Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2024 11:00 Fólk leitar skjóls í neðanjarðarlestakerfinu í Kænugarði. Getty/Global Images Ukraine/Yan Dobronosov Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. Þá segir Shmyhal að orkuinnviðir hafi verið meðal skotmarka og að unnið sé að því að koma jafnvægi á kerfið. German Galushchenko, orkumálaráðherra Úkraínu, segir ástandið krefjandi og á samfélagsmiðlum sakaði hann Rússa um að vera staðráðna í því að taka rafmagnið af Úkraínu. Árásin samanstóð af eldflaugum og drónum en á meðan íbúar víða leituðu skjóls í loftvarnarbyrgjum notuðu ráðamenn tækifærið til að biðla til Vesturlanda um aukna aðstoð. Currently, across the country, efforts are underway to eliminate the consequences of the Russian strike. This was one of the largest attacks – a combined strike, involving over a hundred missiles of various types and around a hundred “Shaheds.” Like most Russian strikes before,… pic.twitter.com/0qNTGR98rR— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 26, 2024 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði á X/Twitter að um hefði verið að ræða eina umfangsmestu loftárás Rússa hingað til og sagði lífsbjörg ef bandamenn kæmu til aðstoðar. Það væri tímabært að Bandaríkin, Bretar, Frakkar og aðrir hjálpuðu Úkraínumönnum til að stöðva Rússa. „Það má ekki takmarka möguleika Úkraínu til langdrægra árása á meðan hryðjuverkamennirnir sæta engum slíkum takmörkunum,“ sagði hann meðal annars en vopnasendingar annarra ríkja hafa löngum verið háðar því skilyrði að vopnin verði ekki notuð til að gera árásir á Rússland. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, tók í sama streng og kallaði einnig eftir því að nágrannaríki Úkraínu tækju þátt í því að skjóta niður rússneskar flaugar. This morning, Russia launched a massive missile and drone strike on 15 Ukrainian regions, primarily targeting critical civilian infrastructure and our energy system. There have been civilian deaths and injuries, as well as damage to energy facilities. Russia continues to wage a…— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) August 26, 2024 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Þá segir Shmyhal að orkuinnviðir hafi verið meðal skotmarka og að unnið sé að því að koma jafnvægi á kerfið. German Galushchenko, orkumálaráðherra Úkraínu, segir ástandið krefjandi og á samfélagsmiðlum sakaði hann Rússa um að vera staðráðna í því að taka rafmagnið af Úkraínu. Árásin samanstóð af eldflaugum og drónum en á meðan íbúar víða leituðu skjóls í loftvarnarbyrgjum notuðu ráðamenn tækifærið til að biðla til Vesturlanda um aukna aðstoð. Currently, across the country, efforts are underway to eliminate the consequences of the Russian strike. This was one of the largest attacks – a combined strike, involving over a hundred missiles of various types and around a hundred “Shaheds.” Like most Russian strikes before,… pic.twitter.com/0qNTGR98rR— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 26, 2024 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði á X/Twitter að um hefði verið að ræða eina umfangsmestu loftárás Rússa hingað til og sagði lífsbjörg ef bandamenn kæmu til aðstoðar. Það væri tímabært að Bandaríkin, Bretar, Frakkar og aðrir hjálpuðu Úkraínumönnum til að stöðva Rússa. „Það má ekki takmarka möguleika Úkraínu til langdrægra árása á meðan hryðjuverkamennirnir sæta engum slíkum takmörkunum,“ sagði hann meðal annars en vopnasendingar annarra ríkja hafa löngum verið háðar því skilyrði að vopnin verði ekki notuð til að gera árásir á Rússland. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, tók í sama streng og kallaði einnig eftir því að nágrannaríki Úkraínu tækju þátt í því að skjóta niður rússneskar flaugar. This morning, Russia launched a massive missile and drone strike on 15 Ukrainian regions, primarily targeting critical civilian infrastructure and our energy system. There have been civilian deaths and injuries, as well as damage to energy facilities. Russia continues to wage a…— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) August 26, 2024
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira