„Eldri, reyndari og vonandi aðeins þroskaðri“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. ágúst 2024 08:00 Már Gunnarsson synti í Tókýó og er nú á leið til Parísar. Instagram/@margunnarsson Sundkappinn Már Gunnarsson er á leið á Ólympíumót fatlaðra í annað sinn. Hann er með skýr markmið og þá heillar einnig að vera á leið til Parísar í fyrsta sinn. Már tók þátt á Ólympíumótinu í Tókýó fyrir þremur árum síðan, sem var hans fyrsta. En hvað hefur breyst frá því fyrir þremur árum? „Ég er orðinn eldri, reyndari og vonandi aðeins þroskaðri,“ segir Már og hlær. Ég er í betra líkamlegu formi. Ég tók mér smá hlé frá sundinu eftir fyrri Ólympíuleika þar sem ég var algjörlega kominn með nóg af þessu,“ segir Már í Sportpakkanum á Stöð 2. Pásan var honum nauðsynleg þar sem hann hafði í nægu að snúast. „Ég var að fara á milli grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Íslandi að halda fyrirlestra og var svo að taka þátt í Eurovision. Þannig að það var nóg annað að gera. Ég var bara duglegur í ræktinni á meðan að byggja upp vöðvamassa. En síðan þegar ég flyt út til Bretlands í háskóla þá tók ég ákvörðun að þetta væri núna eða aldrei,“ segir Már sem hefur æft í skóla sínum á Englandi samhliða námi síðustu misseri. Þarf að eiga frábæran dag til að berjast á toppnum Markmið Más fyrir komandi mót eru þá skýr. „Markmiðin eru að vera besta útgáfan af mér, sem ég get verið. Ég vil bæta minn persónulega tíma. Hversu mikið er ég ekki viss um. Draumurinn væri að bæta mig um tvær sekúndur. En ef ég verð alveg hrikalega heppinn og þetta verður geggjaður dagur, ef mér tekst að bæta mig um 2-3 sekúndur, þá er ég að berjast þarna um toppsætin,“ segir Már. París heillar Það er þá ekki bara íþróttaveislan sjálf sem heillar heldur hlakkar Már til að heimsækja Parísarborg í fyrsta sinn. „Ég er bara þakklátur fyrir að fá annað tækifæri til að stíga á þetta stærsta svið afreksíþrótta. Ég hef aldrei komið til Parísar þannig að ég er mjög spenntur fyrir því,“ „Borg rómantíkurinnar og ástarinnar, er það ekki alltaf sagt? Það verður gaman hjá mér,“ segir Már og hlær. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Sjá meira
Már tók þátt á Ólympíumótinu í Tókýó fyrir þremur árum síðan, sem var hans fyrsta. En hvað hefur breyst frá því fyrir þremur árum? „Ég er orðinn eldri, reyndari og vonandi aðeins þroskaðri,“ segir Már og hlær. Ég er í betra líkamlegu formi. Ég tók mér smá hlé frá sundinu eftir fyrri Ólympíuleika þar sem ég var algjörlega kominn með nóg af þessu,“ segir Már í Sportpakkanum á Stöð 2. Pásan var honum nauðsynleg þar sem hann hafði í nægu að snúast. „Ég var að fara á milli grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Íslandi að halda fyrirlestra og var svo að taka þátt í Eurovision. Þannig að það var nóg annað að gera. Ég var bara duglegur í ræktinni á meðan að byggja upp vöðvamassa. En síðan þegar ég flyt út til Bretlands í háskóla þá tók ég ákvörðun að þetta væri núna eða aldrei,“ segir Már sem hefur æft í skóla sínum á Englandi samhliða námi síðustu misseri. Þarf að eiga frábæran dag til að berjast á toppnum Markmið Más fyrir komandi mót eru þá skýr. „Markmiðin eru að vera besta útgáfan af mér, sem ég get verið. Ég vil bæta minn persónulega tíma. Hversu mikið er ég ekki viss um. Draumurinn væri að bæta mig um tvær sekúndur. En ef ég verð alveg hrikalega heppinn og þetta verður geggjaður dagur, ef mér tekst að bæta mig um 2-3 sekúndur, þá er ég að berjast þarna um toppsætin,“ segir Már. París heillar Það er þá ekki bara íþróttaveislan sjálf sem heillar heldur hlakkar Már til að heimsækja Parísarborg í fyrsta sinn. „Ég er bara þakklátur fyrir að fá annað tækifæri til að stíga á þetta stærsta svið afreksíþrótta. Ég hef aldrei komið til Parísar þannig að ég er mjög spenntur fyrir því,“ „Borg rómantíkurinnar og ástarinnar, er það ekki alltaf sagt? Það verður gaman hjá mér,“ segir Már og hlær. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Sjá meira