Fótbolti

Hjörtur færir sig um set á Ítalíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hjörtur í landsleik gegn Portúgal.
Hjörtur í landsleik gegn Portúgal. EPA-EFE/RODRIGO ANTUNES

Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson hefur skipt um lið á Ítalíu. Hann hefur samið við Carrarese sem spilar í B-deildinni þar á landi.

Hinn 29 ára gamli Hjörtur hefur spilað undanfarin þrjú ár með Pisa en hefur verið að reyna komast frá félaginu í sumar þar sem tækifærin hafa verið af skornum skammti. Hann hefur nú samið við Carrarese sem er nýliði í Serie B.

Hjörtur er uppalinn hjá Fylki í Árbænum en fór ungur að árum til PSV í Hollandi. Síðan þá hefur hann spilað með Gautaborg í Svíþjóð og Bröndby í Danmörku.

Við undirskrift sagði Hjörtur að hann hefði samið við Carrarese þrátt fyrir áhuga frá öðrum liðum. Hann vonast til að hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum og getur ekki beðið eftir að hefjast handa.

Hann skrifar undir eins árs samning við liðið sem er án sitga eftir tvær umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×