Greiddu 47 milljónir fyrir 175 hjálma fyrir leiðtogafundinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2024 08:59 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir Embætti ríkislögreglustjóra greiddi 47 milljónir króna fyrir 175 hjálma sem keyptir voru fyrir sérsveitina og aðra lögreglumenn fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í fyrra. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssyni, varaþingmanns Pírata. Samkvæmt svörum ráðuneytisins nam kostnaðurinn á hvern hjálm 268.000 krónum. Indriði gagnrýndi kaupin í aðsendri grein á Vísi 6. júní í fyrra og vakti athygli á fyrirtækinu sem seldi Ríkislögreglustjóra hjálmana. Um væri að ræða fyrirtækið TST Protection Ltd., sem hefði aðsetur á heimili í smábæ á Englandi, einn starfsmann og eigið fé upp á 6.000 pund árið 2022. Varaþingmaðurinn, sem gekk reyndar út frá því að hjálmarnir hefðu verið 700, spurði því ráðherra hvort kaupin stæðust viðmið um góða viðskiptahætti. „Þegar farið var í innkaup á hjálmunum þá þurfti að leita leiða til að kaupa inn þann búnað sem taldist nauðsynlegur og tryggja að hann myndi berast til landsins í tæka tíð fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins,“ segir í svörum ráðherra. „Uppgefinn afhendingartími á þeim búnaði sem kaupa þurfti fyrir fundinn var allt að 12–18 mánuðir og jafnvel lengri í sumum tilfellum. Umræddur afhendingartími átti sér í lagi við um vopn og varnarbúnað sem skýrist m.a. af innrásinni í Úkraínu þann 24. febrúar 2022.“ „Grundvallarforsenda“ að fá búnaðinn fyrir fundinn Alls hefðu 175 hjálmar verið keyptir; 55 fyrir sérveitina og 120 fyrir almenna lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefði áður aflað upplýsinga um umrædda tegund hjálma; Busch, og gæði og hentugleiki látin ráða för. „Grundvallarforsenda“ var þó „að búnaðurinn myndi berast fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins og í sumum tilfellum enn fyrr vegna þjálfunar sem þurfti að eiga sér stað fyrir fundinn.“ „Að mati dómsmálaráðuneytisins var nauðsynlegt að sjá til þess að viðeigandi öryggisbúnaður væri til staðar fyrir lögreglumenn áður en leiðtogafundur Evrópuráðsins hæfist og eftir atvikum vegna þjálfunar sem þurfti að fara fram fyrir fundinn. Án fullnægjandi öryggisgæslu og búnaðar sem slíkri gæslu fylgir hefði ekki verið unnt að tryggja viðunandi öryggi gesta fundarins, starfsmanna sem og almennings. Hvorki hafa komið fram vísbendingar né ábendingar um það að innkaup embættis ríkislögreglustjóra hafi farið í bága við lög, reglur eða góða viðskiptahætti en komi slíkar ábendingar fram verða þær teknar til viðeigandi athugunar,“ segir í svörum ráðherra. Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssyni, varaþingmanns Pírata. Samkvæmt svörum ráðuneytisins nam kostnaðurinn á hvern hjálm 268.000 krónum. Indriði gagnrýndi kaupin í aðsendri grein á Vísi 6. júní í fyrra og vakti athygli á fyrirtækinu sem seldi Ríkislögreglustjóra hjálmana. Um væri að ræða fyrirtækið TST Protection Ltd., sem hefði aðsetur á heimili í smábæ á Englandi, einn starfsmann og eigið fé upp á 6.000 pund árið 2022. Varaþingmaðurinn, sem gekk reyndar út frá því að hjálmarnir hefðu verið 700, spurði því ráðherra hvort kaupin stæðust viðmið um góða viðskiptahætti. „Þegar farið var í innkaup á hjálmunum þá þurfti að leita leiða til að kaupa inn þann búnað sem taldist nauðsynlegur og tryggja að hann myndi berast til landsins í tæka tíð fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins,“ segir í svörum ráðherra. „Uppgefinn afhendingartími á þeim búnaði sem kaupa þurfti fyrir fundinn var allt að 12–18 mánuðir og jafnvel lengri í sumum tilfellum. Umræddur afhendingartími átti sér í lagi við um vopn og varnarbúnað sem skýrist m.a. af innrásinni í Úkraínu þann 24. febrúar 2022.“ „Grundvallarforsenda“ að fá búnaðinn fyrir fundinn Alls hefðu 175 hjálmar verið keyptir; 55 fyrir sérveitina og 120 fyrir almenna lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefði áður aflað upplýsinga um umrædda tegund hjálma; Busch, og gæði og hentugleiki látin ráða för. „Grundvallarforsenda“ var þó „að búnaðurinn myndi berast fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins og í sumum tilfellum enn fyrr vegna þjálfunar sem þurfti að eiga sér stað fyrir fundinn.“ „Að mati dómsmálaráðuneytisins var nauðsynlegt að sjá til þess að viðeigandi öryggisbúnaður væri til staðar fyrir lögreglumenn áður en leiðtogafundur Evrópuráðsins hæfist og eftir atvikum vegna þjálfunar sem þurfti að fara fram fyrir fundinn. Án fullnægjandi öryggisgæslu og búnaðar sem slíkri gæslu fylgir hefði ekki verið unnt að tryggja viðunandi öryggi gesta fundarins, starfsmanna sem og almennings. Hvorki hafa komið fram vísbendingar né ábendingar um það að innkaup embættis ríkislögreglustjóra hafi farið í bága við lög, reglur eða góða viðskiptahætti en komi slíkar ábendingar fram verða þær teknar til viðeigandi athugunar,“ segir í svörum ráðherra.
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira