Gera allt til að vernda Guðrúnu og félaga eftir hótanirnar Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 10:02 Guðrún Arnardóttir er hér að fara að skora sigurmarkið gegn Häcken í gær. Urszula Striner Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir og aðrir leikmenn Rosengård munu nú æfa á bakvið luktar dyr, í kjölfar hótana í garð eins af leikmönnum félagsins. Guðrún var hetja Rosengård í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær þegar hún skoraði eina markið í sigri gegn Häcken. Samkvæmt ákvörðun stjórnenda Rosengård mættu leikmenn Rosengård ekki í viðtöl eftir leikinn, vegna hótananna, og nú hefur æfingasvæðinu verið lokað fyrir ókunnugum. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard) Hótanirnar beindust gegn einum leikmanna Rosengård en ekki hefur komið fram hver það er. Þær voru sendar á eitt af netföngum félagsins, bæði í fyrradag og í gær, áður en leikurinn fór fram. Í annað sinn á árinu sem leikmanni er hótað Þetta er í annað sinn á árinu sem leikmanni Rosengård er hótað því það gerðist einnig í maí, í gegnum Youtube. Håkan Wifvesson, formaður Rosengård, segir að félagið hafi strax haft samband við lögreglu. „Við höfum átt viðræður við lögregluna og svo töluðum við einnig við sænska knattspyrnusambandið og öryggisdeild þess. Við förum eftir þeim verkferlum sem eru til staðar,“ sagði Wifvesson. „Okkur finnst þetta auðvitað mjög sorglegt. Við erum með leikmenn sem eru fyrirmyndir og ætla sér að sýna sitt allra besta í toppslag, en svo er maður með þessar hótanir aftast í höfðinu. Við vonum að rannsókn lögreglu skili árangri,“ sagði Wifvesson við Aftonbladet. Guðrún Arnardóttir fagnar marki sínu gegn Häcken í gær. Hvorki hún né aðrir leikmenn fá að tjá sig við fjölmiðla, vegna hótana í garð eins leikmanna Rosengård.Urszula Striner En hvernig líður leikmanninum, sem hótanirnar beindust gegn? „Það er mismunandi hvernig fólk tekur svona. Þetta snýst ekki bara um þennan leikmann, þetta hefur ólík áhrif á alla leikmennina. Þær fá þann stuðning sem við getum boðið og við munum einnig gæta fyllsta öryggis varðandi æfingar okkar.“ Hótanirnar hafa þó ekki haft áhrif á gengi Rosengård því liðið hefur enn hvorki tapað leik né gert jafntefli á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni, sem sagt unnið alla 16 leiki sína, og er nú með níu stiga forskot á næstu lið auk þess að eiga leik til góða. Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. 26. ágúst 2024 21:45 Guðrún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. 26. ágúst 2024 19:17 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Guðrún var hetja Rosengård í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær þegar hún skoraði eina markið í sigri gegn Häcken. Samkvæmt ákvörðun stjórnenda Rosengård mættu leikmenn Rosengård ekki í viðtöl eftir leikinn, vegna hótananna, og nú hefur æfingasvæðinu verið lokað fyrir ókunnugum. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard) Hótanirnar beindust gegn einum leikmanna Rosengård en ekki hefur komið fram hver það er. Þær voru sendar á eitt af netföngum félagsins, bæði í fyrradag og í gær, áður en leikurinn fór fram. Í annað sinn á árinu sem leikmanni er hótað Þetta er í annað sinn á árinu sem leikmanni Rosengård er hótað því það gerðist einnig í maí, í gegnum Youtube. Håkan Wifvesson, formaður Rosengård, segir að félagið hafi strax haft samband við lögreglu. „Við höfum átt viðræður við lögregluna og svo töluðum við einnig við sænska knattspyrnusambandið og öryggisdeild þess. Við förum eftir þeim verkferlum sem eru til staðar,“ sagði Wifvesson. „Okkur finnst þetta auðvitað mjög sorglegt. Við erum með leikmenn sem eru fyrirmyndir og ætla sér að sýna sitt allra besta í toppslag, en svo er maður með þessar hótanir aftast í höfðinu. Við vonum að rannsókn lögreglu skili árangri,“ sagði Wifvesson við Aftonbladet. Guðrún Arnardóttir fagnar marki sínu gegn Häcken í gær. Hvorki hún né aðrir leikmenn fá að tjá sig við fjölmiðla, vegna hótana í garð eins leikmanna Rosengård.Urszula Striner En hvernig líður leikmanninum, sem hótanirnar beindust gegn? „Það er mismunandi hvernig fólk tekur svona. Þetta snýst ekki bara um þennan leikmann, þetta hefur ólík áhrif á alla leikmennina. Þær fá þann stuðning sem við getum boðið og við munum einnig gæta fyllsta öryggis varðandi æfingar okkar.“ Hótanirnar hafa þó ekki haft áhrif á gengi Rosengård því liðið hefur enn hvorki tapað leik né gert jafntefli á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni, sem sagt unnið alla 16 leiki sína, og er nú með níu stiga forskot á næstu lið auk þess að eiga leik til góða.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. 26. ágúst 2024 21:45 Guðrún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. 26. ágúst 2024 19:17 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. 26. ágúst 2024 21:45
Guðrún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. 26. ágúst 2024 19:17