Vinícius fengi milljarð á viku í Sádi-Arabíu Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 17:16 Vinícius Junior var lykilmaður í liði Real Madrid sem varð Evrópu- og Spánarmeistari á síðustu leiktíð. Getty/Grant Halverson Vinícius Junior, brasilíska stórstjarnan í liði Evrópumeistara Real Madrid, gæti hugsanlega verið á leiðinni frá Spáni til Sádi-Arabíu, samkvæmt heimildum ESPN. Vinícius er 24 ára gamall og átti ríkan þátt í að vinna Meistaradeildina og spænsku deildina á síðustu leiktíð. Hann er einn af þeim sem þykja koma til greina í baráttunni um Gullknöttinn í ár. Sagt er að með því að fara til Sádi-Arabíu gæti hann fengið allt að 350 milljónir evra í árslaun, eða um það bil milljarð króna í hverri viku, og því kannski ekki skrýtið að kappinn sé í það minnsta opinn fyrir hugmyndinni. Samkvæmt upplýsingum ESPN hafa verið í gangi viðræður á milli Almenna fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu (PIF) og Real Madrid varðandi Vinícius, jafnvel þó að spænska félagið vilji helst halda leikmanninum. Ekkert formlegt tilboð hefur þó enn verið lagt fram. Vinícius skoraði 24 mörk alls í öllum keppnum fyrir Real Madrid á síðsutu leiktíð og er orðinn algjör lykilmaður hjá liðinu eftir að hafa komið árið 2018. Hann hefur til að mynda skorað í tveimur úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu. Samkvæmt ESPN hefur hann hingað til ekki viljað hafna þeirri hugmynd að flytjast til Sádi-Arabíu. PIF-sjóðurinn á 75% hlut í fjórum af helstu knattspyrnufélögum Sádi-Arabíu; Al Ahli, Al Ittihad, Al Hilal og Al Nassr. ESPN segir að hugmyndin sé sú að Vinícius verði sérlegur sendiherra Sádi-Arabíu í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem þar fer fram eftir tíu ár. Vinícius er með samning við Real Madrid sem gildir til sumarsins 2027. Klásúla er í samningi hans sem gerir hann falan fyrir einn milljarð evra en samkvæmt upplýsingum ESPN þyrfti Real þó að sætta sig við lægri upphæð til þess að salan gengi í gegn. Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Vinícius Júnior valinn bestur í Meistaradeildinni Vinícius Júnior var valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á nýafstöðnu tímabili. 3. júní 2024 15:31 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Vinícius er 24 ára gamall og átti ríkan þátt í að vinna Meistaradeildina og spænsku deildina á síðustu leiktíð. Hann er einn af þeim sem þykja koma til greina í baráttunni um Gullknöttinn í ár. Sagt er að með því að fara til Sádi-Arabíu gæti hann fengið allt að 350 milljónir evra í árslaun, eða um það bil milljarð króna í hverri viku, og því kannski ekki skrýtið að kappinn sé í það minnsta opinn fyrir hugmyndinni. Samkvæmt upplýsingum ESPN hafa verið í gangi viðræður á milli Almenna fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu (PIF) og Real Madrid varðandi Vinícius, jafnvel þó að spænska félagið vilji helst halda leikmanninum. Ekkert formlegt tilboð hefur þó enn verið lagt fram. Vinícius skoraði 24 mörk alls í öllum keppnum fyrir Real Madrid á síðsutu leiktíð og er orðinn algjör lykilmaður hjá liðinu eftir að hafa komið árið 2018. Hann hefur til að mynda skorað í tveimur úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu. Samkvæmt ESPN hefur hann hingað til ekki viljað hafna þeirri hugmynd að flytjast til Sádi-Arabíu. PIF-sjóðurinn á 75% hlut í fjórum af helstu knattspyrnufélögum Sádi-Arabíu; Al Ahli, Al Ittihad, Al Hilal og Al Nassr. ESPN segir að hugmyndin sé sú að Vinícius verði sérlegur sendiherra Sádi-Arabíu í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem þar fer fram eftir tíu ár. Vinícius er með samning við Real Madrid sem gildir til sumarsins 2027. Klásúla er í samningi hans sem gerir hann falan fyrir einn milljarð evra en samkvæmt upplýsingum ESPN þyrfti Real þó að sætta sig við lægri upphæð til þess að salan gengi í gegn.
Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Vinícius Júnior valinn bestur í Meistaradeildinni Vinícius Júnior var valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á nýafstöðnu tímabili. 3. júní 2024 15:31 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Vinícius Júnior valinn bestur í Meistaradeildinni Vinícius Júnior var valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á nýafstöðnu tímabili. 3. júní 2024 15:31