Banna trúfélög sem tengjast rússnesku kirkjunni Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2024 12:31 Hellaklustrið í Kænugarði, einn helgasti staður rétttrúaðra í Úkraínu. AP/Efrem Lukatsky Úkraínska þingið samþykkt að banna starfsemi trúfélag sem hafa tengsl við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna eða styðja innrás Rússa í Úkraínu. Lögin eru talin sett til höfuðs úkraínskum rétttrúnaðarsöfnuði sem hefur verið tengdur rússnesku kirkjunni. Lögin heimila yfirvöldum að rannsaka trúfélög sem þau grunar um að brjóta þau. Starfsemi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sérstaklega er bönnuð með lögunum. Hún er kölluð hugmyndafræðileg framlenging rússneskra stjórnvalda og samsek í stríðsglæpum innrásarliðsins. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan og Kírill patríarki hennar hafa lýst innrásinni sem „heilögu stríði“ og að Rússar verji heiminn fyrir „glóbalisma“ og Vesturlöndum sem hafi orðið „satanisma“ að bráð. Mikill meirihluti Úkraínumanna er í rétttrúaður en tvær rétttrúnaðarkirkjur eru í landinu, annars vegar úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni og hins vegar rétttrúnaðarkirkju Úkraínu. Tengsl fyrrnefnda trúfélagsins við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna ná aldir aftur í fortíðina en þremur mánuðum eftir innrás Rússa lýstu forsvarsmenn hennar yfir að hún væri óháð Moskvu og hliðholl Úkraínu í stríðinu. Klerkar handteknir og ákærðir fyrir stríðsglæpi Úkraínsk stjórnvöld hafa þrátt fyrir það sakað úkraínsku rétttrúnaðarkirkjuna um að vera undirgefin þeirri rússnesku. AP-fréttastofan segir að margir Úkraínumenn tali enn um hana sem patríarkaumdæmi Moskvu eins og tíðkaðist áður. Fleiri en hundrað klerkar úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar hafa verið handteknir og sakaðir um stríðsglæpi frá því að innrásin hófst. Meirihluti þeirra hefur þegar verið ákærður eða sakfelldur. Á sumum hefur verið skipt fyrir úkraínska stríðsfanga. Öryggisstofnun Úkraínu segir að rússnesk vegabréf, rúblur og áróðursrit hafi fundist við húsleit í húsakynnum kirkjunnar. Lögmaður kirkjunnar sakar stjórnvöld aftur á móti um gróf brot á trúfrelsi. Hann segir að kirkjan ætli með máli fyrir dómstóla og alla leið til Sameinuðu þjóðanna ef þurfa þykir. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Sjá meira
Lögin heimila yfirvöldum að rannsaka trúfélög sem þau grunar um að brjóta þau. Starfsemi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sérstaklega er bönnuð með lögunum. Hún er kölluð hugmyndafræðileg framlenging rússneskra stjórnvalda og samsek í stríðsglæpum innrásarliðsins. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan og Kírill patríarki hennar hafa lýst innrásinni sem „heilögu stríði“ og að Rússar verji heiminn fyrir „glóbalisma“ og Vesturlöndum sem hafi orðið „satanisma“ að bráð. Mikill meirihluti Úkraínumanna er í rétttrúaður en tvær rétttrúnaðarkirkjur eru í landinu, annars vegar úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni og hins vegar rétttrúnaðarkirkju Úkraínu. Tengsl fyrrnefnda trúfélagsins við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna ná aldir aftur í fortíðina en þremur mánuðum eftir innrás Rússa lýstu forsvarsmenn hennar yfir að hún væri óháð Moskvu og hliðholl Úkraínu í stríðinu. Klerkar handteknir og ákærðir fyrir stríðsglæpi Úkraínsk stjórnvöld hafa þrátt fyrir það sakað úkraínsku rétttrúnaðarkirkjuna um að vera undirgefin þeirri rússnesku. AP-fréttastofan segir að margir Úkraínumenn tali enn um hana sem patríarkaumdæmi Moskvu eins og tíðkaðist áður. Fleiri en hundrað klerkar úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar hafa verið handteknir og sakaðir um stríðsglæpi frá því að innrásin hófst. Meirihluti þeirra hefur þegar verið ákærður eða sakfelldur. Á sumum hefur verið skipt fyrir úkraínska stríðsfanga. Öryggisstofnun Úkraínu segir að rússnesk vegabréf, rúblur og áróðursrit hafi fundist við húsleit í húsakynnum kirkjunnar. Lögmaður kirkjunnar sakar stjórnvöld aftur á móti um gróf brot á trúfrelsi. Hann segir að kirkjan ætli með máli fyrir dómstóla og alla leið til Sameinuðu þjóðanna ef þurfa þykir.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Sjá meira