Segir tilganginn með innrás í Kúrsk að búa til hlutlaust svæði Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2024 21:53 Forseti Úkraínu segir herinn hafa náð miklum árangri í Kúrsk. Vísir/EPA Forseti Úkraínu, Volodomír Seleneskíj, segir að með því að ráðast inn í Kúrskhérað í Rússlandi vonast hann til þess að geta búið til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu. Hann segist vilja stöðva árásir rússneska hersins þvert yfir landamærin og að þessi gagnsókn hafi verið það sem þurfti. Þetta sagði forsetinn í reglulegu ávarpi sínu til almennings en í frétt Guardian segir að það sé í fyrsta sinn sem fram komi, með svo skýrum hætti, hver tilgangurinn sé með innrás Úkraínuhers inn í Kúrsk-hérað. Innrásin hófst 6. ágúst og hafði hann áður gefið í skyn að tilgangur hennar væri að vernda samfélög við landamærin frá stöðugum loftárásum. Í ávarpi sínu sagði Selenskíj það helsta markmið Úkraínuhers að eyðileggja möguleika Rússlands á stríði og að tryggja gagnsóknina. Innifalið í því sé að búa til hlutlaust svæði á landsvæði Rússa. Í frétt Guardian segir að í yfirlýsingum frá úkraínskum yfirvöldum hafi áður lítið komið fram um markmið þeirra með innrásinni í Kúrsk-hérað. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu enda hafi Úkraínumenn allt frá því að þeir réðust inn tekið hundruð rússneskra stríðsfanga. Yfirmaður hersins, hershöfðinginn Oleksandr Syrskyi sagði í síðustu viku að herinn væri búinn að taka um þúsund ferkílómetra svæði undir sig þó ekki sé ljóst hversu stórum hluta landsvæðisins herinn raunverulega stjórnar. Í ávarpi sínu sagði forsetinn að með því að búa til þessa hlutlausa svæði hafi úkraínski hersinn náð „góðum og þörfum árangri“. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Ungir og óreyndir Rússar á landamærunum Talsmaður úkraínska hersins segir um 100 til 150 rússneska hermenn hneppta í prísund á hverjum degi í Kursk-héraði í Rússlandi, þar sem Úkraínumenn halda áfram sókn sinni. Það séu meira eða minna ungir hermenn sem hafi nýlega verið kvaddir í herinn og hafi lítinn áhuga á að berjast. 18. ágúst 2024 15:36 Úkraínumenn halda sókn sinni handan landamæranna áfram Ekkert lát er á sókn Úkraínumanna inn í rússnesk landamærahéruð. Þeir segjast hafa sótt lengra inn í Kúrsk og tekið á annað hundrað hermenn til fanga. Neyðarástandi var lýst yfir í nágrannahéraðinu Belgorod. 14. ágúst 2024 15:37 „Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22 Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49 Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Þetta sagði forsetinn í reglulegu ávarpi sínu til almennings en í frétt Guardian segir að það sé í fyrsta sinn sem fram komi, með svo skýrum hætti, hver tilgangurinn sé með innrás Úkraínuhers inn í Kúrsk-hérað. Innrásin hófst 6. ágúst og hafði hann áður gefið í skyn að tilgangur hennar væri að vernda samfélög við landamærin frá stöðugum loftárásum. Í ávarpi sínu sagði Selenskíj það helsta markmið Úkraínuhers að eyðileggja möguleika Rússlands á stríði og að tryggja gagnsóknina. Innifalið í því sé að búa til hlutlaust svæði á landsvæði Rússa. Í frétt Guardian segir að í yfirlýsingum frá úkraínskum yfirvöldum hafi áður lítið komið fram um markmið þeirra með innrásinni í Kúrsk-hérað. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu enda hafi Úkraínumenn allt frá því að þeir réðust inn tekið hundruð rússneskra stríðsfanga. Yfirmaður hersins, hershöfðinginn Oleksandr Syrskyi sagði í síðustu viku að herinn væri búinn að taka um þúsund ferkílómetra svæði undir sig þó ekki sé ljóst hversu stórum hluta landsvæðisins herinn raunverulega stjórnar. Í ávarpi sínu sagði forsetinn að með því að búa til þessa hlutlausa svæði hafi úkraínski hersinn náð „góðum og þörfum árangri“.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Ungir og óreyndir Rússar á landamærunum Talsmaður úkraínska hersins segir um 100 til 150 rússneska hermenn hneppta í prísund á hverjum degi í Kursk-héraði í Rússlandi, þar sem Úkraínumenn halda áfram sókn sinni. Það séu meira eða minna ungir hermenn sem hafi nýlega verið kvaddir í herinn og hafi lítinn áhuga á að berjast. 18. ágúst 2024 15:36 Úkraínumenn halda sókn sinni handan landamæranna áfram Ekkert lát er á sókn Úkraínumanna inn í rússnesk landamærahéruð. Þeir segjast hafa sótt lengra inn í Kúrsk og tekið á annað hundrað hermenn til fanga. Neyðarástandi var lýst yfir í nágrannahéraðinu Belgorod. 14. ágúst 2024 15:37 „Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22 Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49 Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Ungir og óreyndir Rússar á landamærunum Talsmaður úkraínska hersins segir um 100 til 150 rússneska hermenn hneppta í prísund á hverjum degi í Kursk-héraði í Rússlandi, þar sem Úkraínumenn halda áfram sókn sinni. Það séu meira eða minna ungir hermenn sem hafi nýlega verið kvaddir í herinn og hafi lítinn áhuga á að berjast. 18. ágúst 2024 15:36
Úkraínumenn halda sókn sinni handan landamæranna áfram Ekkert lát er á sókn Úkraínumanna inn í rússnesk landamærahéruð. Þeir segjast hafa sótt lengra inn í Kúrsk og tekið á annað hundrað hermenn til fanga. Neyðarástandi var lýst yfir í nágrannahéraðinu Belgorod. 14. ágúst 2024 15:37
„Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22
Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49
Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28