Uppgjörið: Valur - Vestri 3-1 | Valsmenn kreistu út sigur gegn tíu Vestfirðingum Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. ágúst 2024 15:31 Gestirnir þurftu að leika manni færri stærstan hluta leiksins. Vísir/Anton Brink Þrátt fyrir að vera manni fleiri stærstan hluta leiksins þurftu Valsmenn að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Vestra í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Valur hefur einungis náð í fjögur stig í síðustu fimm leikjum á meðan Vestri eru ósigraðir í síðustu þremur leikjum. Þrátt fyrir þetta voru liði á sitthvorum enda töflunnar, Vestri í fallbaráttu og Valur í nálægð við toppbaráttuna. Það dróg heldur betur til tíðinda eftir sex mínútna leik þegar varnarmaður Vestra, Gustav Kjeldsen fékk rautt spjald er hann braut á sóknarmanni Vals sem var að sleppa einn innfyrir. Högg fyrir gestina. Stuttu síðar komust gestirnir hinsvegar yfir þvert gegn gangi leiksins, það var Gunnar Jónas Hauksson sem skoraði í öðrum leik sínum í röð eftir frábæran undirbúning frá Silas Songani. Vestramenn lágu aftarlega eftir markið og Valsmenn sóttu linnulaust án þess að skapa sér mörg góð færi. Varnarmúr Ísfirðinga féll á 29. mínútu þegar Jónatan Ingi slapp innfyrir vörn Vestra og átti góða sendingu fyrir markið á Tryggva Hrafn sem skoraði í svo gott sem opið markið. Staðan jöfn og þannig var hún í hálfleiknum. Valur stýrði hljómsveit og kór í seinni hálfleik, svo miklir voru yfirburðirnir. Það var á 68. mínútu sem liðið komst verðskuldað yfir með marki Jónatans Inga. Það kom eftir undirbúning Arons Jóhannssonar en Jónatan var aleinn í teignum og kláraði færið vel. Verðskuldað hjá Val. Patrik Pedersen setti síðasta naglann í kistu Vestra er hann skoraði þriðja mark Vals í uppbótartíma eftir góða stoðsendingu Lúkasar Loga. Lokastaðan 3-1, verðskuldaður sigur heimamanna sem halda þar með í toppbaráttuna með sigrinum í dag. Vestri voru stórhættulegir í fyrri hálfleik og virtist leikplanið gangi vel upp. Sóttu hratt þegar færi gáfust og komu sér ítrekað í góða stöðu. Virkilega öflug frammistaða Vestra. Liðið var mjög þétt og hleyptu Völsurum ekki í mörg góð færi. Þeir hinsvegar féllu alltof aftarlega og hreinlega þorðu ekki að halda í boltann í seinni hálfleik. Tapið þýðir að Vestri er í 10 sætinu með jafn mörg stig og HK sem er í fallsæti. Valur voru ósannfærandi í fyrri hálfleik. Það var líkt og það að vera manni fleiri hafi tekið þá dálítið úr takti því liðið komst ekki í mörg dauðafæri og voru sóknaraðgerðirnar stundum tilviljanakenndar. Það var hinsvegar allt annað uppá teningnum í seinni hálfleik. Valsmenn voru ákveðnari í sínum aðgerðum og höfðu öll völd á leiknum. Þeir voru þéttari og bara miklu betri, ef þeim tekst að byggja á þessum hálfleik eru þeir líklegri en áður. Valsarar komast fimm stigum frá Blikum sem eru í öðru sæti og er sigur dagsins í raun lífsnauðsynlegur fyrir Val uppá baráttuna um toppsætin. Atvik leiksins Rauða spjaldið eftir sex mínútur hafði á endanum þau áhrif að Vestri áttu ekki orku til að verjast á 10 mönnum allan leikinn. Rauða spjaldið fékk Gustav Kjeldsen eftir að hann tekur Albin Skoglund niður er sá síðarnefndi er að sleppa einn innfyrir vörnina. Gríðarlegt högg fyrir ísfirðinga sem ætluðu sér að ná í góð úrslit í dag eftir gott gengi uppá síðkastið. Stjörnur og skúrkar Jónatan Ingi Jónsson var algjörlega magnaður í dag. Hann skoraði eitt og lagði upp fyrra mark Vals. Einstaklingsgæði hans einfaldlega unnu þennan leik þar sem hann var sá eini sem komst í gegnum varnarmúr Vestra framan af leik. Patreik Pedersen var einnig alltaf hættulegur og Tryggvi kom sér í góðar stöður. Sigurður Egill Lárusson leit hinsvegar mjög illa út í marki Vestra og átti ekki góðan leik. Hjá Vestra var Gunnar Jónas frábær líkt og í síðustu leikjum. Óþreyttandi á miðjunni og skoraði gott mark. Gestirnir geta hinsvegar þakkað William Eskilinen fyrir að ekki fór verr í dag þar sem hann var frábær. Hann bætir þar aðeins upp fyrir fyrri leik þessara liða á Ísafirði þar sem hann gaf tvö mörk. Dómarinn Helgi Mikael átti annasaman dag í dag. Hann var búinn að lyfta rauðu spjaldi eftir sex mínútna leik. Dómurinn var harður en líklega réttur samkvæmt hörðustu reglumönnum. Auk þess vildu báðir þjálfarar fá annað rautt spjald í fyrri hálfleik og það var rangstöðulykt af jöfnunarmarki Vals. Leikurinn var mjög harður og mikið af groddalegum tæklingum. Dómaratríóið hafði einfaldlega ekki nægilega mikla stjórn á leiknum og var línan of hörð. Stemning og umgjörð Það hafa oft verið fleiri á N1 vellinum en í dag. Það má þó hrósa Ísfirðingum sem mættu ansi vel miðað við fjarlægð og ferðalag. Umgjörð Vals var auðvitað til fyrirmyndar líkt og áður. Stemmningin var hinsvegar ekki mikil og ekki mikið um söngva eða stuðning úr stúkunni. Besta deild karla Vestri Valur
Þrátt fyrir að vera manni fleiri stærstan hluta leiksins þurftu Valsmenn að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Vestra í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Valur hefur einungis náð í fjögur stig í síðustu fimm leikjum á meðan Vestri eru ósigraðir í síðustu þremur leikjum. Þrátt fyrir þetta voru liði á sitthvorum enda töflunnar, Vestri í fallbaráttu og Valur í nálægð við toppbaráttuna. Það dróg heldur betur til tíðinda eftir sex mínútna leik þegar varnarmaður Vestra, Gustav Kjeldsen fékk rautt spjald er hann braut á sóknarmanni Vals sem var að sleppa einn innfyrir. Högg fyrir gestina. Stuttu síðar komust gestirnir hinsvegar yfir þvert gegn gangi leiksins, það var Gunnar Jónas Hauksson sem skoraði í öðrum leik sínum í röð eftir frábæran undirbúning frá Silas Songani. Vestramenn lágu aftarlega eftir markið og Valsmenn sóttu linnulaust án þess að skapa sér mörg góð færi. Varnarmúr Ísfirðinga féll á 29. mínútu þegar Jónatan Ingi slapp innfyrir vörn Vestra og átti góða sendingu fyrir markið á Tryggva Hrafn sem skoraði í svo gott sem opið markið. Staðan jöfn og þannig var hún í hálfleiknum. Valur stýrði hljómsveit og kór í seinni hálfleik, svo miklir voru yfirburðirnir. Það var á 68. mínútu sem liðið komst verðskuldað yfir með marki Jónatans Inga. Það kom eftir undirbúning Arons Jóhannssonar en Jónatan var aleinn í teignum og kláraði færið vel. Verðskuldað hjá Val. Patrik Pedersen setti síðasta naglann í kistu Vestra er hann skoraði þriðja mark Vals í uppbótartíma eftir góða stoðsendingu Lúkasar Loga. Lokastaðan 3-1, verðskuldaður sigur heimamanna sem halda þar með í toppbaráttuna með sigrinum í dag. Vestri voru stórhættulegir í fyrri hálfleik og virtist leikplanið gangi vel upp. Sóttu hratt þegar færi gáfust og komu sér ítrekað í góða stöðu. Virkilega öflug frammistaða Vestra. Liðið var mjög þétt og hleyptu Völsurum ekki í mörg góð færi. Þeir hinsvegar féllu alltof aftarlega og hreinlega þorðu ekki að halda í boltann í seinni hálfleik. Tapið þýðir að Vestri er í 10 sætinu með jafn mörg stig og HK sem er í fallsæti. Valur voru ósannfærandi í fyrri hálfleik. Það var líkt og það að vera manni fleiri hafi tekið þá dálítið úr takti því liðið komst ekki í mörg dauðafæri og voru sóknaraðgerðirnar stundum tilviljanakenndar. Það var hinsvegar allt annað uppá teningnum í seinni hálfleik. Valsmenn voru ákveðnari í sínum aðgerðum og höfðu öll völd á leiknum. Þeir voru þéttari og bara miklu betri, ef þeim tekst að byggja á þessum hálfleik eru þeir líklegri en áður. Valsarar komast fimm stigum frá Blikum sem eru í öðru sæti og er sigur dagsins í raun lífsnauðsynlegur fyrir Val uppá baráttuna um toppsætin. Atvik leiksins Rauða spjaldið eftir sex mínútur hafði á endanum þau áhrif að Vestri áttu ekki orku til að verjast á 10 mönnum allan leikinn. Rauða spjaldið fékk Gustav Kjeldsen eftir að hann tekur Albin Skoglund niður er sá síðarnefndi er að sleppa einn innfyrir vörnina. Gríðarlegt högg fyrir ísfirðinga sem ætluðu sér að ná í góð úrslit í dag eftir gott gengi uppá síðkastið. Stjörnur og skúrkar Jónatan Ingi Jónsson var algjörlega magnaður í dag. Hann skoraði eitt og lagði upp fyrra mark Vals. Einstaklingsgæði hans einfaldlega unnu þennan leik þar sem hann var sá eini sem komst í gegnum varnarmúr Vestra framan af leik. Patreik Pedersen var einnig alltaf hættulegur og Tryggvi kom sér í góðar stöður. Sigurður Egill Lárusson leit hinsvegar mjög illa út í marki Vestra og átti ekki góðan leik. Hjá Vestra var Gunnar Jónas frábær líkt og í síðustu leikjum. Óþreyttandi á miðjunni og skoraði gott mark. Gestirnir geta hinsvegar þakkað William Eskilinen fyrir að ekki fór verr í dag þar sem hann var frábær. Hann bætir þar aðeins upp fyrir fyrri leik þessara liða á Ísafirði þar sem hann gaf tvö mörk. Dómarinn Helgi Mikael átti annasaman dag í dag. Hann var búinn að lyfta rauðu spjaldi eftir sex mínútna leik. Dómurinn var harður en líklega réttur samkvæmt hörðustu reglumönnum. Auk þess vildu báðir þjálfarar fá annað rautt spjald í fyrri hálfleik og það var rangstöðulykt af jöfnunarmarki Vals. Leikurinn var mjög harður og mikið af groddalegum tæklingum. Dómaratríóið hafði einfaldlega ekki nægilega mikla stjórn á leiknum og var línan of hörð. Stemning og umgjörð Það hafa oft verið fleiri á N1 vellinum en í dag. Það má þó hrósa Ísfirðingum sem mættu ansi vel miðað við fjarlægð og ferðalag. Umgjörð Vals var auðvitað til fyrirmyndar líkt og áður. Stemmningin var hinsvegar ekki mikil og ekki mikið um söngva eða stuðning úr stúkunni.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti