Sakar Stjörnuna um að falsa skýrslur Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 14:36 Það hefur áður gerst að breyta þurfi leikskýrslu á vef KSÍ, vegna þess að byrjunarlið Stjörnunnar er ekki rétt í fyrstu útgáfu. vísir/Diego Stjörnumenn hafa oftar en einu sinni breytt byrjunarliði á leikskýrslu skömmu fyrir leik, eftir að leikskýrsla hefur verið birt á vef KSÍ, og virðast gera það vísvitandi til að rugla í mótherjum sínum að mati blaðamanns Fótbolta.net. Þetta gerðist til að mynda í gærkvöld, fyrir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 18. umferð Bestu deildar karla. Venju samkvæmt var leikskýrsla leiksins birt á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, en uppfæra þurfti þá skýrslu vegna nokkurra breytinga á byrjunarliði Stjörnunnar. Atvikið í gær virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Sæbirni Þór Þórbergssyni Steinke, blaðamanni, sem birti viðhorfspistil á Fótbolta.net í dag undir fyrirsögn sem beint er að þjálfara Stjörnunnar: Jökull, nenniru plís að hætta þessu. Sæbjörn lýsir athæfi Stjörnumanna sem eins konar brellu sem þeir hafi fyrst notað vorið 2023, um það leyti sem Jökull Elísabetarson tók við sem aðalþjálfari Stjörnunnar eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar. Í gær hafi Jökull afsakað sig með því að liðsstjóri Stjörnumanna væri erlendis, og að því hefðu verið gerð mistök þegar leikskýrslunni var fyrst skilað. Vandamálið er hins vegar ekki nýtt heldur hefur hið sama gerst „nokkrum sinnum“, að sögn Sæbjörns. Ljóst er að hann telur Stjörnuna falsa leikskýrslur til að trufla andstæðinga sína rétt fyrir leik. „Mistökin“ geti ekki verið óvart þegar þau verði oftar en einu sinni, og Sæbjörn segir hátternið bæði kjánalegt og óboðlegt. Það bitni meðal annars á blaðamönnum sem fjalli um byrjunarlið í sínum textalýsingum og fréttum, og treysti því að leikskýrslur á vef KSÍ séu réttar. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segir í samtali við Fótbolta.net að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða. Vísir náði tali af Jökli Elísabetarsyni en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um pistil Sæbjörns. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Þetta gerðist til að mynda í gærkvöld, fyrir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 18. umferð Bestu deildar karla. Venju samkvæmt var leikskýrsla leiksins birt á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, en uppfæra þurfti þá skýrslu vegna nokkurra breytinga á byrjunarliði Stjörnunnar. Atvikið í gær virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Sæbirni Þór Þórbergssyni Steinke, blaðamanni, sem birti viðhorfspistil á Fótbolta.net í dag undir fyrirsögn sem beint er að þjálfara Stjörnunnar: Jökull, nenniru plís að hætta þessu. Sæbjörn lýsir athæfi Stjörnumanna sem eins konar brellu sem þeir hafi fyrst notað vorið 2023, um það leyti sem Jökull Elísabetarson tók við sem aðalþjálfari Stjörnunnar eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar. Í gær hafi Jökull afsakað sig með því að liðsstjóri Stjörnumanna væri erlendis, og að því hefðu verið gerð mistök þegar leikskýrslunni var fyrst skilað. Vandamálið er hins vegar ekki nýtt heldur hefur hið sama gerst „nokkrum sinnum“, að sögn Sæbjörns. Ljóst er að hann telur Stjörnuna falsa leikskýrslur til að trufla andstæðinga sína rétt fyrir leik. „Mistökin“ geti ekki verið óvart þegar þau verði oftar en einu sinni, og Sæbjörn segir hátternið bæði kjánalegt og óboðlegt. Það bitni meðal annars á blaðamönnum sem fjalli um byrjunarlið í sínum textalýsingum og fréttum, og treysti því að leikskýrslur á vef KSÍ séu réttar. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segir í samtali við Fótbolta.net að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða. Vísir náði tali af Jökli Elísabetarsyni en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um pistil Sæbjörns.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki