Eldur kviknaði í einum vagninum og læsti sér svo í vagninn við hliðina á. Fjórir hlutu brunasár og einn slasaðist við fall. Guardian greinir frá því að minnst fjórir lögregluþjónar voru einnig fluttir á sjúkrahús til að gá að mögulegri reykeitrun.
Tónlistarhátíðin Highfield festival fer fram þessa dagana við Störmthaler-vatn í nágrenni við saxnesku borgina Leipzig, eða Hlaupsigar.

Upptök eldsins eru enn til rannsóknar hjá lögreglu og gat lögregla ekki veitt nákvæmar upplýsingar um líðan eða ástand hinna slösuðu í morgun. Heildartala slasaðra liggur heldur ekki ljóst fyrir.
Fréttaveitan dpa hefur eftir umsjónarmanni parísarhjólsins að engir hátíðargestir hafi verið um borð í vögnunum þegar eldurinn læsti sér í þá.