Innlent

Maðurinn í Taí­landi sagður Íri ekki Ís­lendingur

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Maðurinn var alblóðugur í andliti.
Maðurinn var alblóðugur í andliti. Skjáskot

Erlendum miðlum greinir á um það hvort drukkinn maður sem kýldi leigubílstjóra og lögreglumann í Taílandi sé Íslendingur eða Íri. 

Í morgun var greint frá því að drukkinn Íslendingur á sextugs- eða sjötugsaldri hefði hlotið talsverða áverka eftir slagsmál við lögregluþjón og leigubílstjóra í Taílandi, og var það haft eftir Bangkok Post.

Pattyanews greinir hins vegar frá því að maðurinn sé frá Írlandi, ekki Íslandi. Leiða má líkur að því að misskilningurinn hafi komið til vegna þess hve keimlík nöfnin eru á ensku, Iceland og Ireland.

Áslaug Karen Jóhannsdóttir, deildarstjóri upplýsingardeildar hjá Utanríkisráðuneytinu, segir að málið sé ekki komið á borð borgarþjónustunnar. Hún viti ekki meira en það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×