Þingmaðurinn lygni játar sekt sína Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 00:00 Santos játaði sekt sína í 23 ákæruliðum fyrir alríkisdóm í dag, þeirra á meðal auðkennisþjófnaði og fjárdrætti. Getty/Michael M. Santiago George Santos var sviptur sæti sínu í fulltrúardeild Bandaríkjaþings þegar upp komst um umfangsmiklar lygar og fjármálamisferli og á hann nú yfir höfði sér fangelsisvist. Hinn 36 ára George Santos var fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins en í dag játaði hann fyrir alríkisdóm að hafa stundað fjárdrátt, villað sér heimildir og stórfelld fjársvik af ýmsum toga. Fé úr kosningasjóði í lúxusfatnað og klám Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir ríkissaksóknara í New York-ríki að George Santos hafi að því er virðist sagt sannleikann í fyrsta sinn frá því hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. „Með því að játa hefur herra Santos gengist við því að hafa ítrekað svikið alríkis- og fylkisstjórnir ásamt eigin fjölskyldu, stuðningsfólk og kjósendur. Blygðunarlaus og óskammfeilinn framgangur hans hefur verið upplýstur og hann verður látinn svara til saka fyrir hann,“ er haft eftir Breon Peace ríkissaksóknara. Santos var í fyrra ákærður í fjölda liða fyrir að hafa dregið sér fé úr eigin kosningasjóðum til að nýta í lúxusfatnað, ferðalög og klámsíður, svo nokkuð sé nefnt. Honum var í kjölfarið vikið af þingi en hann er aðeins þriðji þingmaðurinn til að hljóta slíkan dóm í hálfa aðra öld. Staðráðinn í að læra af reynslunni Mikið fór fyrir Santos á meðan stutt dvöl hans á Bandaríkjaþing varði. Hann varð meðal annars uppvís um að ljúga um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og meintan starfsferil hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann hafði þá einnig logið um að hann ætti að baki glæstan feril í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti. Honum var vikið af þingi í annarri tilraun en hann stóð af sér þá fyrstu. Tvo þriðju þingmanna þarf til að þingmanni sé vísað af þingi. Hann varð þá sjötti þingmaður Bandaríkjasögu til að ljúka þingsetu á þennan síður en álitlegan hátt. Former Congressman George Santos, “I failed you”Just now outside court ====> pic.twitter.com/fzOIRi4toj— Scott MacFarlane (@MacFarlaneNews) August 19, 2024 „Ég átta mig á því að með athæfi mínu hafi ég svikið stuðningsmenn mína og kjósendur. Ég er staðráðinn í að bæta upp fyrir þetta og læra af þessari reynslu,“ sagði Santos þegar hann ávarpaði blaðamenn tárvotur fyrir utan dómsalinn. Mál George Santos Bandaríkin Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira
Hinn 36 ára George Santos var fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins en í dag játaði hann fyrir alríkisdóm að hafa stundað fjárdrátt, villað sér heimildir og stórfelld fjársvik af ýmsum toga. Fé úr kosningasjóði í lúxusfatnað og klám Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir ríkissaksóknara í New York-ríki að George Santos hafi að því er virðist sagt sannleikann í fyrsta sinn frá því hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. „Með því að játa hefur herra Santos gengist við því að hafa ítrekað svikið alríkis- og fylkisstjórnir ásamt eigin fjölskyldu, stuðningsfólk og kjósendur. Blygðunarlaus og óskammfeilinn framgangur hans hefur verið upplýstur og hann verður látinn svara til saka fyrir hann,“ er haft eftir Breon Peace ríkissaksóknara. Santos var í fyrra ákærður í fjölda liða fyrir að hafa dregið sér fé úr eigin kosningasjóðum til að nýta í lúxusfatnað, ferðalög og klámsíður, svo nokkuð sé nefnt. Honum var í kjölfarið vikið af þingi en hann er aðeins þriðji þingmaðurinn til að hljóta slíkan dóm í hálfa aðra öld. Staðráðinn í að læra af reynslunni Mikið fór fyrir Santos á meðan stutt dvöl hans á Bandaríkjaþing varði. Hann varð meðal annars uppvís um að ljúga um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og meintan starfsferil hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann hafði þá einnig logið um að hann ætti að baki glæstan feril í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti. Honum var vikið af þingi í annarri tilraun en hann stóð af sér þá fyrstu. Tvo þriðju þingmanna þarf til að þingmanni sé vísað af þingi. Hann varð þá sjötti þingmaður Bandaríkjasögu til að ljúka þingsetu á þennan síður en álitlegan hátt. Former Congressman George Santos, “I failed you”Just now outside court ====> pic.twitter.com/fzOIRi4toj— Scott MacFarlane (@MacFarlaneNews) August 19, 2024 „Ég átta mig á því að með athæfi mínu hafi ég svikið stuðningsmenn mína og kjósendur. Ég er staðráðinn í að bæta upp fyrir þetta og læra af þessari reynslu,“ sagði Santos þegar hann ávarpaði blaðamenn tárvotur fyrir utan dómsalinn.
Mál George Santos Bandaríkin Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira