„Prísáhrif“ í verðbólgutölum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2024 12:24 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, vonar að verð haldi áfram að lækka eða standi í það minnsta í stað. vísir/samsett Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. Verðbólga mælist nú sex prósent og minnkar um 0,3 prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri mælingu á vísitölu neysluverðs. Án húsnæðis mælist verðbólgan 3,6 prósent. Athygli vekur að verð á matvælum lækkar um 0,5 prósent á milli mánaða og er það í fyrsta sinn í þrjú ár sem sá liður í vísitölu neysluverðs lækkar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, fagnar þessu. „Ég tel það það nokkuð víst að þarna gætir áhrifa frá nýjum keppinauti á markaði, Prís, og að það sé ástæða lækkunar í fyrsta skipti þennan tíma. Það virðist vera sem það hafi verið tækifæri til að lækka verð töluvert,“ segir Breki. Nýleg athugun verðlagseftirlits ASÍ rennir stoðum undir þessa kenningu. Samkvæmt henni var verðlag á opnunardegi verslunarinnar lægra en í Bónus og Krónuninni í um 96% tilfella. Í tíu prósent tilvika var munurinn yfir tíu prósentum. Samdægurs voru verð á MS ostum lækkuð í Bónus, niður að verðinu sem bauðst í Prís. Breki vonar að þessi þróun haldi áfram en hefur þungar áhyggjur af öðrum liðum mælingarinnar. „Við sjáum þarna að tæpur helmingur árshækkunar verðbólgunnar er vegna húsnæðisliðar og þarna hljóta stjórnvöld að grípa inn og hafa miklar áhyggjur. Eins sjáum við á milli mánaða að hiti og rafmagn hækkar um 3,3 prósent, sem er töluvert. Stjórnvöld hljóta að taka það til alvarlegrar skoðunar að setja einhvers skonar þak á rafmagn til heimila líkt og hefur verið gert í nágrannalöndum.“ Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í byrjun október en vextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent í eitt ár. Greinendur hafa talið ólíklegt að vextir verði lækkaðir á þessu ári og Breki er einnig hóflega bjartsýnn. „Verð á húsnæði á höfuðborgarsævðinu hefur frá árinu 2020 hækkað um 65 prósent. Á meðan þessi skortstefna er rekin í húsnæðismálum er erfitt að sjá að verðbólga náist niður,“ segir Breki. Verslun Neytendur Verðlag Matvöruverslun Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Verðbólga mælist nú sex prósent og minnkar um 0,3 prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri mælingu á vísitölu neysluverðs. Án húsnæðis mælist verðbólgan 3,6 prósent. Athygli vekur að verð á matvælum lækkar um 0,5 prósent á milli mánaða og er það í fyrsta sinn í þrjú ár sem sá liður í vísitölu neysluverðs lækkar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, fagnar þessu. „Ég tel það það nokkuð víst að þarna gætir áhrifa frá nýjum keppinauti á markaði, Prís, og að það sé ástæða lækkunar í fyrsta skipti þennan tíma. Það virðist vera sem það hafi verið tækifæri til að lækka verð töluvert,“ segir Breki. Nýleg athugun verðlagseftirlits ASÍ rennir stoðum undir þessa kenningu. Samkvæmt henni var verðlag á opnunardegi verslunarinnar lægra en í Bónus og Krónuninni í um 96% tilfella. Í tíu prósent tilvika var munurinn yfir tíu prósentum. Samdægurs voru verð á MS ostum lækkuð í Bónus, niður að verðinu sem bauðst í Prís. Breki vonar að þessi þróun haldi áfram en hefur þungar áhyggjur af öðrum liðum mælingarinnar. „Við sjáum þarna að tæpur helmingur árshækkunar verðbólgunnar er vegna húsnæðisliðar og þarna hljóta stjórnvöld að grípa inn og hafa miklar áhyggjur. Eins sjáum við á milli mánaða að hiti og rafmagn hækkar um 3,3 prósent, sem er töluvert. Stjórnvöld hljóta að taka það til alvarlegrar skoðunar að setja einhvers skonar þak á rafmagn til heimila líkt og hefur verið gert í nágrannalöndum.“ Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í byrjun október en vextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent í eitt ár. Greinendur hafa talið ólíklegt að vextir verði lækkaðir á þessu ári og Breki er einnig hóflega bjartsýnn. „Verð á húsnæði á höfuðborgarsævðinu hefur frá árinu 2020 hækkað um 65 prósent. Á meðan þessi skortstefna er rekin í húsnæðismálum er erfitt að sjá að verðbólga náist niður,“ segir Breki.
Verslun Neytendur Verðlag Matvöruverslun Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira