„Algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 13:58 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Stöð 2/Arnar Ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins segir formaður VR. Þetta sýni samanburður sem félagið hafi gert á vaxtaþróun og verðbólgu á Norðurlöndum. Verkalýðshreyfingin hafi verið blekkt við gerð síðustu kjarasamninga. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun á miðvikudag og hefur hagfræðideild Landsbankans spáð því að vöxtum verði haldi óbreyttum í ljósi þess að verðbólga var umfram væntingar í sumar. Innan VR hefur verið unnið að samanburðargreiningu á vaxtaumhverfi og verðbólgu á Norðurlöndunum og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, segir niðurstöðuna skýra. „Staðan horfir þannig við mér að bæði ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist í að stýra hér efnahag landsins,“ segir Ragnar Þór, ómyrkur í máli. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun kynna næstu vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku.vísir/arnar Hann bendir á að verðbólga hafi mælst yfir tólf prósentum í Svíþjóð í kringum ársbyrjun 2023 en að þar hafi stýrivextir ekki verið hækkaðir eins skarpt. „Þar fóru þeir hæst í um fjögur prósent á meðan stýrivextir hafa verið hér í 9,25 prósentum. Húsnæðislánavextir hér eru um og yfir ellefu prósentin á meðan húsnæðisvextir í Svíþjóð eru 4,4 prósent,“ segir Ragnar. Samið hafi verið um aðeins meiri launahækkanir í Svíþjóð en hér á landi og þar sé verðbólga nú komin undir þrjú prósent. Hér á landi þokaðist verðbólga aftur upp fyrir sex prósent í júlí og er að mestu drifin áfram af húsnæðismarkaðnum. „Það er meðal annars vegna skortstöðu sem hefur myndast á húsnæðimarkaði og hárra vaxta sem dregur úr framboði á húsnæði vegna þess að verktakar eru að draga úr framkvæmdum. Ábyrgðaleysi stjórnvalda varðandi húsnæðismarkaðinn og ábyrgðaleysi seðlabanka varðandi efnahagsstjórn er með þvílíkum einsdæmum að það er erfitt að koma orðum yfir það,“ segir Ragnar. Óttast spíral vanskila Vanskil heimila og fyrirtækja hafa aukist nokkuð hratt á síðustu mánuðum og Ragnar óttast að þau fari ört vaxandi í þessu vaxtaumhverfi. „Þegar sá spírall er kominn í gang er bara ekki víst að við náum að vinda ofan af þessu.“ Ragnar bendir á að samið hafi verið um hóflegar launahækkanir í vor í von um að ná tökum á verðbólgu til þess að lækka mætti stýrivexti. „Við fórum í einu og öllu eftir leiðbeiningum seðlabankans sem taldi að til þess að það væri hægt að fara í verulegar vaxtalækkanir þyrftu kjarasamningar að vera með ákveðnum hætti. Seðlabankinn hefur greinilega gert eins og hann hefur gert áður, blekkt bæði verkalýðshryeringuna og almenning í landinu, alveg eins og þegar hann taldi lágvaxtastefnu komna til að vera.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun á miðvikudag og hefur hagfræðideild Landsbankans spáð því að vöxtum verði haldi óbreyttum í ljósi þess að verðbólga var umfram væntingar í sumar. Innan VR hefur verið unnið að samanburðargreiningu á vaxtaumhverfi og verðbólgu á Norðurlöndunum og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, segir niðurstöðuna skýra. „Staðan horfir þannig við mér að bæði ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist í að stýra hér efnahag landsins,“ segir Ragnar Þór, ómyrkur í máli. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun kynna næstu vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku.vísir/arnar Hann bendir á að verðbólga hafi mælst yfir tólf prósentum í Svíþjóð í kringum ársbyrjun 2023 en að þar hafi stýrivextir ekki verið hækkaðir eins skarpt. „Þar fóru þeir hæst í um fjögur prósent á meðan stýrivextir hafa verið hér í 9,25 prósentum. Húsnæðislánavextir hér eru um og yfir ellefu prósentin á meðan húsnæðisvextir í Svíþjóð eru 4,4 prósent,“ segir Ragnar. Samið hafi verið um aðeins meiri launahækkanir í Svíþjóð en hér á landi og þar sé verðbólga nú komin undir þrjú prósent. Hér á landi þokaðist verðbólga aftur upp fyrir sex prósent í júlí og er að mestu drifin áfram af húsnæðismarkaðnum. „Það er meðal annars vegna skortstöðu sem hefur myndast á húsnæðimarkaði og hárra vaxta sem dregur úr framboði á húsnæði vegna þess að verktakar eru að draga úr framkvæmdum. Ábyrgðaleysi stjórnvalda varðandi húsnæðismarkaðinn og ábyrgðaleysi seðlabanka varðandi efnahagsstjórn er með þvílíkum einsdæmum að það er erfitt að koma orðum yfir það,“ segir Ragnar. Óttast spíral vanskila Vanskil heimila og fyrirtækja hafa aukist nokkuð hratt á síðustu mánuðum og Ragnar óttast að þau fari ört vaxandi í þessu vaxtaumhverfi. „Þegar sá spírall er kominn í gang er bara ekki víst að við náum að vinda ofan af þessu.“ Ragnar bendir á að samið hafi verið um hóflegar launahækkanir í vor í von um að ná tökum á verðbólgu til þess að lækka mætti stýrivexti. „Við fórum í einu og öllu eftir leiðbeiningum seðlabankans sem taldi að til þess að það væri hægt að fara í verulegar vaxtalækkanir þyrftu kjarasamningar að vera með ákveðnum hætti. Seðlabankinn hefur greinilega gert eins og hann hefur gert áður, blekkt bæði verkalýðshryeringuna og almenning í landinu, alveg eins og þegar hann taldi lágvaxtastefnu komna til að vera.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira