„Þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. ágúst 2024 06:31 KR hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum síðan að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók einn við stjórnartaumunum. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var afar svekktur eftir 3-2 tap gegn HK í Kórnum en með því dróst KR fyrir fulla alvöru niður í fallbaráttu Bestu deildarinnar. „Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar svo náðu HK-ingar yfirhöndinni og augnablikið var með þeim síðan skoruðum við annað mark undir lok fyrri hálfleiks. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og við fengum kjaftshögg og mér fannst við aldrei standa upp eftir það. Við urðum litlir í okkur og hættum,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Mér leið ágætlega í hálfleik en við vorum meðvitaðir um að HK myndi stíga upp á okkur. En svo er það þannig að þegar að þú ert í þessari stöðu að það er ekki búið að ganga vel þá þarf ekki mikið til að slá þig út af laginu og það var raunin í kvöld.“ Aðspurður út í hvort þetta væri saga sumarsins hjá KR að vera tveimur mörkum yfir og tapa leiknum var Óskar ekki viss. „Þetta hefur komið fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að vinna í því að vera sterkari þegar það blæs á móti það er alveg ljóst. Auðvitað er liðið í þeirri stöðu að þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki. Það er það sem telur að láta ekki berja sig niður og verða lítill. “ Þriðja mark KR-inga var dæmt af og Óskar var ekki viss hvort markið hefði átt að standa eða ekki. „Ég veit það ekki, ég sá það ekki. Einhverjir segja að það hafi ekki verið brot en ég hef ekki lagt það í vana minn að hnýta í dómarann og kvarta yfir þeim. Ég treysti á að Sigurður Hjörtur hafi dæmt þetta rétt og bekkurinn hjá HK virtist vera með það á hreinu að þetta hefði verið brot en ég sá það ekki nógu vel.“ KR hefur tapað gegn Vestra og HK í síðustu tveimur leikjum. Er þetta meira krefjandi verkefni en Óskar Hrafn átti von á? „Ég vissi að þetta yrði krefjandi verkefni og það eru öll verkefni krefjandi. Við þurfum að vera duglegri og við þurfum að bretta upp ermarnar og nálgast þetta að mikilli alvöru það er alveg ljóst,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deild karla KR HK Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum Sjá meira
„Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar svo náðu HK-ingar yfirhöndinni og augnablikið var með þeim síðan skoruðum við annað mark undir lok fyrri hálfleiks. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og við fengum kjaftshögg og mér fannst við aldrei standa upp eftir það. Við urðum litlir í okkur og hættum,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Mér leið ágætlega í hálfleik en við vorum meðvitaðir um að HK myndi stíga upp á okkur. En svo er það þannig að þegar að þú ert í þessari stöðu að það er ekki búið að ganga vel þá þarf ekki mikið til að slá þig út af laginu og það var raunin í kvöld.“ Aðspurður út í hvort þetta væri saga sumarsins hjá KR að vera tveimur mörkum yfir og tapa leiknum var Óskar ekki viss. „Þetta hefur komið fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að vinna í því að vera sterkari þegar það blæs á móti það er alveg ljóst. Auðvitað er liðið í þeirri stöðu að þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki. Það er það sem telur að láta ekki berja sig niður og verða lítill. “ Þriðja mark KR-inga var dæmt af og Óskar var ekki viss hvort markið hefði átt að standa eða ekki. „Ég veit það ekki, ég sá það ekki. Einhverjir segja að það hafi ekki verið brot en ég hef ekki lagt það í vana minn að hnýta í dómarann og kvarta yfir þeim. Ég treysti á að Sigurður Hjörtur hafi dæmt þetta rétt og bekkurinn hjá HK virtist vera með það á hreinu að þetta hefði verið brot en ég sá það ekki nógu vel.“ KR hefur tapað gegn Vestra og HK í síðustu tveimur leikjum. Er þetta meira krefjandi verkefni en Óskar Hrafn átti von á? „Ég vissi að þetta yrði krefjandi verkefni og það eru öll verkefni krefjandi. Við þurfum að vera duglegri og við þurfum að bretta upp ermarnar og nálgast þetta að mikilli alvöru það er alveg ljóst,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Besta deild karla KR HK Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum Sjá meira