Sá grunaði tengist hjónunum ekki fjölskylduböndum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 22. ágúst 2024 18:28 Frá Norðfirði í dag. Vísir/Hjalti Yfirlögregluþjónn segir manninn sem handtekinn var í dag í Reykjavík ekki tengjast hjónunum sem fundust látin í Neskaupsstað fjölskylduböndum. Aðeins einn liggur undir grun og eru sterkar vísbendingar um að hann tengist málinu. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir tengsl mannsins við hjónin eitt af því sem sé til rannsóknar en að hann sé ekki tengdur þeim nánum fjölskylduböndum. Í tilkynningu frá lögreglunni nú í kvöld kom fram að hjónin hafi verið á áttræðisaldri. „Við fáum tilkynningu rétt um klukkan hálf eitt í dag og í kjölfarið berast ábendingar um hver kunni að hafa verið að verki,“ segir Kristján og að það hafi alveg frá upphafi verið ljóst að um alvarlegan atburð hafði verið að ræða. Klippa: Vettvangsrannsókn í fullum gangi „Það hefst leit í beinu framhaldi og viðkomandi finnst á höfuðborgarsvæðinu um klukkan tvö og er handtekinn og er núna í vörslu lögreglu og biður skýrslutöku og mögulega kröfu um gæsluvarðhald.“ Kristján segir lögreglu hafa fengið tilkynningar frá íbúum sem voru farnir að undra sig á íbúunum sem bjuggu í húsinu. Hann segir að rannsókn muni leiða það í ljós hvenær atburðurinn hafi átt sér stað. Hann segir til skoðunar hvort maðurinn hafi tekið bíl hjónanna og það, eins og annað, sé til rannsóknar. Hann segist ekki geta tjáð sig um ástand mannsins þegar hann var handtekinn. „Það er einstaklingur grunaður í þessu máli og hann er í haldi lögreglu þannig við teljum svo ekki vera,“ segir Kristján spurður hvort íbúar þurfi að óttast eitthvað í framhaldi af þessu atviki. Hann segir lögreglu vera með mynd af því sem gerðist en vettvangsrannsókn sé enn í gangi. Tæknideild lögreglunnar og réttarmeinafræðingur séu á vettvangi. Þá eigi enn eftir að tala við þann grunaða. Enn sé því margt ekki vitað með vissu en lögreglan telji sig með nokkuð skýra mynd af málinu og hverjir komi að því. Hann segir að tæknirannsókn muni leiða í ljós hvort að skotvopni hafi verið beitt. „Það er aðeins óljóst enn þá.“ Í tilkynningu lögreglu segir að við eftirgrennslan og handtöku þess grunaða hafi lögreglan á Austurlandi notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Suðurlandi og Suðurnesjum auk sérsveitar ríkislögreglustjóra og þyrlusveitar Landhelgisgæslu. Aðstoð var og veitt í kjölfar atburðar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir tengsl mannsins við hjónin eitt af því sem sé til rannsóknar en að hann sé ekki tengdur þeim nánum fjölskylduböndum. Í tilkynningu frá lögreglunni nú í kvöld kom fram að hjónin hafi verið á áttræðisaldri. „Við fáum tilkynningu rétt um klukkan hálf eitt í dag og í kjölfarið berast ábendingar um hver kunni að hafa verið að verki,“ segir Kristján og að það hafi alveg frá upphafi verið ljóst að um alvarlegan atburð hafði verið að ræða. Klippa: Vettvangsrannsókn í fullum gangi „Það hefst leit í beinu framhaldi og viðkomandi finnst á höfuðborgarsvæðinu um klukkan tvö og er handtekinn og er núna í vörslu lögreglu og biður skýrslutöku og mögulega kröfu um gæsluvarðhald.“ Kristján segir lögreglu hafa fengið tilkynningar frá íbúum sem voru farnir að undra sig á íbúunum sem bjuggu í húsinu. Hann segir að rannsókn muni leiða það í ljós hvenær atburðurinn hafi átt sér stað. Hann segir til skoðunar hvort maðurinn hafi tekið bíl hjónanna og það, eins og annað, sé til rannsóknar. Hann segist ekki geta tjáð sig um ástand mannsins þegar hann var handtekinn. „Það er einstaklingur grunaður í þessu máli og hann er í haldi lögreglu þannig við teljum svo ekki vera,“ segir Kristján spurður hvort íbúar þurfi að óttast eitthvað í framhaldi af þessu atviki. Hann segir lögreglu vera með mynd af því sem gerðist en vettvangsrannsókn sé enn í gangi. Tæknideild lögreglunnar og réttarmeinafræðingur séu á vettvangi. Þá eigi enn eftir að tala við þann grunaða. Enn sé því margt ekki vitað með vissu en lögreglan telji sig með nokkuð skýra mynd af málinu og hverjir komi að því. Hann segir að tæknirannsókn muni leiða í ljós hvort að skotvopni hafi verið beitt. „Það er aðeins óljóst enn þá.“ Í tilkynningu lögreglu segir að við eftirgrennslan og handtöku þess grunaða hafi lögreglan á Austurlandi notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Suðurlandi og Suðurnesjum auk sérsveitar ríkislögreglustjóra og þyrlusveitar Landhelgisgæslu. Aðstoð var og veitt í kjölfar atburðar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira