Mark og titill í fyrsta leik Mbappé með Real 14. ágúst 2024 20:45 Kylian Mbappé var ekki lengi að skora sitt fyrsta mark fyrir Real Madrid. Getty/Valerio Pennicino Frumraun Kylians Mbappé með Real Madrid gekk eins og í sögu í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Atalanta í Ofurbikar UEFA í fótbolta. Mbappé kom til Real í sumar eftir ansi langan aðdraganda og hann var ekki lengi að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Staðan var þó reyndar markalaus í hálfleik en Federico Valverde kom Real yfir á 59. mínútu, eftir frábæran undirbúning Vinicius Junior. Tíu mínútum síðar var svo komið að Mbappé sem smellti boltanum upp í hægra hornið eftir frábæra sendingu frá Jude Bellingham. Real byrjar því leiktíðina af krafti, eftir að hafa lokið þeirri síðustu á því að vinna Meistaradeild Evrópu. Næsti leikur Real er í fyrstu umferð spænsku deildarinnar, á sunnudaginn, þegar liðið sækir Mallorca heim. Atalanta, sem vann Evrópudeildina á síðustu leiktíð og spilað þess vegna leikinn í kvöld, spilar í fyrstu umferð ítölsku deildarinnar á mánudaginn þegar liðið sækir Lecce heim. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA
Frumraun Kylians Mbappé með Real Madrid gekk eins og í sögu í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Atalanta í Ofurbikar UEFA í fótbolta. Mbappé kom til Real í sumar eftir ansi langan aðdraganda og hann var ekki lengi að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Staðan var þó reyndar markalaus í hálfleik en Federico Valverde kom Real yfir á 59. mínútu, eftir frábæran undirbúning Vinicius Junior. Tíu mínútum síðar var svo komið að Mbappé sem smellti boltanum upp í hægra hornið eftir frábæra sendingu frá Jude Bellingham. Real byrjar því leiktíðina af krafti, eftir að hafa lokið þeirri síðustu á því að vinna Meistaradeild Evrópu. Næsti leikur Real er í fyrstu umferð spænsku deildarinnar, á sunnudaginn, þegar liðið sækir Mallorca heim. Atalanta, sem vann Evrópudeildina á síðustu leiktíð og spilað þess vegna leikinn í kvöld, spilar í fyrstu umferð ítölsku deildarinnar á mánudaginn þegar liðið sækir Lecce heim.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti