Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 18:07 Matthew Perry lést í október í fyrra á heimili sínu. Strax lá fyrir að hann hafi drukknað en eftir krufningu kom í ljós mikið magn ketamíns í blóði leikarans. Fimm hafa nú verið ákærðir í tengslum við andlátið. Getty/Phillip Faraone Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. Perry, sem var 54 ára þegar hann lést á heimili sínu í Los Angeles í október í fyrra, er þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Friends. Þar lék hann eina aðalpersónuna, Chandler Bing. Réttarkrufning leiddi í ljós að Perry, sem hafði lengi talað opinskátt um að glíma við fíknisjúkdóm, hafi dáið eftir að hafa tekið of stóran skammt af ketamíni. Perry var með ketamín uppáskrifað, sem hluta af meðferð við fíknisjúkdómnum, en átti að taka það í örlitlum skömmtum. Í maímánuði hóf lögreglan í Los Angeles rannsókn á andlátinu vegna þess mikla magns af ketamíni sem fannst í blóði Perry. Rukkuðu 300.000 krónur fyrir 1.700 króna skammt Fram kom á blaðamannafundi FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, sem hófst um klukkan 16 að íslenskum tíma og breska ríkisútvarpið greinir frá, að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós víðfeðmt net fólks sem seldi Perry og öðrum ketamín. Þessir einstaklingar hafi misnotað fíknisjúkdóm Perry. Ákærðu eru læknarnir Salvador Plasencia, Mark Chavez auk Jasveen Sangha - betur þekkt sem „Ketamín-drottningin“ - Eric Fleming og Kenneth Iwamasa, sem var aðstoðarmaður Perry. Að sögn lögreglu seldi hópurinn Perry ketamín um tveggja mánaða skeið, í september og október í fyrra. Læknarnir eru sagðir hafa selt honum 20 glös af ketamíni fyrir 55 þúsund bandaríkjadali, sem jafnast á við rúmar 7,5 milljónir íslenskra króna. Að meðaltali hafi fólkið rukkað Perry um 2.000 bandaríkjadali, eða tæpar 300 þúsund krónur, fyrir hvert glas - glas sem að jafnaði kostar 12 dali, eða 1.700 krónur. Fleming hefur þegar játað fyrir dómi að hafa selt Iwamasa, aðstoðarmanni Perry, fimmtíu glös af ketamíni. Helminginn hafi hann selt honum fjórum dögum fyrir andlátið. Iwamasa hefur þá játað að hafa afhent Perry ketamín og að hafa sprautað hann með því daginn sem Perry lést. „Ég velti því fyrir mér hvað þessi bjáni mun borga“ Að sögn Martin Estrada, ríkissaksóknara í Kaliforníu, fann lögregla í húsleitum við rannsóknina mikið magn fíkniefna. Þar á meðal voru áttatíu glös af ketamíni, mikið magn af kókaíni og pillum. Hann segir að Plasencia hafi í skilaboðum til annarra ákærðu skrifað: „Ég velti því fyrir mér hvað þessi bjáni mun borga“ og hafi þar vísað til Perry. Þá hafi hann jafnframt skrifað í skilaboðum sem fundust að hann vildi verða sá maður sem Perry leitaði til, til þess að nálgast fíkniefni. Vegna starfs síns segja saksóknarar nokkuð ljóst að Plasencia hafi vitað um áhættuna sem hlytist af því að selja Perry efnin. Eins hafi Plasencia falsað gögn til að hylma yfir andlátið. Ketamín er rótsterkt svæfingarlyf eða deyfingarlyf sem er meðal annars notað í meðferð við þunglyndi, kvíða og verkjum. Í lyfjameðferð er ketamín gefið sjúklingi af heilbrigðisstarfsmanni og undir eftirliti. Í stærri skömmtum veldur lyfið ofskynjunum. Samkvæmt vandamönnum Perry voru nokkrir dagar liðnir frá því að Perry undirgekkst lyfjameðferð þegar hann lést. Var því óljóst hvernig hann kom höndum yfir það. Rannsókn réttarmeinafræðings leiddi það jafnframt í ljós að Perry hafi drukknað af slysförum. Þá kom jafnframt fram í skýrslu að Perry hafi glímt við æðasjúkdóm og hafi jafnframt verið með buprenorfín í blóðinu, en það er lyf sem er notað í meðferð við ópíóðafíkn. Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Fíkn Andlát Matthew Perry Tengdar fréttir Matthew Perry látinn Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. 29. október 2023 00:32 Dánarorsök Matthew Perry ljós Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni. 15. desember 2023 21:52 Stjörnurnar minnast Matthew Perry Leikarar, forsætisráðherra, íþróttalið og jafnvel sjónvarpsstöðvar eru meðal þeirra sem hafa minnst leikarans Matthew Perry sem fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles í gær. Perry, sem lék, eins og flestir vita, Chandler Bing í þáttunum Friends, var 54 ára gamall. 29. október 2023 11:47 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Perry, sem var 54 ára þegar hann lést á heimili sínu í Los Angeles í október í fyrra, er þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Friends. Þar lék hann eina aðalpersónuna, Chandler Bing. Réttarkrufning leiddi í ljós að Perry, sem hafði lengi talað opinskátt um að glíma við fíknisjúkdóm, hafi dáið eftir að hafa tekið of stóran skammt af ketamíni. Perry var með ketamín uppáskrifað, sem hluta af meðferð við fíknisjúkdómnum, en átti að taka það í örlitlum skömmtum. Í maímánuði hóf lögreglan í Los Angeles rannsókn á andlátinu vegna þess mikla magns af ketamíni sem fannst í blóði Perry. Rukkuðu 300.000 krónur fyrir 1.700 króna skammt Fram kom á blaðamannafundi FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, sem hófst um klukkan 16 að íslenskum tíma og breska ríkisútvarpið greinir frá, að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós víðfeðmt net fólks sem seldi Perry og öðrum ketamín. Þessir einstaklingar hafi misnotað fíknisjúkdóm Perry. Ákærðu eru læknarnir Salvador Plasencia, Mark Chavez auk Jasveen Sangha - betur þekkt sem „Ketamín-drottningin“ - Eric Fleming og Kenneth Iwamasa, sem var aðstoðarmaður Perry. Að sögn lögreglu seldi hópurinn Perry ketamín um tveggja mánaða skeið, í september og október í fyrra. Læknarnir eru sagðir hafa selt honum 20 glös af ketamíni fyrir 55 þúsund bandaríkjadali, sem jafnast á við rúmar 7,5 milljónir íslenskra króna. Að meðaltali hafi fólkið rukkað Perry um 2.000 bandaríkjadali, eða tæpar 300 þúsund krónur, fyrir hvert glas - glas sem að jafnaði kostar 12 dali, eða 1.700 krónur. Fleming hefur þegar játað fyrir dómi að hafa selt Iwamasa, aðstoðarmanni Perry, fimmtíu glös af ketamíni. Helminginn hafi hann selt honum fjórum dögum fyrir andlátið. Iwamasa hefur þá játað að hafa afhent Perry ketamín og að hafa sprautað hann með því daginn sem Perry lést. „Ég velti því fyrir mér hvað þessi bjáni mun borga“ Að sögn Martin Estrada, ríkissaksóknara í Kaliforníu, fann lögregla í húsleitum við rannsóknina mikið magn fíkniefna. Þar á meðal voru áttatíu glös af ketamíni, mikið magn af kókaíni og pillum. Hann segir að Plasencia hafi í skilaboðum til annarra ákærðu skrifað: „Ég velti því fyrir mér hvað þessi bjáni mun borga“ og hafi þar vísað til Perry. Þá hafi hann jafnframt skrifað í skilaboðum sem fundust að hann vildi verða sá maður sem Perry leitaði til, til þess að nálgast fíkniefni. Vegna starfs síns segja saksóknarar nokkuð ljóst að Plasencia hafi vitað um áhættuna sem hlytist af því að selja Perry efnin. Eins hafi Plasencia falsað gögn til að hylma yfir andlátið. Ketamín er rótsterkt svæfingarlyf eða deyfingarlyf sem er meðal annars notað í meðferð við þunglyndi, kvíða og verkjum. Í lyfjameðferð er ketamín gefið sjúklingi af heilbrigðisstarfsmanni og undir eftirliti. Í stærri skömmtum veldur lyfið ofskynjunum. Samkvæmt vandamönnum Perry voru nokkrir dagar liðnir frá því að Perry undirgekkst lyfjameðferð þegar hann lést. Var því óljóst hvernig hann kom höndum yfir það. Rannsókn réttarmeinafræðings leiddi það jafnframt í ljós að Perry hafi drukknað af slysförum. Þá kom jafnframt fram í skýrslu að Perry hafi glímt við æðasjúkdóm og hafi jafnframt verið með buprenorfín í blóðinu, en það er lyf sem er notað í meðferð við ópíóðafíkn.
Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Fíkn Andlát Matthew Perry Tengdar fréttir Matthew Perry látinn Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. 29. október 2023 00:32 Dánarorsök Matthew Perry ljós Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni. 15. desember 2023 21:52 Stjörnurnar minnast Matthew Perry Leikarar, forsætisráðherra, íþróttalið og jafnvel sjónvarpsstöðvar eru meðal þeirra sem hafa minnst leikarans Matthew Perry sem fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles í gær. Perry, sem lék, eins og flestir vita, Chandler Bing í þáttunum Friends, var 54 ára gamall. 29. október 2023 11:47 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Matthew Perry látinn Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. 29. október 2023 00:32
Dánarorsök Matthew Perry ljós Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni. 15. desember 2023 21:52
Stjörnurnar minnast Matthew Perry Leikarar, forsætisráðherra, íþróttalið og jafnvel sjónvarpsstöðvar eru meðal þeirra sem hafa minnst leikarans Matthew Perry sem fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles í gær. Perry, sem lék, eins og flestir vita, Chandler Bing í þáttunum Friends, var 54 ára gamall. 29. október 2023 11:47