Barcelona óttast að táningurinn hafi slitið krossband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2024 10:31 Sjúkraþjálfarar Barcelona hjálpa hér Marc Bernal af velli í gær en hann er alveg niðurbrotinn. Getty/Denis Doyle Barcelona varð fyrir áfalli í gær þegar ungstirnið Marc Bernal meiddist í leik liðsins á móti Rayo Vallecano í spænsku deildinni. Barcelona vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Dani Olmo í sinum fyrsta leik með félaginu. Slæmu fréttirnar voru auðvitað meiðsli hins sautján ára gamla Bernal sem hefur verið að gera mjög góða hluti á miðju liðsins. Bernal meiddist á hné undir lok leiksins og Hansi Flick þjálfari óttast það versta. Það lítur út fyrir að krossbandið hafi slitnað. 🚨🔵🔴 Barça talent Marc Bernal has torn his ACL during the game vs Rayo Vallecano.He’s expected to be out for several months with formal confirmation on Wednesday.Get well soon, Marc! ❤️🤜🏻🤛🏻 pic.twitter.com/HrgCDZBdjw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2024 „Þetta er sorglegur sigur því Marc Bernal er meiddur og það lítur ekki vel út. Við verðum samt að bíða og sjá hversu alvarleg meiðslin eru. Við unnum sem er gott mál en eftir svona meiðsli er enginn ánægður í klefanum,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Barcelona, eftir leikinn. „Þetta er ekki gott. Hann átti frábæran leik. Sautján ára strákur með svona frammistöðu. Þetta er sárt,“ sagði Flick. Bernal heillaði Flick á undirbúningstímabilinu og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í fyrstu umferðinni. Hann hefur haldið sæti sínu og liðið hefur unnið þrjá fyrstu deildarleiki sína. Bernal er einn af þremur sautján ára strákum í byrjunarliði Barcelona en hinir eru varnarmaðurinn Pau Cubarsí og vængmaðurinn Lamine Yamal. Það er líka farinn að þynnast hópurinn hjá miðjumönnum Barcelona. Frenkie de Jong og Gavi eru meiddir og Ilkay Güngodan fór á dögunum aftur til Manchester City. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Sjá meira
Barcelona vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Dani Olmo í sinum fyrsta leik með félaginu. Slæmu fréttirnar voru auðvitað meiðsli hins sautján ára gamla Bernal sem hefur verið að gera mjög góða hluti á miðju liðsins. Bernal meiddist á hné undir lok leiksins og Hansi Flick þjálfari óttast það versta. Það lítur út fyrir að krossbandið hafi slitnað. 🚨🔵🔴 Barça talent Marc Bernal has torn his ACL during the game vs Rayo Vallecano.He’s expected to be out for several months with formal confirmation on Wednesday.Get well soon, Marc! ❤️🤜🏻🤛🏻 pic.twitter.com/HrgCDZBdjw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2024 „Þetta er sorglegur sigur því Marc Bernal er meiddur og það lítur ekki vel út. Við verðum samt að bíða og sjá hversu alvarleg meiðslin eru. Við unnum sem er gott mál en eftir svona meiðsli er enginn ánægður í klefanum,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Barcelona, eftir leikinn. „Þetta er ekki gott. Hann átti frábæran leik. Sautján ára strákur með svona frammistöðu. Þetta er sárt,“ sagði Flick. Bernal heillaði Flick á undirbúningstímabilinu og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í fyrstu umferðinni. Hann hefur haldið sæti sínu og liðið hefur unnið þrjá fyrstu deildarleiki sína. Bernal er einn af þremur sautján ára strákum í byrjunarliði Barcelona en hinir eru varnarmaðurinn Pau Cubarsí og vængmaðurinn Lamine Yamal. Það er líka farinn að þynnast hópurinn hjá miðjumönnum Barcelona. Frenkie de Jong og Gavi eru meiddir og Ilkay Güngodan fór á dögunum aftur til Manchester City. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Sjá meira