Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 07:01 Sigurður Reynaldsson segir að ýmsu hafi þurft að huga við undirbúning á netsölu áfengis. Vísir Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. „Við förum vonandi í prófanir í þessari viku,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa í samtali við Vísi. Greint var frá því í maí síðastliðnum að verslunin hefði áform um að hasla sér völl á áfengismarkaði og var þá planið að hún hæfist í júní. Síðan urðu tafir á því og var ráðgert að salan hæfist í ágúst. Tók meiri tíma en von var á „Nú erum við loksins á lokametrunum. Þetta tók aðeins meiri tíma en við áttum von á,“ segir Sigurður. Hann segir að nú sé starfsfólk tæknideildar að týnast til baka úr sumarfríi, verið sé að prufa ferla og athuga hvort kerfin muni standast þegar á hólminn sé komið. Þá hafi þurft að sækja um starfsleyfi og fleira sem hafi tekið tíma. „Nú er allt komið í hús, þannig við sjáum ekkert stöðva okkur eins og staðan er núna. Það fylgir þessu oft að það þarf að prufa ýmislegt, tékka hvort það séu böggar og svo framvegis. Planið er að í næstu viku eða vikunni þar á eftir verði allt klárt.“ Ósætti ráðherra tafði ekki Eins og áður segir urðu ráðagerðir forsvarsmanna verslunarinnar til mikillar umræðu um netsölu á áfengi og lögmæti hennar. Heilbrigðisráðherra hefur sagt söluna klárt lögbrot en dómsmálaráðherra hefur sagt að það sé ekki rétt. Sigurður segir viðtökurnar hafa verið „hressilegar.“ Þau hafi ekki haft nein áhrif á áætlanir verslunarinnar og ekki vera ástæða þess að netsalan á áfengi hafi tafist. Hann hefur áður sagt í samtali við fréttastofu að hann sjái ekki hvaða rök hnígi til þess að um ólöglega starfsemi sé að ræða. Þá hefur hann einnig sagt að Hagkaup muni stýra aðgengi vel og betur en víða annars staðar. „Fordæmin sýna það að það hafa verið reknar svona verslanir hér í þrjú ár án athugasemda. Kannski fyrirsjáanlegt að það eru ákveðnar fylkingar sem eru bæði með þessu, en við erum með sterk rök frá dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.“ Neytendur Verslun Áfengi og tóbak Netsala á áfengi Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
„Við förum vonandi í prófanir í þessari viku,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa í samtali við Vísi. Greint var frá því í maí síðastliðnum að verslunin hefði áform um að hasla sér völl á áfengismarkaði og var þá planið að hún hæfist í júní. Síðan urðu tafir á því og var ráðgert að salan hæfist í ágúst. Tók meiri tíma en von var á „Nú erum við loksins á lokametrunum. Þetta tók aðeins meiri tíma en við áttum von á,“ segir Sigurður. Hann segir að nú sé starfsfólk tæknideildar að týnast til baka úr sumarfríi, verið sé að prufa ferla og athuga hvort kerfin muni standast þegar á hólminn sé komið. Þá hafi þurft að sækja um starfsleyfi og fleira sem hafi tekið tíma. „Nú er allt komið í hús, þannig við sjáum ekkert stöðva okkur eins og staðan er núna. Það fylgir þessu oft að það þarf að prufa ýmislegt, tékka hvort það séu böggar og svo framvegis. Planið er að í næstu viku eða vikunni þar á eftir verði allt klárt.“ Ósætti ráðherra tafði ekki Eins og áður segir urðu ráðagerðir forsvarsmanna verslunarinnar til mikillar umræðu um netsölu á áfengi og lögmæti hennar. Heilbrigðisráðherra hefur sagt söluna klárt lögbrot en dómsmálaráðherra hefur sagt að það sé ekki rétt. Sigurður segir viðtökurnar hafa verið „hressilegar.“ Þau hafi ekki haft nein áhrif á áætlanir verslunarinnar og ekki vera ástæða þess að netsalan á áfengi hafi tafist. Hann hefur áður sagt í samtali við fréttastofu að hann sjái ekki hvaða rök hnígi til þess að um ólöglega starfsemi sé að ræða. Þá hefur hann einnig sagt að Hagkaup muni stýra aðgengi vel og betur en víða annars staðar. „Fordæmin sýna það að það hafa verið reknar svona verslanir hér í þrjú ár án athugasemda. Kannski fyrirsjáanlegt að það eru ákveðnar fylkingar sem eru bæði með þessu, en við erum með sterk rök frá dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.“
Neytendur Verslun Áfengi og tóbak Netsala á áfengi Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira