Hefur trú á að verðbólgumarkmið náist Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2024 20:46 Anna Hrefna Ingimundardóttir kveðst bjartsýn. Stöð 2 Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnnulífsins segist vera bjartsýn á að markmiðum um minnkun verðbólgunnar verði náð og að ekki þurfi að endurskoða kjarasamninga sem undirritaðir voru í vor. Í dag kynnti peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25 prósentum. Þeir hafa ekki lækkað í heilt ár. Í rökstuðningi segir að verðbólga hafi aukist lítillega eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn mikil og verðhækkanir á breiðum grunni ásamt því að verðbólguvæntingar hafi lítið breyst og haldist yfir settu marki. Húsnæðisliðurinn íburðamikill Anna Hrefna Ingimundardóttir segir fjölmargar skýringar búa því að baki að verðbólgan hafi ekki gengið hraðar niður. Erfitt sé að festa fingur á það en að húsnæðisliðurinn sé þó helsti orsakavaldurinn. Samtök atvinnulífsins og Alþýðubandalag Íslands gaf frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem samtökin hvöttu Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir væru íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og drægju úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Við erum ekki að segja að Seðlabankinn sé ekki framsýnn. Við erum að leggja áherslu á að rétt eins og það væri varhugavert fyrir Seðlabankann að lækka vexti of snemma þá gæti líka verið slæmt að gera það of seint. Raunvaxtastig er mjög hátt eins og margir hafa bent á og það má svo sem deila um það hvert hæfilegt raunvaxtastig er við þessar aðstæður. Raunvextir eru í 4,2 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan 2009 og það er spáð að hagvöxtur í ár verði hálft prósent,“ segir Anna. Fullan skilning á klemmu Seðlabankans Aðspurð segir Anna tilganginn með yfirlýsingunni ekki hafa verið að hvetja til neinnar sérstakrar ákvörðunar varðandi stýrivexti og að í henni sé engin gagnrýni á að vextir hafi ekki verið lækkaðir hingað til. „Okkur er umhugað um að það sé jafnvægi og stöðugleiki í hagkerfinu og við höfum fullkomnan skilning á þeirri klemmu sem Seðlabankinn er í og því lögbundna markmiði sem hann er bundinn af. Í þessu felst í sjálfu sér ekki gagnrýni á það að vextir hafi ekki verið lækkaðir miðað við það sem nefndin sagði á seinasta fundi og það sem hefur svo raungerst, þeas, að verðbólga hefur ekki minnkað og verðbólguvæntingar hafa ekki lækkað. Þá var viðbúið að vextir yrðu óbreyttir enda voru langflestir greiningaraðilar að spá því,“ segir Anna. Hefur þú trú á að markmiðum um verðbólgu verði náð? „Að sjálfsögðu hef ég trú á því. Ég kýs að vera bjartsýn,“ segir hún að lokum. Seðlabankinn Húsnæðismál Kjaramál ASÍ Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Í dag kynnti peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25 prósentum. Þeir hafa ekki lækkað í heilt ár. Í rökstuðningi segir að verðbólga hafi aukist lítillega eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn mikil og verðhækkanir á breiðum grunni ásamt því að verðbólguvæntingar hafi lítið breyst og haldist yfir settu marki. Húsnæðisliðurinn íburðamikill Anna Hrefna Ingimundardóttir segir fjölmargar skýringar búa því að baki að verðbólgan hafi ekki gengið hraðar niður. Erfitt sé að festa fingur á það en að húsnæðisliðurinn sé þó helsti orsakavaldurinn. Samtök atvinnulífsins og Alþýðubandalag Íslands gaf frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem samtökin hvöttu Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir væru íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og drægju úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Við erum ekki að segja að Seðlabankinn sé ekki framsýnn. Við erum að leggja áherslu á að rétt eins og það væri varhugavert fyrir Seðlabankann að lækka vexti of snemma þá gæti líka verið slæmt að gera það of seint. Raunvaxtastig er mjög hátt eins og margir hafa bent á og það má svo sem deila um það hvert hæfilegt raunvaxtastig er við þessar aðstæður. Raunvextir eru í 4,2 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan 2009 og það er spáð að hagvöxtur í ár verði hálft prósent,“ segir Anna. Fullan skilning á klemmu Seðlabankans Aðspurð segir Anna tilganginn með yfirlýsingunni ekki hafa verið að hvetja til neinnar sérstakrar ákvörðunar varðandi stýrivexti og að í henni sé engin gagnrýni á að vextir hafi ekki verið lækkaðir hingað til. „Okkur er umhugað um að það sé jafnvægi og stöðugleiki í hagkerfinu og við höfum fullkomnan skilning á þeirri klemmu sem Seðlabankinn er í og því lögbundna markmiði sem hann er bundinn af. Í þessu felst í sjálfu sér ekki gagnrýni á það að vextir hafi ekki verið lækkaðir miðað við það sem nefndin sagði á seinasta fundi og það sem hefur svo raungerst, þeas, að verðbólga hefur ekki minnkað og verðbólguvæntingar hafa ekki lækkað. Þá var viðbúið að vextir yrðu óbreyttir enda voru langflestir greiningaraðilar að spá því,“ segir Anna. Hefur þú trú á að markmiðum um verðbólgu verði náð? „Að sjálfsögðu hef ég trú á því. Ég kýs að vera bjartsýn,“ segir hún að lokum.
Seðlabankinn Húsnæðismál Kjaramál ASÍ Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira