Veit ekki hvaða félagi hann er samningsbundinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2024 23:00 Townsend hefur spilað alls 291 leik í ensku úrvalsdeildinni en er í dag staddur í Tyrklandi. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT Knattspyrnumaðurinn Andros Townend er í áhugaverðri stöðu þessa dagana. Hann hreinlega veit ekki hvaða félagi hann er samningsbundinn eftir að félaginu sem hann samdi nýverið við var bannað að skrá leikmenn í leikmannahóp sinn. Hinn 33 ára gamli Townsend lék með Luton Town í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Lengi vel virtist sem Townsend ætlaði að taka slaginn með Luton í B-deildinni en á endanum ákvað hann að semja við Antalyaspor í Tyrklandi. Félagið var hins vegar dæmd í félagaskiptabann af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, og má ekki skrá nýja leikmenn í leikmannahóp sinn. Townsend má því æfa með sínu nýja félagi en hann getur ekki spilað leiki og þá má félagið ekki tilkynna hann sem nýjan leikmann þess. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði starfsmaður Antalyaspor að félagið skuldaði tveimur fyrrverandi leikmönnum sínum pening. Þegar sú skuld væri greidd vonaðist félagið til að geta skráð Townsend í leikmannahópinn. „Ég er fastur í Antalyaspor, fæ bara að æfa. Ég veit ekki hver á mig, ég veit ekki hvar samningurinn minn er,“ sagði Townsend sjálfur í viðtali við BBC. Sem stendur er Antalyaspor í félagaskiptabanni til janúar árið 2026. Townsend segir farir sínar ekki sléttar og mörg rauð flögg hafi verið dregin að húni en hann ákvað samt að semja í Tyrklandi. "They can't officially register me, they have a transfer ban" ❌📋🇹🇷 Andros Townsend is stuck in Turkey ahead of his stalled move to Antalyaspor📲 https://t.co/bwOLfi4Imu#BBCFootball pic.twitter.com/tmi45uW28u— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 26, 2024 „Síðustu vikur hafa verið létt bilaðar. Ég fékk símtal þremur dögum áður en tímabilið hófst með Luton fékk ég símtal frá Antalyaspor þar sem mér var sagt að ég hefði 24 klukkustundir til að semja þar sem félagið væri á leið í félagaskiptabann.“ „Ég náði að semja um að vera með Luton í fyrsta leik tímabilsins en það var allt klappað og klárt. Við náðum ekki eindaga, ég er búinn að skrifa undir samninginn en félagið má ekki skrá mig í leikmannahópinn né tilkynna mig sem leikmann félagsins þar sem félagið má ekki fá til sín nýja leikmenn.“ „Í hvert skipti sem ég spyr þá er svarið í þá átt að það sé búið að skrifa undir samning og ég sé þeirra leikmaður en það hefur ekkert verið tilkynnt,“ bætti Townsend við. Things have got a little confusing for Andros Townsend in this transfer window. #BBCFootball #PL pic.twitter.com/DgHdKqMSnB— Match of the Day (@BBCMOTD) August 27, 2024 „Það voru svo mörg rauð flögg að það var ótrúlegt. Samt var eitthvað sem sagði mér að þetta væri rétta skrefið fyrir mig. Búa í Antalya, þessari fallegu borg við sjávarsíðuna. Ég tók þessa ákvörðun, ég vildi koma hingað en í hreinskilni sagt veit ég ekkert hvað er í gangi né hvað mun gerast.“ „Á morgun, á morgun, er það eina sem mér er sagt. Í hvert skipti sem ég spyr hvað er í gangi þá segja mér að hafa ekki áhyggjur. Að ég sé þeirra leikmaður samkvæmt samningi og geti ekki farið neitt. Ég er bara hér,“ sagði ósáttur Townsend að endingu í viðtali við BBC. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Townsend lék með Luton Town í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Lengi vel virtist sem Townsend ætlaði að taka slaginn með Luton í B-deildinni en á endanum ákvað hann að semja við Antalyaspor í Tyrklandi. Félagið var hins vegar dæmd í félagaskiptabann af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, og má ekki skrá nýja leikmenn í leikmannahóp sinn. Townsend má því æfa með sínu nýja félagi en hann getur ekki spilað leiki og þá má félagið ekki tilkynna hann sem nýjan leikmann þess. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði starfsmaður Antalyaspor að félagið skuldaði tveimur fyrrverandi leikmönnum sínum pening. Þegar sú skuld væri greidd vonaðist félagið til að geta skráð Townsend í leikmannahópinn. „Ég er fastur í Antalyaspor, fæ bara að æfa. Ég veit ekki hver á mig, ég veit ekki hvar samningurinn minn er,“ sagði Townsend sjálfur í viðtali við BBC. Sem stendur er Antalyaspor í félagaskiptabanni til janúar árið 2026. Townsend segir farir sínar ekki sléttar og mörg rauð flögg hafi verið dregin að húni en hann ákvað samt að semja í Tyrklandi. "They can't officially register me, they have a transfer ban" ❌📋🇹🇷 Andros Townsend is stuck in Turkey ahead of his stalled move to Antalyaspor📲 https://t.co/bwOLfi4Imu#BBCFootball pic.twitter.com/tmi45uW28u— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 26, 2024 „Síðustu vikur hafa verið létt bilaðar. Ég fékk símtal þremur dögum áður en tímabilið hófst með Luton fékk ég símtal frá Antalyaspor þar sem mér var sagt að ég hefði 24 klukkustundir til að semja þar sem félagið væri á leið í félagaskiptabann.“ „Ég náði að semja um að vera með Luton í fyrsta leik tímabilsins en það var allt klappað og klárt. Við náðum ekki eindaga, ég er búinn að skrifa undir samninginn en félagið má ekki skrá mig í leikmannahópinn né tilkynna mig sem leikmann félagsins þar sem félagið má ekki fá til sín nýja leikmenn.“ „Í hvert skipti sem ég spyr þá er svarið í þá átt að það sé búið að skrifa undir samning og ég sé þeirra leikmaður en það hefur ekkert verið tilkynnt,“ bætti Townsend við. Things have got a little confusing for Andros Townsend in this transfer window. #BBCFootball #PL pic.twitter.com/DgHdKqMSnB— Match of the Day (@BBCMOTD) August 27, 2024 „Það voru svo mörg rauð flögg að það var ótrúlegt. Samt var eitthvað sem sagði mér að þetta væri rétta skrefið fyrir mig. Búa í Antalya, þessari fallegu borg við sjávarsíðuna. Ég tók þessa ákvörðun, ég vildi koma hingað en í hreinskilni sagt veit ég ekkert hvað er í gangi né hvað mun gerast.“ „Á morgun, á morgun, er það eina sem mér er sagt. Í hvert skipti sem ég spyr hvað er í gangi þá segja mér að hafa ekki áhyggjur. Að ég sé þeirra leikmaður samkvæmt samningi og geti ekki farið neitt. Ég er bara hér,“ sagði ósáttur Townsend að endingu í viðtali við BBC.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira