Hætt að rannsaka mál hollenska Eurovision-farans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. ágúst 2024 16:14 Joost Klein hefur ekki hugsað hlýlega til Eurovision eftir ófarirnar í maí. EPA-EFE/EMIEL MUIJDERMAN Sænsk yfirvöld hafa hætt rannsókn á máli Joost Klein, hollenska keppandans í Eurovision sem rekinn var úr keppni í Malmö í maí eftir meintar hótanir gegn ljósmyndara. Samkvæmt ríkissaksóknara eru ekki næg sönnunargögn í málinu. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska blaðsins Aftonbladet. Klein hefur sjálfur allar götur eftir keppni þvertekið fyrir að hafa hótað ljósmyndaranum. Eins og fram hefur komið voru síðustu klukkutímarnir fyrir Eurovision í ár afar spennuþrungnir vegna þátttöku Ísrael í keppninni og stríð þeirra á Gasa strönd þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Aftonbladet greinir frá því að rannsókn á málinu hafi farið fram síðan í maí. Haft er eftir Fredrik Jönsson hjá embætti saksóknara í Stokkhólmi að ekki hafi verið hægt að sanna að Klein hafi ætlað sér að skaða ljósmyndarann. Myndefnið ekki nóg Myndefni sé til af Klein á umræddri stundu þegar hann er sagður hafa átt í hótunum við ljósmyndarann. Það dugi ekki til og sýni ekki fram á að hann hafi haft nokkuð illt í hyggju. Ljóst sé að Klein hafi ekki viljað láta mynda sig en annað sé ekki hægt að sanna af myndefninu. Sænska blaðið segir Klein áður hafa viðurkennt að hann hafi verið með hnefana á lofti og gert atlögu að ljósmyndaranum. Samkvæmt vitnum sá Klein eftir hátterni sínu og baðst ítrekað afsökunar á eftir. Ekki víst hvort Holland taki þátt á næsta ári Aftonbladet hefur ekki náð í Klein eftir ákvörðunina. Blaðið lætur þess getið að söngvarinn hafi þó birt myndband af hundinum sínum á Instagram og haft undir lagið „Who let the dogs out?“ Fram kemur að ekki sé enn ljóst hvort Holland verði með í keppninni á næsta ári. Forsvarsmenn hollenska ríkisútvarpsins séu ekki par sáttir við hátterni forsvarsmanna keppninnar og ákvarðanatökuna sem varð til þess að Klein og Hollandi var vísað úr keppni í ár. Eurovision Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun sænska blaðsins Aftonbladet. Klein hefur sjálfur allar götur eftir keppni þvertekið fyrir að hafa hótað ljósmyndaranum. Eins og fram hefur komið voru síðustu klukkutímarnir fyrir Eurovision í ár afar spennuþrungnir vegna þátttöku Ísrael í keppninni og stríð þeirra á Gasa strönd þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Aftonbladet greinir frá því að rannsókn á málinu hafi farið fram síðan í maí. Haft er eftir Fredrik Jönsson hjá embætti saksóknara í Stokkhólmi að ekki hafi verið hægt að sanna að Klein hafi ætlað sér að skaða ljósmyndarann. Myndefnið ekki nóg Myndefni sé til af Klein á umræddri stundu þegar hann er sagður hafa átt í hótunum við ljósmyndarann. Það dugi ekki til og sýni ekki fram á að hann hafi haft nokkuð illt í hyggju. Ljóst sé að Klein hafi ekki viljað láta mynda sig en annað sé ekki hægt að sanna af myndefninu. Sænska blaðið segir Klein áður hafa viðurkennt að hann hafi verið með hnefana á lofti og gert atlögu að ljósmyndaranum. Samkvæmt vitnum sá Klein eftir hátterni sínu og baðst ítrekað afsökunar á eftir. Ekki víst hvort Holland taki þátt á næsta ári Aftonbladet hefur ekki náð í Klein eftir ákvörðunina. Blaðið lætur þess getið að söngvarinn hafi þó birt myndband af hundinum sínum á Instagram og haft undir lagið „Who let the dogs out?“ Fram kemur að ekki sé enn ljóst hvort Holland verði með í keppninni á næsta ári. Forsvarsmenn hollenska ríkisútvarpsins séu ekki par sáttir við hátterni forsvarsmanna keppninnar og ákvarðanatökuna sem varð til þess að Klein og Hollandi var vísað úr keppni í ár.
Eurovision Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira