Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. ágúst 2024 11:44 Fjöldi barna dvaldi í skálum FÍ í Emstrum en hafa nú verið flutt með björgunarsveitum vegna veikinda. vísir/vilhelm Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. „Núna er bara verið að leita bara upprunans. Það liggur í raun ekkert fyrir, en það er ósennilegt að það sé í vatnslindum á svæðinu,“ segir Stefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála og fasteigna hjá Ferðafélagi Íslands. „Tiltölulega nýlega var vatnssýnataka sem sýnir að það er bara mjög hreint og gott vatn. Veikindin sýna þau einkenni líka, að það er eitthvað annars konar sem er að breiðast út þarna.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa einkenni hinna veiku meðal annars lýst sér í uppköstum og niðurgangi. Stefán Jökull Jakobsson.vísir/vilhelm Eftitlitið á kafi Greint var frá smitinu í morgun. Þá var ljóst að hátt í fimmtíu skólabörn, ásamt starfsólki, hefði veikst. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að ferja hópinn frá skálum Ferðafélagsins í Emstrubotnum. Þegar hópurinn kom að Hvolsvelli héldu áfram að berast tilkynningar um veikindi á neðanverðum Laugarveginum, meðal annars í Básum og í Þórsmörk. Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir í samtali við fréttastofu fram séu komnar vísbendingar um hvers konar veikindi sé að ræða, en hún vildi ekki tjá sig að svo stöddu. „En ég vil ekki setja einhverjar getgátur út í loftið,“ segir Sigrún. „Við erum bara á kafi í aðgerðum,“ segir Sigrún. Stýrihópur fundar þessa stundina um málið. Skálum ekki lokað Stefán Jökull segir að Ferðafélagið vinni sömuleiðis hörðum höndum að þrifum og sóttvörnum á svæðinu. „Eðlileg viðbrögð við svona flensum. Það er verið að bæta í þrifin og sérstaklega farið yfir sameiginlega fleti. Salerni og þess háttar, tvisvar þrisvar á dag á meðan við finnum út úr upprunanum.“ Verður skálunum lokað? „Nei þeim verður ekki lokað.“ Er það skynsamlegt, í ljósi aðstæðna? „Algjörlega, það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé tengt skálunum eða tengt vatnsneyslu.“ Björgunarsveitir Heilbrigðiseftirlit Rangárþing ytra Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
„Núna er bara verið að leita bara upprunans. Það liggur í raun ekkert fyrir, en það er ósennilegt að það sé í vatnslindum á svæðinu,“ segir Stefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála og fasteigna hjá Ferðafélagi Íslands. „Tiltölulega nýlega var vatnssýnataka sem sýnir að það er bara mjög hreint og gott vatn. Veikindin sýna þau einkenni líka, að það er eitthvað annars konar sem er að breiðast út þarna.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa einkenni hinna veiku meðal annars lýst sér í uppköstum og niðurgangi. Stefán Jökull Jakobsson.vísir/vilhelm Eftitlitið á kafi Greint var frá smitinu í morgun. Þá var ljóst að hátt í fimmtíu skólabörn, ásamt starfsólki, hefði veikst. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að ferja hópinn frá skálum Ferðafélagsins í Emstrubotnum. Þegar hópurinn kom að Hvolsvelli héldu áfram að berast tilkynningar um veikindi á neðanverðum Laugarveginum, meðal annars í Básum og í Þórsmörk. Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir í samtali við fréttastofu fram séu komnar vísbendingar um hvers konar veikindi sé að ræða, en hún vildi ekki tjá sig að svo stöddu. „En ég vil ekki setja einhverjar getgátur út í loftið,“ segir Sigrún. „Við erum bara á kafi í aðgerðum,“ segir Sigrún. Stýrihópur fundar þessa stundina um málið. Skálum ekki lokað Stefán Jökull segir að Ferðafélagið vinni sömuleiðis hörðum höndum að þrifum og sóttvörnum á svæðinu. „Eðlileg viðbrögð við svona flensum. Það er verið að bæta í þrifin og sérstaklega farið yfir sameiginlega fleti. Salerni og þess háttar, tvisvar þrisvar á dag á meðan við finnum út úr upprunanum.“ Verður skálunum lokað? „Nei þeim verður ekki lokað.“ Er það skynsamlegt, í ljósi aðstæðna? „Algjörlega, það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé tengt skálunum eða tengt vatnsneyslu.“
Björgunarsveitir Heilbrigðiseftirlit Rangárþing ytra Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira