Norris sá fyrsti til að vinna Verstappen í hollensku tímatökunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2024 17:32 Lando Norris ræsir fremstur í hollenska kappakstrinum á morgun. Heimsmeistarinn Max Verstappen verður þó ekki langt undan á sinni heimabraut. Kym Illman/Getty Images Lando Norris, ökumaður McLaren, verður á ráspól þegar hollenski kappaksturinn fer af stað á morgun. Norris átti besta tímann í þriðja og síðasta hluta tímatökunnar í dag þegar hann kom í mark á tímanum 1:09,673, en hann var 0,356 sekúndum hraðari en heimsmeistarinn Max Verstappen sem mun því ræsa annar. Frá því að hollenski kappaksturinn snéri aftur í Formúlu 1 árið 2021 hefur Verstappen alltaf ræst fremstur á sinni heimabraut, þar til nú. Norris er því sá fyrsti til að hafa betur gegn Hollendingnum í tímatökunum á Zandvoort. Lando Norris hails "amazing" run to Zandvoort pole but expects home hero Max Verstappen to "put up a good fight" on race day#F1 #DutchGP https://t.co/GoPEVY16YA— Formula 1 (@F1) August 24, 2024 Oscar Piastri, liðsfélagi Norris hjá McLaren, kom í mark á þriðja besta tímanum og George Russell á Mercedes mun ræsa fjórði. Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton lenti hins vegar í brasi og féll úr leik í öðrum hluta tímatökunnar. Hann mun því ræsa tólfti í hollenska kappakstrinum á morgun. Norris and Verstappen on the front row, Sainz and Hamilton on the charge 🍿Here's the starting line-up for the 2024 Dutch Grand Prix 👀 #F1 #DutchGP pic.twitter.com/kV3GG7eJ4M— Formula 1 (@F1) August 24, 2024 Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Norris átti besta tímann í þriðja og síðasta hluta tímatökunnar í dag þegar hann kom í mark á tímanum 1:09,673, en hann var 0,356 sekúndum hraðari en heimsmeistarinn Max Verstappen sem mun því ræsa annar. Frá því að hollenski kappaksturinn snéri aftur í Formúlu 1 árið 2021 hefur Verstappen alltaf ræst fremstur á sinni heimabraut, þar til nú. Norris er því sá fyrsti til að hafa betur gegn Hollendingnum í tímatökunum á Zandvoort. Lando Norris hails "amazing" run to Zandvoort pole but expects home hero Max Verstappen to "put up a good fight" on race day#F1 #DutchGP https://t.co/GoPEVY16YA— Formula 1 (@F1) August 24, 2024 Oscar Piastri, liðsfélagi Norris hjá McLaren, kom í mark á þriðja besta tímanum og George Russell á Mercedes mun ræsa fjórði. Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton lenti hins vegar í brasi og féll úr leik í öðrum hluta tímatökunnar. Hann mun því ræsa tólfti í hollenska kappakstrinum á morgun. Norris and Verstappen on the front row, Sainz and Hamilton on the charge 🍿Here's the starting line-up for the 2024 Dutch Grand Prix 👀 #F1 #DutchGP pic.twitter.com/kV3GG7eJ4M— Formula 1 (@F1) August 24, 2024
Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti