„Greinilegt að aldurinn hefur engin áhrif á mig“ Andri Már Eggertsson skrifar 25. ágúst 2024 22:37 Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink FH komst aftur á sigurbraut eftir 2-3 útisigur gegn Fylki þar sem FH lenti tvisvar undir. Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, var ánægður með sigurinn. „Við gerðum okkur erfitt fyrir í þessum leik. Við fengum síðan þrjú eða fjögur góð færi en náðum ekki að skora. Í seinni hálfleik var maður farinn að halda að þetta yrði ekki dagurinn okkar en við náðum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og það var ljúft að vinna þetta,“ sagði Björn Daníel í viðtali beint eftir leik. Að mati Björns átti hann að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann tók boltann á bringuna og féll niður í teignum í kjölfarið. „Ég ætlaði að taka boltann á bringuna og þá var keyrt aftan í mig og ég hélt að ég væri að fá víti en heyrði ekkert flaut. Ég ætla ekki að fara út í ástæðurnar fyrir því sem ég fékk af hverju ég hafi ekki fengið víti en mér fannst þetta víti í augnablikinu.“ Björn Daníel lagði upp sigurmarkið á Arnór Borg Guðjohnsen sem gladdi hann mikið þar sem þeir hafa unnið saman í allt sumar. „Ég og Arnór erum búnir að vinna saman í allt sumar. Það var gott að sjá að það er komin tenging á milli okkar á fótboltavellinum líka. Ég er ánægður fyrir hann að hafa skorað því hann hefur unnið hart að því skora og þetta datt fyrir hann í kvöld. Það er mikilvægt að fá sem flesta í að skora því við þurfum að fá mörk úr öllum áttum.“ Aðspurður út í það hvort þetta væri hans besta tímabil frá því hann kom heim úr atvinnumennskunni tók hann undir það. „Já ég hugsa það. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra og mér fannst ég eiga nokkuð gott tímabil árið 2022 þrátt fyrir að við vorum ekki frábærir sem lið. Ég held að þetta sé besta tímabilið mitt frá því ég kom heim og það er greinilegt að aldurinn hefur engin áhrif á mig.“ Björn Daníel hefur skorað átta mörk í deildinni en það mesta sem hann hefur skorað í deildinni eru níu mörk en mun hann toppa það? „Ég veit það ekki. Boltinn hefur dottið fyrir mig upp á síðkastið og ég er ágætlega hættulegur í teignum og ég ætla að reyna að komast yfir níu mörk. Ég ætla ekki að fara gefa út nein markmið, ég er ekki með nein markmið ég mæti bara í leikina og ætla að reyna að skora,“ sagði Björn Daníel léttur að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Sjá meira
„Við gerðum okkur erfitt fyrir í þessum leik. Við fengum síðan þrjú eða fjögur góð færi en náðum ekki að skora. Í seinni hálfleik var maður farinn að halda að þetta yrði ekki dagurinn okkar en við náðum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og það var ljúft að vinna þetta,“ sagði Björn Daníel í viðtali beint eftir leik. Að mati Björns átti hann að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann tók boltann á bringuna og féll niður í teignum í kjölfarið. „Ég ætlaði að taka boltann á bringuna og þá var keyrt aftan í mig og ég hélt að ég væri að fá víti en heyrði ekkert flaut. Ég ætla ekki að fara út í ástæðurnar fyrir því sem ég fékk af hverju ég hafi ekki fengið víti en mér fannst þetta víti í augnablikinu.“ Björn Daníel lagði upp sigurmarkið á Arnór Borg Guðjohnsen sem gladdi hann mikið þar sem þeir hafa unnið saman í allt sumar. „Ég og Arnór erum búnir að vinna saman í allt sumar. Það var gott að sjá að það er komin tenging á milli okkar á fótboltavellinum líka. Ég er ánægður fyrir hann að hafa skorað því hann hefur unnið hart að því skora og þetta datt fyrir hann í kvöld. Það er mikilvægt að fá sem flesta í að skora því við þurfum að fá mörk úr öllum áttum.“ Aðspurður út í það hvort þetta væri hans besta tímabil frá því hann kom heim úr atvinnumennskunni tók hann undir það. „Já ég hugsa það. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra og mér fannst ég eiga nokkuð gott tímabil árið 2022 þrátt fyrir að við vorum ekki frábærir sem lið. Ég held að þetta sé besta tímabilið mitt frá því ég kom heim og það er greinilegt að aldurinn hefur engin áhrif á mig.“ Björn Daníel hefur skorað átta mörk í deildinni en það mesta sem hann hefur skorað í deildinni eru níu mörk en mun hann toppa það? „Ég veit það ekki. Boltinn hefur dottið fyrir mig upp á síðkastið og ég er ágætlega hættulegur í teignum og ég ætla að reyna að komast yfir níu mörk. Ég ætla ekki að fara gefa út nein markmið, ég er ekki með nein markmið ég mæti bara í leikina og ætla að reyna að skora,“ sagði Björn Daníel léttur að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Sjá meira