„Blikaleikir eru aldrei búnir fyrr en það er búið að flauta af“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. ágúst 2024 21:49 Pétur Pétursson á hliðarlínunni í bikarúrslitaleik kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Þetta er alltaf jafn sætt. Síðasti titillinn er alltaf bestur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikur kvöldsins fór hægt af stað og í raun sköpuðu liðin engin færi fyrsta hálftímann. Eftir það vöknuðu leikmenn þó til lífsins og fengu bæði nóg af færum til að brjóta ísinn. „Mér fannst þetta bara góður leikur hjá tveimur góðum liðum. Mér fannst við aðeins ofan á í þessum leik og sem betur fer þá tókst okkur að vinna.“ Það voru þó Valskonur sem urðu fyrri til að brjóta ísinn þegar Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom boltanum yfir línuna, en stuttu áður hafði Valsliðið bjargað á línu á hinum enda vallarins. Pétur segist þó alltaf hafa verið rólegur. „Það er best að gera þetta svona. Ég var svosem ekki stressaður að Blikarnir myndu skora. Ég hafði það ekki á tilfinningunni. Ég er gamall markaskorari ogmér fannst við hafa yfirhöndina í seinni hálfleik og ég hafði það á tilfinningunni að við myndum vinna þennan leik.“ Pétur segir þó að þrátt fyrir að Jasmín Erla Ingadóttir hafi tvöfaldað forystu Vals þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka þá hafi leikurinn alls ekki verið búinn á þeim tímapunkti. „Þetta var náttúrulega aldrei búið þá. Blikaleikir eru aldrei búnir fyrr en það er búið að flauta af. Þær ná einu marki og það getur allt skeð í þessu.“ Að lokum segir hann dagsformið klárlega skipta máli þegar þessi tvö lið mætast, enda höfðu liðin mæst 156 sinnum fyrir leik kvöldsins og í þeim leikjum voru bæði lið með 67 sigra og 22 hafði orðið jafntefli. „Þetta er klárlega það. Í þessum leikjum er þetta ekki spurning um hvað þú heitir, heldur er þetta bara spurning um hvernig þú stendur þig úti á vellinum,“ sagði sigurreifur Pétur að lokum. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sjá meira
Leikur kvöldsins fór hægt af stað og í raun sköpuðu liðin engin færi fyrsta hálftímann. Eftir það vöknuðu leikmenn þó til lífsins og fengu bæði nóg af færum til að brjóta ísinn. „Mér fannst þetta bara góður leikur hjá tveimur góðum liðum. Mér fannst við aðeins ofan á í þessum leik og sem betur fer þá tókst okkur að vinna.“ Það voru þó Valskonur sem urðu fyrri til að brjóta ísinn þegar Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom boltanum yfir línuna, en stuttu áður hafði Valsliðið bjargað á línu á hinum enda vallarins. Pétur segist þó alltaf hafa verið rólegur. „Það er best að gera þetta svona. Ég var svosem ekki stressaður að Blikarnir myndu skora. Ég hafði það ekki á tilfinningunni. Ég er gamall markaskorari ogmér fannst við hafa yfirhöndina í seinni hálfleik og ég hafði það á tilfinningunni að við myndum vinna þennan leik.“ Pétur segir þó að þrátt fyrir að Jasmín Erla Ingadóttir hafi tvöfaldað forystu Vals þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka þá hafi leikurinn alls ekki verið búinn á þeim tímapunkti. „Þetta var náttúrulega aldrei búið þá. Blikaleikir eru aldrei búnir fyrr en það er búið að flauta af. Þær ná einu marki og það getur allt skeð í þessu.“ Að lokum segir hann dagsformið klárlega skipta máli þegar þessi tvö lið mætast, enda höfðu liðin mæst 156 sinnum fyrir leik kvöldsins og í þeim leikjum voru bæði lið með 67 sigra og 22 hafði orðið jafntefli. „Þetta er klárlega það. Í þessum leikjum er þetta ekki spurning um hvað þú heitir, heldur er þetta bara spurning um hvernig þú stendur þig úti á vellinum,“ sagði sigurreifur Pétur að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sjá meira