Orðið vör við hnífaburð í grunnskólum Reykjavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2024 16:27 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Vísir/ÍVar Fannar Borið hefur á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í grunnskólum og frístundastarfi í Reykjavík. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hvetur foreldra til að ræða við börnin sín um hve hættulegt það geti verið að ganga með hníf á sér. Koma verði í veg fyrir vopnaburð. Þetta kemur fram í tölvupósti til foreldra barna í grunnskólum Reykjavíkur sem sendur var á fimm tungumálum í dag til að ná til sem flestra forráðamanna. „Í kjölfar skelfilegs atburðar eftir að Menningarnótt lauk, þar sem hnífi var beitt með alvarlegum afleiðingum vill starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hvetja foreldra til að ræða við börnin sín um hversu hættulegt það getur verið að ganga með hníf á sér og komi í veg fyrir vopnaburð,“ segir í tölvupóstinum. Óásættanleg þróun „Því miður hefur borið á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og í frístundastarfi. Slíkt er óásættanlegt og við verðum að stöðva þessa þróun með öllum ráðum.“ Minnt er á að vopnaburður á almannafæri er bannaður samkvæmt vopnalögum og brot geti varðað sektum eða fangelsi, allt að fjórum árum. „Í skóla- og frístundastarfi er allur vopnaburður stranglega bannaður og ef barn verður uppvíst að því að bera vopn er það gert upptækt, haft samband við foreldra og málið tilkynnt til lögreglu og barnaverndar í öllum tilvikum.“ Samvera við foreldra og umhyggja skipta máli „Rannsóknir hafa sýnt fram á að ákveðnir þættir vernda börn gegn áhættuhegðun svo sem samvera foreldra og barna, að foreldrar sýni umhyggju og setji skýr mörk og að foreldrar þekki vini barna sinna og foreldra þeirra. Foreldrar þurfa að taka skýra afstöðu gegn neyslu barna á áfengi og vímuefnum og kaupi hvorki fyrir þau áfengi né leyfi eftirlitslaus partý,“ segir í tölvupóstinum. Þá sé mikið forvarnagildi falið í þátttöku barna í skipulögðu frístundastarfi og að lögbundinn útivistartími sé virtur. Mikilvægt sé að foreldrar séu virkir þátttakendur í foreldrastarfi og taki þátt í starfi foreldrafélaga, foreldrarölti og bekkjarstarfi. „Með verndandi þætti að leiðarljósi getum við í sameiningu tekist á við stórar áskoranir með góðum árangri. Ræðum þessi mál við börnin, vini barnanna og foreldra þeirra og leggjum okkar af mörkum til að auka farsæld barna. Starfsfólk í skóla- og frístundastarfi mun leggja þunga áherslu á það á komandi dögum að stöðva hnífaburð barnanna okkar. Stígum fast til jarðar - saman!“ Grunnskólar Stunguárás við Skúlagötu Börn og uppeldi Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 „Þrjú börn tekin með hnífa hér á Akureyri“ Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af þremur undir lögaldri sem báru hnífa um helgina. Foreldrar og lögregluyfirvöld hafa þungar áhyggjur af stöðunni. 29. ágúst 2024 13:17 Vilja koma í veg fyrir að börnin taki lögin í eigin hendur Elísabet Ósk Maríusdóttir hefur verið lögreglumaður í fjögur ár og þar af þrjú sinnt svokallaðri samfélagslöggæslu. Hún sinnir því meðfram almennum löggæslustörfum einn dag í viku. Samfélagslögreglan vinnur markvisst að því að stytta boðleiðir og efla traust í nærsamfélaginu. 29. ágúst 2024 07:01 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti til foreldra barna í grunnskólum Reykjavíkur sem sendur var á fimm tungumálum í dag til að ná til sem flestra forráðamanna. „Í kjölfar skelfilegs atburðar eftir að Menningarnótt lauk, þar sem hnífi var beitt með alvarlegum afleiðingum vill starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hvetja foreldra til að ræða við börnin sín um hversu hættulegt það getur verið að ganga með hníf á sér og komi í veg fyrir vopnaburð,“ segir í tölvupóstinum. Óásættanleg þróun „Því miður hefur borið á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og í frístundastarfi. Slíkt er óásættanlegt og við verðum að stöðva þessa þróun með öllum ráðum.“ Minnt er á að vopnaburður á almannafæri er bannaður samkvæmt vopnalögum og brot geti varðað sektum eða fangelsi, allt að fjórum árum. „Í skóla- og frístundastarfi er allur vopnaburður stranglega bannaður og ef barn verður uppvíst að því að bera vopn er það gert upptækt, haft samband við foreldra og málið tilkynnt til lögreglu og barnaverndar í öllum tilvikum.“ Samvera við foreldra og umhyggja skipta máli „Rannsóknir hafa sýnt fram á að ákveðnir þættir vernda börn gegn áhættuhegðun svo sem samvera foreldra og barna, að foreldrar sýni umhyggju og setji skýr mörk og að foreldrar þekki vini barna sinna og foreldra þeirra. Foreldrar þurfa að taka skýra afstöðu gegn neyslu barna á áfengi og vímuefnum og kaupi hvorki fyrir þau áfengi né leyfi eftirlitslaus partý,“ segir í tölvupóstinum. Þá sé mikið forvarnagildi falið í þátttöku barna í skipulögðu frístundastarfi og að lögbundinn útivistartími sé virtur. Mikilvægt sé að foreldrar séu virkir þátttakendur í foreldrastarfi og taki þátt í starfi foreldrafélaga, foreldrarölti og bekkjarstarfi. „Með verndandi þætti að leiðarljósi getum við í sameiningu tekist á við stórar áskoranir með góðum árangri. Ræðum þessi mál við börnin, vini barnanna og foreldra þeirra og leggjum okkar af mörkum til að auka farsæld barna. Starfsfólk í skóla- og frístundastarfi mun leggja þunga áherslu á það á komandi dögum að stöðva hnífaburð barnanna okkar. Stígum fast til jarðar - saman!“
Grunnskólar Stunguárás við Skúlagötu Börn og uppeldi Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 „Þrjú börn tekin með hnífa hér á Akureyri“ Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af þremur undir lögaldri sem báru hnífa um helgina. Foreldrar og lögregluyfirvöld hafa þungar áhyggjur af stöðunni. 29. ágúst 2024 13:17 Vilja koma í veg fyrir að börnin taki lögin í eigin hendur Elísabet Ósk Maríusdóttir hefur verið lögreglumaður í fjögur ár og þar af þrjú sinnt svokallaðri samfélagslöggæslu. Hún sinnir því meðfram almennum löggæslustörfum einn dag í viku. Samfélagslögreglan vinnur markvisst að því að stytta boðleiðir og efla traust í nærsamfélaginu. 29. ágúst 2024 07:01 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06
„Þrjú börn tekin með hnífa hér á Akureyri“ Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af þremur undir lögaldri sem báru hnífa um helgina. Foreldrar og lögregluyfirvöld hafa þungar áhyggjur af stöðunni. 29. ágúst 2024 13:17
Vilja koma í veg fyrir að börnin taki lögin í eigin hendur Elísabet Ósk Maríusdóttir hefur verið lögreglumaður í fjögur ár og þar af þrjú sinnt svokallaðri samfélagslöggæslu. Hún sinnir því meðfram almennum löggæslustörfum einn dag í viku. Samfélagslögreglan vinnur markvisst að því að stytta boðleiðir og efla traust í nærsamfélaginu. 29. ágúst 2024 07:01