Juventus vann aftur öruggan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2024 20:53 Dušan Vlahović skoraði tvö í kvöld. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA Thiago Motta gæti vart hafa byrjað betur sem þjálfari Juventus. Eftir tvo leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er liðið með tvo sigra og markatöluna 6-0. Juventus fékk draumabyrjun á tímabilinu þegar liðið vann þægilegan sigur á nýliðum Como. Mótherji kvöldsins var öllu erfiðari en lið Hellas Verona er sýnd veiði en ekki gefin. Það er að segja fyrir leik kvöldsins en hann endaði á að vera leikur kattarins að músinni. Á rétt rúmum tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik gerði Juventus svo gott sem út um leikinn. Dušan Vlahović kom gestunum yfir með snöggu skoti úr miðju vítateignum eftir undirbúning Kenan Yıldız. Markvörður Verona, Lorenzo Montipo, kom engum vörnum við og staðan 1-0 gestunum í vil. The gaffer is impressed 👍 #VeronaJuve 0-1 pic.twitter.com/FiJjxbmvqc— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024 Ekki löngu síðar var staðan orðin 2-0 Juventus í vil. Að þessu sinni var það Nicola Savona sem skoraði með góðum skalla eftir fyrirgjöf Samuel Mbangula. Gestirnir þar af leiðandi í toppmálum þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. The quick stride of Samuel Mbangula ⚡#VeronaJuve pic.twitter.com/xYObWbKZkm— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024 Snemma í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu sem Vlahović þrumaði í netið og staðan orðin 3-0 Juventus í vil. Reyndust það lokatölur leiksins og lærisveinar Motta setjast því á topp Serie A með fullt hús eftir tvær umferðir. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira
Juventus fékk draumabyrjun á tímabilinu þegar liðið vann þægilegan sigur á nýliðum Como. Mótherji kvöldsins var öllu erfiðari en lið Hellas Verona er sýnd veiði en ekki gefin. Það er að segja fyrir leik kvöldsins en hann endaði á að vera leikur kattarins að músinni. Á rétt rúmum tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik gerði Juventus svo gott sem út um leikinn. Dušan Vlahović kom gestunum yfir með snöggu skoti úr miðju vítateignum eftir undirbúning Kenan Yıldız. Markvörður Verona, Lorenzo Montipo, kom engum vörnum við og staðan 1-0 gestunum í vil. The gaffer is impressed 👍 #VeronaJuve 0-1 pic.twitter.com/FiJjxbmvqc— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024 Ekki löngu síðar var staðan orðin 2-0 Juventus í vil. Að þessu sinni var það Nicola Savona sem skoraði með góðum skalla eftir fyrirgjöf Samuel Mbangula. Gestirnir þar af leiðandi í toppmálum þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. The quick stride of Samuel Mbangula ⚡#VeronaJuve pic.twitter.com/xYObWbKZkm— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024 Snemma í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu sem Vlahović þrumaði í netið og staðan orðin 3-0 Juventus í vil. Reyndust það lokatölur leiksins og lærisveinar Motta setjast því á topp Serie A með fullt hús eftir tvær umferðir.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira