45 ára á næsta ári en spilar áfram með Val: „Heppinn að vera með skrokk sem heldur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. ágúst 2024 08:00 Alexander verður 45 ára á næsta ári. Vísir/sigurjón Handboltamaðurinn Alexander Petersson hefur ákveðið að spila með Valsmönnum í Olís-deild karla í vetur. Hann verður 45 ára á næsta ári. Alexander verður langelsti leikmaður efstu deildar á næsta tímabili. Hann lagði fyrsta skóna á hilluna árið 2022 sem atvinnumaður í Þýskalandi. Ári seinna, eða í fyrra, ákvað hann síðan að taka fram skóna á nýjan leik og lék hann með Valsmönnum síðasta vetur. „Þetta bara gengur vel og mér líður vel og þetta er enn þá gaman. Mig langar bara að halda þessu áfram og sjá til hvað gerist,“ segir Alexander í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segist alltaf hafa hugsað vel um líkamann allan sinn feril. „Mataræði, agi og svefn skiptir miklu máli. En svo er ég heppinn að hafa skrokk sem heldur svona lengi.“ Valur náði þeim merka áfanga að verða Evrópubikarmeistarar í vor en náðu ekki að landa Íslandsmeistaratitlinum. Sennilega hans síðasta tímabil „Þetta var magnað tímabil hjá okkur. Við unnum bikarinn og Evrópubikar og það er alltaf erfitt að hætta á toppnum, manni langar alltaf í meira. Ég held samt að þetta verði mitt síðasta tímabil en maður veit samt aldrei.“ Hann gerir ráð fyrir því að hlutverk hans innan Valsliðsins breytist aðeins á næsta tímabili og mun hann líklega mestmegnis standa í vörninni. „Ég er að spá í því að spila eiginlega ekkert í sókninni og meira að hjálpa strákunum að smíða saman vörn og líma þetta saman.“ Alexander hefur aldrei orðið Íslandsmeistari eftir gríðarlega farsælan feril. „Mig langar það mjög mikið en það verður erfitt með úrslitakeppni og allt inni í þessu. En allt er hægt og við erum að reyna setja saman gott lið. Það eru að koma inn margir nýir leikmenn og þetta verður ekki einfalt en allt er mögulegt.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Alexander. Olís-deild karla Valur Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Alexander verður langelsti leikmaður efstu deildar á næsta tímabili. Hann lagði fyrsta skóna á hilluna árið 2022 sem atvinnumaður í Þýskalandi. Ári seinna, eða í fyrra, ákvað hann síðan að taka fram skóna á nýjan leik og lék hann með Valsmönnum síðasta vetur. „Þetta bara gengur vel og mér líður vel og þetta er enn þá gaman. Mig langar bara að halda þessu áfram og sjá til hvað gerist,“ segir Alexander í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segist alltaf hafa hugsað vel um líkamann allan sinn feril. „Mataræði, agi og svefn skiptir miklu máli. En svo er ég heppinn að hafa skrokk sem heldur svona lengi.“ Valur náði þeim merka áfanga að verða Evrópubikarmeistarar í vor en náðu ekki að landa Íslandsmeistaratitlinum. Sennilega hans síðasta tímabil „Þetta var magnað tímabil hjá okkur. Við unnum bikarinn og Evrópubikar og það er alltaf erfitt að hætta á toppnum, manni langar alltaf í meira. Ég held samt að þetta verði mitt síðasta tímabil en maður veit samt aldrei.“ Hann gerir ráð fyrir því að hlutverk hans innan Valsliðsins breytist aðeins á næsta tímabili og mun hann líklega mestmegnis standa í vörninni. „Ég er að spá í því að spila eiginlega ekkert í sókninni og meira að hjálpa strákunum að smíða saman vörn og líma þetta saman.“ Alexander hefur aldrei orðið Íslandsmeistari eftir gríðarlega farsælan feril. „Mig langar það mjög mikið en það verður erfitt með úrslitakeppni og allt inni í þessu. En allt er hægt og við erum að reyna setja saman gott lið. Það eru að koma inn margir nýir leikmenn og þetta verður ekki einfalt en allt er mögulegt.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Alexander.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira