Ótrúleg endurkoma Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2024 21:00 Evrópumeistarinn Álvaro Morata kom inn af bekknum og breytti gangi mála. EPA-EFE/MATTEO BAZZI AC Milan kom til baka og bjargaði stigi í fyrstu umferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Allir fjórir leikir tímabilsins þessa hafa endað með jafntefli. Paulo Fonseca var ráðinn þjálfari AC Milan í sumar eftir að hafa gert það gott með Lille á síðustu leiktíð en Hákon Arnar Haraldsson leikur með franska félaginu. Hann þjálfaði Roma frá 2019 til 2021 og ætti því að þekkja vel til á Ítalíu en sá kannski ekki fyrir óvænta 0-2 forystu gestanna. Heimamenn í Milan sköpuðu ágætis færi og héldu boltanum vel innan liðs en það skiptir því miður engu þegar upp er staðið. Það voru gestirnir frá Torino sem skoruðu mörkin, það fyrra var sjálfsmark Malick Thiaw og það síðara var snyrtileg afgreiðsla Duvan Zapata. The visitors are having a party in Milan 🕺#MilanTorino 0-1 pic.twitter.com/7DvYWkFJlr— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024 Undir lok venjulegs leiktíma tókst varamanninum Álvaro Morata að minnka muninn í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Það gaf heimamönnum byr undir báða vængi og Noah Okafor jafnaði metin þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. M⚽RATA DEBUT GOAL!#MilanTorino 1-2 https://t.co/JyiBbfBM82— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024 Lokatölur 2-2 og öllum fjórum leikjum dagsins lauk því með jafntefli. Fyrsta umferð Serie A heldur áfram á morgun og verður áhugavert að fylgjast með hvort einhverju liði takist að næla í þrjú stig. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Messías bjargaði stigi fyrir Genoa Ítalíumeistarar Inter byrja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á 2-2 jafntefli við Genoa. 17. ágúst 2024 19:01 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Paulo Fonseca var ráðinn þjálfari AC Milan í sumar eftir að hafa gert það gott með Lille á síðustu leiktíð en Hákon Arnar Haraldsson leikur með franska félaginu. Hann þjálfaði Roma frá 2019 til 2021 og ætti því að þekkja vel til á Ítalíu en sá kannski ekki fyrir óvænta 0-2 forystu gestanna. Heimamenn í Milan sköpuðu ágætis færi og héldu boltanum vel innan liðs en það skiptir því miður engu þegar upp er staðið. Það voru gestirnir frá Torino sem skoruðu mörkin, það fyrra var sjálfsmark Malick Thiaw og það síðara var snyrtileg afgreiðsla Duvan Zapata. The visitors are having a party in Milan 🕺#MilanTorino 0-1 pic.twitter.com/7DvYWkFJlr— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024 Undir lok venjulegs leiktíma tókst varamanninum Álvaro Morata að minnka muninn í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Það gaf heimamönnum byr undir báða vængi og Noah Okafor jafnaði metin þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. M⚽RATA DEBUT GOAL!#MilanTorino 1-2 https://t.co/JyiBbfBM82— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024 Lokatölur 2-2 og öllum fjórum leikjum dagsins lauk því með jafntefli. Fyrsta umferð Serie A heldur áfram á morgun og verður áhugavert að fylgjast með hvort einhverju liði takist að næla í þrjú stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Messías bjargaði stigi fyrir Genoa Ítalíumeistarar Inter byrja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á 2-2 jafntefli við Genoa. 17. ágúst 2024 19:01 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Messías bjargaði stigi fyrir Genoa Ítalíumeistarar Inter byrja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á 2-2 jafntefli við Genoa. 17. ágúst 2024 19:01