Dregið í nýja Meistaradeild í beinni: Hvaða stórleiki býður tölvan upp á? Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 10:01 Luka Modric og félagar í Real Madrid eru vanir því að handleika bikarinn eftirsótta. Nú þurfa liðin að takast á við nýtt fyrirkomulag og fleiri leiki. Getty/Angel Martinez Nýja útgáfan af Meistaradeild Evrópu í fótbolta er að hefjast og í dag ræðst það hvaða lið mætast í 36 liða deildakeppninni sem búin hefur verið til. Búast má við stórleikjum í hverri leikviku og spennu fram á síðustu stundu. Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16. Keppninni hefur verið gjörbylt og nú spila 36 lið öll í einni deild. Safna þar þremur stigum fyrir hvern sigur og einu stigi fyrir jafntefli. Þau munu ekki mætast öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki – fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli – og snýst drátturinn í dag um það hverjir andstæðingar hvers liðs verða. Þannig gæti Liverpool til dæmis fengið heimaleik við Bayern og liðin myndu þá ekki mætast aftur í Þýskalandi. Aðrir leikir Liverpool gætu svo orðið við allt önnur lið en Bayern mætir. Liðin í efsta styrkleikaflokki mætast Liðunum hefur verið raðað í fjóra styrkleikaflokka en segja má að flokkarnir skipti ekki lengur máli. Að minnsta kosti ekki fyrir liðin sem keppa. Þau dragast nefnilega gegn tveimur liðum úr hverjum flokki, líka sínum eigin. Liðin munu fá einn heimaleik gegn liði úr hverjum flokki, og einn útileik gegn liði úr hverjum flokki. Þetta tryggir mun fleiri innbyrðis leiki stórliða en áður hefur verið, og líklega að minnsta kosti einn stórleik í hverri leikviku. Styrkleikaflokkarnir fjórir. Hvert lið mætir tveimur liðum úr hverjum flokki, öðru á heimavelli og hinu á útivelli, og spilar því samtals átta leiki. Til þess að drátturinn taki ekki marga klukkutíma mun tölva raða niður leikjum fyrir liðin. Fyrst mun fyrrverandi leikmaður draga nafn liðs upp úr skál, en svo mun tölvan með handahófskenndum hætti velja átta mótherja fyrir það lið, og segja til um hvaða leikir verða á heimavelli og hvaða leikir verða á útivelli. Dæmi um niðurstöðuna í dag ESPN hefur sýnt dæmi um það hvernig niðurstaða dráttarins gæti litið út í dag, fyrir sex af stærstu liðunum. Dæmið má sjá hér að neðan. Dæmi um leikjadagskrána sem stórliðin gæetu fengið. Benda má á að dagsetning hvers leiks ræðst ekki fyrr en á laugardaginn.ESPN Helstu skorðurnar fyrir dráttinn eru að lið frá sama landi geta ekki mæst (Liverpool og Arsenal geta til dæmis ekki mæst), og lið geta ekki fengið leiki gegn fleiri en tveimur liðum frá sama landi (ef til dæmis Liverpool dregst gegn Bayern og Leverkusen getur liðið ekki dregist gegn Stuttgart líka). Það kemur svo ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi á laugardaginn nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður. Átta lið falla alveg úr keppni Eins og fyrr segir spila 36 lið í deildakeppni Meistaradeildarinnar í vetur, og verða fyrstu leikdagar 17.-19. september en síðasti leikdagur 29. janúar. Efstu átta liðin að því loknu komast svo beint í nokkuð hefðbundna 16-liða úrslitakeppni, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslit. Liðin sem enda í 25.-36. sæti falla úr keppni en öfugt við síðustu ár þá fara heldur engin lið úr Meistaradeildinni niður í Evrópudeildina eftir áramót. Þegar liðin falla úr leik þá eru þau alveg úr leik. Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16. Keppninni hefur verið gjörbylt og nú spila 36 lið öll í einni deild. Safna þar þremur stigum fyrir hvern sigur og einu stigi fyrir jafntefli. Þau munu ekki mætast öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki – fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli – og snýst drátturinn í dag um það hverjir andstæðingar hvers liðs verða. Þannig gæti Liverpool til dæmis fengið heimaleik við Bayern og liðin myndu þá ekki mætast aftur í Þýskalandi. Aðrir leikir Liverpool gætu svo orðið við allt önnur lið en Bayern mætir. Liðin í efsta styrkleikaflokki mætast Liðunum hefur verið raðað í fjóra styrkleikaflokka en segja má að flokkarnir skipti ekki lengur máli. Að minnsta kosti ekki fyrir liðin sem keppa. Þau dragast nefnilega gegn tveimur liðum úr hverjum flokki, líka sínum eigin. Liðin munu fá einn heimaleik gegn liði úr hverjum flokki, og einn útileik gegn liði úr hverjum flokki. Þetta tryggir mun fleiri innbyrðis leiki stórliða en áður hefur verið, og líklega að minnsta kosti einn stórleik í hverri leikviku. Styrkleikaflokkarnir fjórir. Hvert lið mætir tveimur liðum úr hverjum flokki, öðru á heimavelli og hinu á útivelli, og spilar því samtals átta leiki. Til þess að drátturinn taki ekki marga klukkutíma mun tölva raða niður leikjum fyrir liðin. Fyrst mun fyrrverandi leikmaður draga nafn liðs upp úr skál, en svo mun tölvan með handahófskenndum hætti velja átta mótherja fyrir það lið, og segja til um hvaða leikir verða á heimavelli og hvaða leikir verða á útivelli. Dæmi um niðurstöðuna í dag ESPN hefur sýnt dæmi um það hvernig niðurstaða dráttarins gæti litið út í dag, fyrir sex af stærstu liðunum. Dæmið má sjá hér að neðan. Dæmi um leikjadagskrána sem stórliðin gæetu fengið. Benda má á að dagsetning hvers leiks ræðst ekki fyrr en á laugardaginn.ESPN Helstu skorðurnar fyrir dráttinn eru að lið frá sama landi geta ekki mæst (Liverpool og Arsenal geta til dæmis ekki mæst), og lið geta ekki fengið leiki gegn fleiri en tveimur liðum frá sama landi (ef til dæmis Liverpool dregst gegn Bayern og Leverkusen getur liðið ekki dregist gegn Stuttgart líka). Það kemur svo ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi á laugardaginn nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður. Átta lið falla alveg úr keppni Eins og fyrr segir spila 36 lið í deildakeppni Meistaradeildarinnar í vetur, og verða fyrstu leikdagar 17.-19. september en síðasti leikdagur 29. janúar. Efstu átta liðin að því loknu komast svo beint í nokkuð hefðbundna 16-liða úrslitakeppni, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslit. Liðin sem enda í 25.-36. sæti falla úr keppni en öfugt við síðustu ár þá fara heldur engin lið úr Meistaradeildinni niður í Evrópudeildina eftir áramót. Þegar liðin falla úr leik þá eru þau alveg úr leik. Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira