 76 þúsund Rússa frá svæðinu Arnór segir að skyndiárásin hafi valdið Rússum skaða og veikt orðspor yfirvalda í Kreml. „Það er brottflutningur 76 þúsund Rússa frá þessu átakasvæði og fólkið spyr: „Hvar er rússneski herinn? Af hverju er ekki verið að verja landamæri landsins?““ Ef Úkraínumönnum takist að draga herlið Rússlands frá austurvígstöðvunum upp til Kúrsk til að bregðast við skyndiárásinni hafi þeir náð miklum árangri. Vestrænir leiðtogar nú hliðhollari árásum á rússneskri grundu Lengi vel mældist andstaða hjá bandamönnum Úkraínu gegn því að nota þau vopn sem send hafa verið til landsins innan landamæra Rússlands. Arnór telur að þetta hafi breyst á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins (NATO) í júlí. „Það sé svona meiri stemning og skilningur á því að Úkraínumenn þurfa að geta athafnað sig utan eigin landamæra til að gera árásir á birgðastöðvar rússneska hersins, flugvelli og önnur hernaðarleg skotmörk. Hversu mikið af vestrænum búnaði og tækjum eru í notkun núna í þessari skyndiárás liggur ekki fyrir,“ segir Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínski herinn kominn um 30 kílómetra inn í Rússland Úkraínski herinn hefur komist um 30 kílómetra inn í Rússland. Gagnárás Úkraínumanna hófst fyrr í vikunni og hefur Rússland lýst yfir neyðarástandi vegna hennar. 11. ágúst 2024 17:07 Rússar lýsa yfir neyðarástandi Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna að sögn íslensks blaðamanns í Úkraínu. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu. 9. ágúst 2024 23:18 Rússar þurfi að finna fyrir stríðinu á eigin skinni Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur loks tjáð sig um fregnir þess efnis að úkraínskir hermenn hafi ráðist inn í Kursk hérað í Rússlandi í vikunni. 9. ágúst 2024 06:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum telur að með þessu reyni Úkraínumenn að draga herlið Rússa í burtu frá mikilvægum austurvígstöðvum og grafa undan stjórnvöldum í Rússlandi. Þrettán eru sögð hafa særst þegar Rússar skutu niður úkraínska sprengju sem þá lenti á íbúðabyggingu í Kúrsk í Rússlandi í dag. Atburðarásin hófst á þriðjudaginn þegar Rússar segja að allt að þúsund úkraínskir hermenn auk skriðdreka hafi farið yfir landamærin snemma að morgni. Daginn eftir lýsa rússnesk yfirvöld yfir neyðarástandi í Kúrsk-héraði og Pútín Rússlandsforseti hélt neyðarfund með æðstu yfirmönnum her- og öryggismála. Helstu atburðir síðustu daga.stöð 2/hjalti Á fimmtudaginn berast fregnir af því að úkraínski herinn hafi náð nokkrum rússneskum þorpum á sitt vald. Á föstudag staðfestu vestrænir fjölmiðlar myndefni sem sýnir frá árangursríkum aðgerðum Úkraínumanna innan Rússlands og Rússar segjast senda hergögn til Kúrsk. Það var svo fyrst í gærkvöldi sem Úkraínuforseti staðfesti með óbeinum hætti aðgerðir hersins innan landamæra Rússlands. Úkraína geti náð fram réttlæti „Syrskyi hershöfðingi hefur nú þegar greint nokkrum sinnum frá stöðunni á vígstöðvunum og aðgerðum okkar til að færa stríðið inn á yfirráðasvæði árásarríkisins. Ég þakka öllum deildum varnarliðs okkar sem hafa gert þetta mögulegt,“ sagði Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu. „Úkraína sannar nú að hún kann að ná fram réttlæti og tryggja nákvæmlega þann þrýsting sem þörf er á, þrýsting á árásaraðilann.“ Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu.AP Rússnesk hermálayfirvöld birtu í dag myndir sem sagðar eru sýna mótspyrnu Rússa þar sem skotið er á úkraínska skriðdreka í landamærahéraðinu Kúrsk. Skyndiárásin hafi fjórþætt markmið Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur að Úkraínumenn reyni með skyndiárás sinni innan landamæra Rússlands að ná fjórum ólíkum markmiðum. Það fyrsta sé að reyna að draga rússnesk herlið frá austurvígstöðvunum í kringum Kramatorsk og upp til Kúrsk. Talið er að á milli tíu og fimmtán þúsund úkraínskir hermenn taki þátt í aðgerðunum og Rússar þurfi þannig að beita umtalsverðu herliði til að ná tökum á ástandinu innan landamæra sinna. „Í öðru lagi þá tel ég að Úkraínumenn vilji valda upplausn og ótta í Kúrsk-héraðinu og í landamærahéruðunum hjá almenningi og veikja rússnesk stjórnvöld sem þurfa að svara þeirri spurningu af hverju eru landamærahéruðin ekki varin,“ sagði Arnór í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árásin hafi greinilega komið rússneska hernum í opna skjöldu. Hann telur sömuleiðis að stjórnvöld í Úkraínu vilji með þessu efla baráttuþrek hermanna sinna og sýna heiminum að Úkraínuher hafi bolmagn til þess að verja landið og gera Rússum verulega skráveifu. Búið að flytja 76 þúsund Rússa frá svæðinu Arnór segir að skyndiárásin hafi valdið Rússum skaða og veikt orðspor yfirvalda í Kreml. „Það er brottflutningur 76 þúsund Rússa frá þessu átakasvæði og fólkið spyr: „Hvar er rússneski herinn? Af hverju er ekki verið að verja landamæri landsins?““ Ef Úkraínumönnum takist að draga herlið Rússlands frá austurvígstöðvunum upp til Kúrsk til að bregðast við skyndiárásinni hafi þeir náð miklum árangri. Vestrænir leiðtogar nú hliðhollari árásum á rússneskri grundu Lengi vel mældist andstaða hjá bandamönnum Úkraínu gegn því að nota þau vopn sem send hafa verið til landsins innan landamæra Rússlands. Arnór telur að þetta hafi breyst á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins (NATO) í júlí. „Það sé svona meiri stemning og skilningur á því að Úkraínumenn þurfa að geta athafnað sig utan eigin landamæra til að gera árásir á birgðastöðvar rússneska hersins, flugvelli og önnur hernaðarleg skotmörk. Hversu mikið af vestrænum búnaði og tækjum eru í notkun núna í þessari skyndiárás liggur ekki fyrir,“ segir Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínski herinn kominn um 30 kílómetra inn í Rússland Úkraínski herinn hefur komist um 30 kílómetra inn í Rússland. Gagnárás Úkraínumanna hófst fyrr í vikunni og hefur Rússland lýst yfir neyðarástandi vegna hennar. 11. ágúst 2024 17:07 Rússar lýsa yfir neyðarástandi Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna að sögn íslensks blaðamanns í Úkraínu. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu. 9. ágúst 2024 23:18 Rússar þurfi að finna fyrir stríðinu á eigin skinni Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur loks tjáð sig um fregnir þess efnis að úkraínskir hermenn hafi ráðist inn í Kursk hérað í Rússlandi í vikunni. 9. ágúst 2024 06:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Úkraínski herinn kominn um 30 kílómetra inn í Rússland Úkraínski herinn hefur komist um 30 kílómetra inn í Rússland. Gagnárás Úkraínumanna hófst fyrr í vikunni og hefur Rússland lýst yfir neyðarástandi vegna hennar. 11. ágúst 2024 17:07
Rússar lýsa yfir neyðarástandi Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna að sögn íslensks blaðamanns í Úkraínu. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu. 9. ágúst 2024 23:18
Rússar þurfi að finna fyrir stríðinu á eigin skinni Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur loks tjáð sig um fregnir þess efnis að úkraínskir hermenn hafi ráðist inn í Kursk hérað í Rússlandi í vikunni. 9. ágúst 2024 06:49