„Jú þetta eru ágætis skilaboð“ Sverrir Mar Smárason skrifar 25. ágúst 2024 20:04 Höskuldur Gunnlaugsson í baráttunni við Johannes Björn Vall Vísir/Anton Brink Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmark liðsins úr vítaspyrnu á lokamínútu uppbótartíma í 1-2 sigri gegn ÍA á Akranesi í dag. Með sigrinum komu Blikar sér upp fyrir Víkinga í 1. sæti Bestu deildarinnar. „Það var ekki mikið. Ég reyndi bara að tæma hausinn enda mjög stressandi augnablik og stórt. Ég var bara að reyna að halda köldum haus og leyfa innsæinu að taka yfir. Svo bara mikið spennufall þegar það var flautað af og sætur sigur. Torsóttur og erfiður,“ sagði fyrirliðinn aðspurður hvað hafi farið í gegnum hausinn á honum fyrir vítið. Breiðablik lenti 1-0 undir eftir rúmar klukkutíma leik og höfðu fyrir það lítið ógnað að marki ÍA. En við það að lenda undir virtust gestirnir eflast og náðu að snúa sigrinum til sín. „Fyrri hálfleikur var járn í járn. Þeir byrja hrikalega sterkt. Tvö lið á góðri siglingu, þeir með blússandi sjálfstraust eins og við. Þeir eru líkamlegir, með mikinn anda og hlaupagetu eins og við. Ég held þetta hafi bara verið áhugaverður leikir á að horfa og erfiður leikur að spila fyrir bæði lið. Eftir að við fáum markið á okkur sem var alveg verðskuldað þar sem augnablikið var þeirra megin þá fannst mér við ranka við okkur og fórum að vera beinskeyttari. Það skilaði sér. Við tökum alveg yfir leikinn og skorum verðskuldað jöfnunarmark. Við höldum svo áfram að reyna og skiptingarnar sem við gerum sýna að við vildum sækja sigur. Það kom að lokum.“ Breiðablik klifrar upp á topp deildarinnar með sigri kvöldsins með þriggja stiga forskot á Víking. Víkingar eiga þó leik til góða. „Jú þetta eru ágætis skilaboð. Við ætlum að reyna að halda áfram þessu góða skriði sem við erum á og vitum að við gefumst aldrei upp. Þetta er góð leið að brennimerkja það inn í vitundina okkar að við erum öflugir alveg þar til flautað er af. "Late late winner" í dag, það gefur okkur mikið í framhaldinu,“ sagði Höskuldur að lokum. Besta deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. 25. ágúst 2024 19:40 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
„Það var ekki mikið. Ég reyndi bara að tæma hausinn enda mjög stressandi augnablik og stórt. Ég var bara að reyna að halda köldum haus og leyfa innsæinu að taka yfir. Svo bara mikið spennufall þegar það var flautað af og sætur sigur. Torsóttur og erfiður,“ sagði fyrirliðinn aðspurður hvað hafi farið í gegnum hausinn á honum fyrir vítið. Breiðablik lenti 1-0 undir eftir rúmar klukkutíma leik og höfðu fyrir það lítið ógnað að marki ÍA. En við það að lenda undir virtust gestirnir eflast og náðu að snúa sigrinum til sín. „Fyrri hálfleikur var járn í járn. Þeir byrja hrikalega sterkt. Tvö lið á góðri siglingu, þeir með blússandi sjálfstraust eins og við. Þeir eru líkamlegir, með mikinn anda og hlaupagetu eins og við. Ég held þetta hafi bara verið áhugaverður leikir á að horfa og erfiður leikur að spila fyrir bæði lið. Eftir að við fáum markið á okkur sem var alveg verðskuldað þar sem augnablikið var þeirra megin þá fannst mér við ranka við okkur og fórum að vera beinskeyttari. Það skilaði sér. Við tökum alveg yfir leikinn og skorum verðskuldað jöfnunarmark. Við höldum svo áfram að reyna og skiptingarnar sem við gerum sýna að við vildum sækja sigur. Það kom að lokum.“ Breiðablik klifrar upp á topp deildarinnar með sigri kvöldsins með þriggja stiga forskot á Víking. Víkingar eiga þó leik til góða. „Jú þetta eru ágætis skilaboð. Við ætlum að reyna að halda áfram þessu góða skriði sem við erum á og vitum að við gefumst aldrei upp. Þetta er góð leið að brennimerkja það inn í vitundina okkar að við erum öflugir alveg þar til flautað er af. "Late late winner" í dag, það gefur okkur mikið í framhaldinu,“ sagði Höskuldur að lokum.
Besta deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. 25. ágúst 2024 19:40 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. 25. ágúst 2024 19:40