Skaftárhlaup í hægum vexti og íbúar varaðir við hættu Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2024 12:35 Óvissa ríkir um þróun hlaupsins. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/Arnar Skaftárhlaup er í vexti en hefur ekki áhrif á helstu vegi á svæðinu að svo stöddu. Töluverð óvissa er um áframhald hlaupsins og mögulega stærð þess. Að sögn Veðurstofunnar hélt rennsli í Skaftá við Sveinstind áfram að vaxa fram eftir gærkvöldi og hefur verið í hægum vexti það sem af er degi. Mælist það nú tæplega 180 rúmmetrar á sekúndu. Það er sagt sambærilegt við mikið sumarrennsli en í lægri kantinum miðað við hámarksrennsli síðustu Skaftárhlaupa. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að rennsli í Eldvatni sem er nærri þjóðvegi eitt sé einnig farið að vaxa jafnt og þétt en hlaupið enn ekki haft áhrif á veginn. Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals og sömuleiðis jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Kortið sýnir staðsetningu vatnshæðamæla Veðurstofunnar og rennslisleið hlaupvatns frá Skaftárkötlum.Veðurstofa Íslands Mögulegt að hlaupið vari í allt að tvær vikur Um þrjú ár eru frá síðasta hlaupi úr Vestari-Skaftárkatli sem er sagður óvenju langur tími milli hlaupa. Því er talið líklegt að þetta hlaup eigi upptök sín þar en það hefur ekki fengist staðfest. Að sögn Veðurstofunnar hafa sum fyrri hlaup úr Vestari-Skaftárkatlinum ekki náð miklu hámarksrennsli en varið lengi eða í eina til tvær vikur. Mögulegt sé að slíkt hlaup sé í gangi núna en það sagt enn of snemmt að fullyrða til um það. Veðurstofan segir mikilvægt að íbúar og aðrir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um mögulega hættu á því að Skaftá flæði yfir vegi sem liggi nærri árbökkum, brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu sem geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi og sprungur geti myndast mjög hratt í kringum ketilinn. Því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið. Hlaup í Skaftá Náttúruhamfarir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. 21. ágúst 2024 10:15 Hlaupið sækir hægt í sig veðrið Hlaup í Skaftá sem hófst í gær er enn á hægri uppleið. 21. ágúst 2024 08:25 Skaftárhlaup líklega að hefjast Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. 20. ágúst 2024 21:16 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Að sögn Veðurstofunnar hélt rennsli í Skaftá við Sveinstind áfram að vaxa fram eftir gærkvöldi og hefur verið í hægum vexti það sem af er degi. Mælist það nú tæplega 180 rúmmetrar á sekúndu. Það er sagt sambærilegt við mikið sumarrennsli en í lægri kantinum miðað við hámarksrennsli síðustu Skaftárhlaupa. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að rennsli í Eldvatni sem er nærri þjóðvegi eitt sé einnig farið að vaxa jafnt og þétt en hlaupið enn ekki haft áhrif á veginn. Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals og sömuleiðis jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Kortið sýnir staðsetningu vatnshæðamæla Veðurstofunnar og rennslisleið hlaupvatns frá Skaftárkötlum.Veðurstofa Íslands Mögulegt að hlaupið vari í allt að tvær vikur Um þrjú ár eru frá síðasta hlaupi úr Vestari-Skaftárkatli sem er sagður óvenju langur tími milli hlaupa. Því er talið líklegt að þetta hlaup eigi upptök sín þar en það hefur ekki fengist staðfest. Að sögn Veðurstofunnar hafa sum fyrri hlaup úr Vestari-Skaftárkatlinum ekki náð miklu hámarksrennsli en varið lengi eða í eina til tvær vikur. Mögulegt sé að slíkt hlaup sé í gangi núna en það sagt enn of snemmt að fullyrða til um það. Veðurstofan segir mikilvægt að íbúar og aðrir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um mögulega hættu á því að Skaftá flæði yfir vegi sem liggi nærri árbökkum, brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu sem geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi og sprungur geti myndast mjög hratt í kringum ketilinn. Því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið.
Hlaup í Skaftá Náttúruhamfarir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. 21. ágúst 2024 10:15 Hlaupið sækir hægt í sig veðrið Hlaup í Skaftá sem hófst í gær er enn á hægri uppleið. 21. ágúst 2024 08:25 Skaftárhlaup líklega að hefjast Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. 20. ágúst 2024 21:16 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. 21. ágúst 2024 10:15
Hlaupið sækir hægt í sig veðrið Hlaup í Skaftá sem hófst í gær er enn á hægri uppleið. 21. ágúst 2024 08:25
Skaftárhlaup líklega að hefjast Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. 20. ágúst 2024 21:16