Framhaldsskólanemar fagna gjaldfrjálsum námsgögnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 12:27 Forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema segir að framkvæmdastjórnin taki hugmynd menntamálaráðherra fagnandi. Hann hyggst leggja fram ný heildarlög um námsgögn á fyrstu dögum þingsins. Aðsend Forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema fagnar fyrirætlunum barna- og menntamálaráðherra um að gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema sem eru undir átján ára. Hún hefur ekki áhyggjur af því að nemendur fari illa með námsgögnin verði þau gjaldfrjáls en það sé mikilvægt að skólayfirvöld séu skýr með það sem þau ætlist til af nemendum. Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, tilkynnti í gær heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna en í lagafrumvarpinu er boðað að námsgögn í leik-, grunn- og framhaldsskólum skuli verða gjaldfrjáls að átján ára aldri en hingað til hefur ekki verið gert ráð fyrir framlögum hins opinbera til námsgagna í framhaldsskólum. Lagt er til að innleiðing verði áfangaskipt til nokkurra ára og að fyrst í stað verði lögð áhersla á kjarnagreinará borð við íslensku og stærðfræði. Embla María Möller Atladóttir er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema. „Okkur í stjórninni líst ótrúlega vel um það. Við höfum verið að tala aðeins um það eftir að þessi frétt kom út að ráðherra ákvað að gera þetta og við að sjálfsögðu sjáum bara enga kvilla við þessa hugmynd hjá honum.“ Hún segir ljóst að ekki allir hafi efni á framhaldsskólanámi og öllu sem því fylgir. Gjaldfrjáls námsgögn muni koma framhaldskólanemum vel sem alla jafna hafi ekki mikið á milli handanna. „Sérstaklega eftir styttingu framhaldsskólans, þá hefur verið þjappað saman námi og þá er mjög erfitt fyrir hinn hefðbundna framhaldsskólanema að geta tekið þátt í félagslífinu, að geta sinnt náminu sómasamlega og líka vinna kannski eitt, tvö, þrjú kvöld í viku bara til að geta farið og fengið sér ís með vinum sínum eða eitthvað álíka.“ Embla er ósammála háskólaráðherra sem sagði í Morgunblaðspistli á dögunum hætta væri á því að tilfinningin fyrir því að passa vel upp á námsgögn hyrfi þegar þau væru gjaldfrjáls. Embla segir að mikilvægt sé að skólayfirvöld segi skýrt til hvers þau ætlist af nemendum sem séu að stíga sín fyrstu skref inn í fullorðinsár og liður í því sé að öðlast og axla meiri ábyrgð. „Svo eru skiptibókamarkaðir innan skólans fyrir alla framhaldsskóla og ég hef persónulega séð bækur þar sem eru ótrúlega illa farnar þannig að þetta er ekki mál um hvort bækurnar séu gjaldfrjálsar eða ekki, það eru bara sumir sem fara verr með dótið sitt heldur en aðrir,“ segir forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Skóla- og menntamál Bókaútgáfa Framhaldsskólar Tengdar fréttir Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06 Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12 Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, tilkynnti í gær heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna en í lagafrumvarpinu er boðað að námsgögn í leik-, grunn- og framhaldsskólum skuli verða gjaldfrjáls að átján ára aldri en hingað til hefur ekki verið gert ráð fyrir framlögum hins opinbera til námsgagna í framhaldsskólum. Lagt er til að innleiðing verði áfangaskipt til nokkurra ára og að fyrst í stað verði lögð áhersla á kjarnagreinará borð við íslensku og stærðfræði. Embla María Möller Atladóttir er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema. „Okkur í stjórninni líst ótrúlega vel um það. Við höfum verið að tala aðeins um það eftir að þessi frétt kom út að ráðherra ákvað að gera þetta og við að sjálfsögðu sjáum bara enga kvilla við þessa hugmynd hjá honum.“ Hún segir ljóst að ekki allir hafi efni á framhaldsskólanámi og öllu sem því fylgir. Gjaldfrjáls námsgögn muni koma framhaldskólanemum vel sem alla jafna hafi ekki mikið á milli handanna. „Sérstaklega eftir styttingu framhaldsskólans, þá hefur verið þjappað saman námi og þá er mjög erfitt fyrir hinn hefðbundna framhaldsskólanema að geta tekið þátt í félagslífinu, að geta sinnt náminu sómasamlega og líka vinna kannski eitt, tvö, þrjú kvöld í viku bara til að geta farið og fengið sér ís með vinum sínum eða eitthvað álíka.“ Embla er ósammála háskólaráðherra sem sagði í Morgunblaðspistli á dögunum hætta væri á því að tilfinningin fyrir því að passa vel upp á námsgögn hyrfi þegar þau væru gjaldfrjáls. Embla segir að mikilvægt sé að skólayfirvöld segi skýrt til hvers þau ætlist af nemendum sem séu að stíga sín fyrstu skref inn í fullorðinsár og liður í því sé að öðlast og axla meiri ábyrgð. „Svo eru skiptibókamarkaðir innan skólans fyrir alla framhaldsskóla og ég hef persónulega séð bækur þar sem eru ótrúlega illa farnar þannig að þetta er ekki mál um hvort bækurnar séu gjaldfrjálsar eða ekki, það eru bara sumir sem fara verr með dótið sitt heldur en aðrir,“ segir forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skóla- og menntamál Bókaútgáfa Framhaldsskólar Tengdar fréttir Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06 Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12 Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06
Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12
Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08