Eiginkonan kvartar undan fíflagangi á morgnana Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 10:00 Ef Guðmundur Heiðar Helgason, almannatengill og texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni TVIST, er ekki vel undirbúinn, tapar hann iðulega rökræðum við dóttur sína um hvaða föt skuli velja fyrir leikskólann. Guðmundur segir eiginkonuna ekki mikla morgunmanneskju og hann sjálfan. Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, almannatengill og texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni TVIST, segir tvær mennskar vekjaraklukkur sjá til þess að hann fari snemma fram úr á morgnana; Önnur er fjögurra ára og hin eins og hálfs árs. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vakna undantekningalaust milli klukkan sex og sjö á morgnana. Það eru tvær mennskar vekjaraklukkur á heimilinu sem sjá til þess. Ein fjögurra ára og ein eins árs.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fara fram með börnin og gefa þeim að borða. Skipta um bleyju á þeirri yngri og rökræða við þá eldri um hvaða föt hún á að fara í á leikskólann. Ef ég er ekki nægilega undirbúinn þá lít ég lægra haldi í þeim rökræðum. Áður en ég legg af stað út í daginn þá kem ég konunni minni fram úr rúminu. Hún er mun minni morgunmanneskja en ég. Segir mér reglulega að það sé of snemmt fyrir fíflaganginn í mér á morgnana. Annars byrja ég á því að skutla í leikskólann og bruna síðan í vinnu. Ég tek yfirleitt góðan rúnt yfir vefmiðlana áður en ég byrja á verkefnum dagsins.“ Á mælikvarðanum 1-10; hversu vel stendur þú þig í heimilisstörfunum? Ég tel að ég standi mig heilt yfir nokkuð vel. Í gegnum árin hefur myndast bæði formleg og óformleg verkaskipting á heimilinu. Konan mín eldar og ég geng frá. Ég tek bensín og konan klippir neglurnar á börnunum; Konan mín forðast eins og heitan eldinn að taka bensín og ég er skíthræddur að meiða börnin þegar ég klippi á þeim neglurnar! Við sinnum þvottinum, heimilisþrifum og uppeldinu nokkuð jafnt. Ég held að 7-7,5 sé nokkuð sanngjörn einkunn. Ég fer í 50% fæðingarorolof um mánaðarmótin, þannig ég trúi því að ég nái að hækka einkunnina upp 8,5.“ Guðmundur notar stafrænar lausnir til að halda utan um skipulagið sitt: Asana, Harvest og Slack. Guðmundur skráir hugmyndir og upplýsingar í Notes en segir tvo öfluga verkefnastjóra Tvist síðan halda öllum á tánum. Almennt markmið er að vera kominn upp í rúm klukkan tíu á kvöldin.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Mikið af spennandi verkefnum framundan hjá auglýsingastofunni TVIST. Sennilega stærsta verkefnið sem er framundan er Bleika slaufan í október en undirbúningur í kringum hana er í fullum gangi. Við erum að starfa náið með Póstinum, Strætó, Origo, Creditinfo og fleiri vörumerki. Allt mjög fjölbreytt og skapandi verkefni. Í verkefnum utan vinnu, þá erum við hjónin að selja fasteignina okkar sem við höfum búið í yfir síðastliðin fjögur ár. Þetta er falleg fjögurra ra herbergja íbúð í nýju Vogabyggðinni.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Á Tvist notum við stafrænar lausnir á borð við Asana, Harvest og Slack í okkar vinnu. Þessar lausnir hjálpa okkur að hafa yfirsýn yfir þau verkefni sem eru í gangi og hvaða skilafrestur er á þeim. Við erum einnig með tvo öfluga verkefnastjóra sem halda manni á tánum. Ég nota einnig Notes gríðarlega mikið í tölvunni minni, en þar glósa ég yfirleitt allar hugmyndir og upplýsingar sem tengjast viðkomandi verkefni.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni að vera alltaf kominn upp í rúm í síðasta lagi klukkan tíu en á það til að gleyma mér svolítið yfir sjónvarpinu eða símanum. Þannig ég er yfirleitt að sofna milli klukkan ellefu og hálf tólf. Stundum seinna sem kemur yfirleitt alltaf í bakið á mér morguninn eftir. Kaffispjallið Tengdar fréttir „Hef ítrekað verið ásakaður af eiginkonunni að vera morgunfúll“ Friðrik Björnsson, fjármálastjóri AÞ-Þrifa, á það til að elda heilu kvöldmáltíðirnar þegar fjölskyldan er sofnuð en Friðrik er einn þeirra sem snúsar snúsin þegar vekjaraklukkan hringir á morgnana. 22. júní 2024 10:00 „Katrín Olga, þetta er eingöngu hálftími af þínu lífi“ Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipta, mælir með því að allir vinahópar eigi sér sitt lag til að koma sér í gírinn. Í hennar vinkvennahópi er lagið Fernando tekið á góðum stundum og er Katrín ekki frá því að hópurinn hljómi jafnvel betur en sjálf Cher. 1. júní 2024 10:00 Hefur óeðlilega þörf fyrir að strauja allt frá skyrtum í barnasamfellur Snorri Másson, ritstjóri eigin fjölmiðils, segist hafa óeðlilega þörf fyrir því að strauja allt. Snorri nýtir tímann á morgnana til að strauja, enda sannfærðist hann um það eitt sinn að nítíu mínútur þyrftu helst að líða frá því að fólk vaknar og þar til það drekkur fyrsta kaffibollann sinn. 8. júní 2024 10:00 „Svo hefst kapphlaupið í það hver er fyrstur að ná sturtunni!“ Dr.Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns segir alvarlega andlitsblindu sína oft geta uppskorið mikil hlátursköst og oftar en ekki kemur hún Erlu í alvarleg vandræði. Daginn byrjar Erla með því að knúsa eiginmanninn. 18. maí 2024 10:01 Vopnfirska kjötsúpan stoltið hjá efnahagsráðgjafa ríkistjórnarinnar B maðurinn Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkistjórnarinnar, viðurkennir að hann muni seint teljast meistarakokkur. Stoltið í eldhúsinu er samt vopnfirska kjötsúpan sem er innblásin af Jóa stjúpföður hans. 25. maí 2024 10:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vakna undantekningalaust milli klukkan sex og sjö á morgnana. Það eru tvær mennskar vekjaraklukkur á heimilinu sem sjá til þess. Ein fjögurra ára og ein eins árs.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fara fram með börnin og gefa þeim að borða. Skipta um bleyju á þeirri yngri og rökræða við þá eldri um hvaða föt hún á að fara í á leikskólann. Ef ég er ekki nægilega undirbúinn þá lít ég lægra haldi í þeim rökræðum. Áður en ég legg af stað út í daginn þá kem ég konunni minni fram úr rúminu. Hún er mun minni morgunmanneskja en ég. Segir mér reglulega að það sé of snemmt fyrir fíflaganginn í mér á morgnana. Annars byrja ég á því að skutla í leikskólann og bruna síðan í vinnu. Ég tek yfirleitt góðan rúnt yfir vefmiðlana áður en ég byrja á verkefnum dagsins.“ Á mælikvarðanum 1-10; hversu vel stendur þú þig í heimilisstörfunum? Ég tel að ég standi mig heilt yfir nokkuð vel. Í gegnum árin hefur myndast bæði formleg og óformleg verkaskipting á heimilinu. Konan mín eldar og ég geng frá. Ég tek bensín og konan klippir neglurnar á börnunum; Konan mín forðast eins og heitan eldinn að taka bensín og ég er skíthræddur að meiða börnin þegar ég klippi á þeim neglurnar! Við sinnum þvottinum, heimilisþrifum og uppeldinu nokkuð jafnt. Ég held að 7-7,5 sé nokkuð sanngjörn einkunn. Ég fer í 50% fæðingarorolof um mánaðarmótin, þannig ég trúi því að ég nái að hækka einkunnina upp 8,5.“ Guðmundur notar stafrænar lausnir til að halda utan um skipulagið sitt: Asana, Harvest og Slack. Guðmundur skráir hugmyndir og upplýsingar í Notes en segir tvo öfluga verkefnastjóra Tvist síðan halda öllum á tánum. Almennt markmið er að vera kominn upp í rúm klukkan tíu á kvöldin.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Mikið af spennandi verkefnum framundan hjá auglýsingastofunni TVIST. Sennilega stærsta verkefnið sem er framundan er Bleika slaufan í október en undirbúningur í kringum hana er í fullum gangi. Við erum að starfa náið með Póstinum, Strætó, Origo, Creditinfo og fleiri vörumerki. Allt mjög fjölbreytt og skapandi verkefni. Í verkefnum utan vinnu, þá erum við hjónin að selja fasteignina okkar sem við höfum búið í yfir síðastliðin fjögur ár. Þetta er falleg fjögurra ra herbergja íbúð í nýju Vogabyggðinni.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Á Tvist notum við stafrænar lausnir á borð við Asana, Harvest og Slack í okkar vinnu. Þessar lausnir hjálpa okkur að hafa yfirsýn yfir þau verkefni sem eru í gangi og hvaða skilafrestur er á þeim. Við erum einnig með tvo öfluga verkefnastjóra sem halda manni á tánum. Ég nota einnig Notes gríðarlega mikið í tölvunni minni, en þar glósa ég yfirleitt allar hugmyndir og upplýsingar sem tengjast viðkomandi verkefni.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni að vera alltaf kominn upp í rúm í síðasta lagi klukkan tíu en á það til að gleyma mér svolítið yfir sjónvarpinu eða símanum. Þannig ég er yfirleitt að sofna milli klukkan ellefu og hálf tólf. Stundum seinna sem kemur yfirleitt alltaf í bakið á mér morguninn eftir.
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Hef ítrekað verið ásakaður af eiginkonunni að vera morgunfúll“ Friðrik Björnsson, fjármálastjóri AÞ-Þrifa, á það til að elda heilu kvöldmáltíðirnar þegar fjölskyldan er sofnuð en Friðrik er einn þeirra sem snúsar snúsin þegar vekjaraklukkan hringir á morgnana. 22. júní 2024 10:00 „Katrín Olga, þetta er eingöngu hálftími af þínu lífi“ Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipta, mælir með því að allir vinahópar eigi sér sitt lag til að koma sér í gírinn. Í hennar vinkvennahópi er lagið Fernando tekið á góðum stundum og er Katrín ekki frá því að hópurinn hljómi jafnvel betur en sjálf Cher. 1. júní 2024 10:00 Hefur óeðlilega þörf fyrir að strauja allt frá skyrtum í barnasamfellur Snorri Másson, ritstjóri eigin fjölmiðils, segist hafa óeðlilega þörf fyrir því að strauja allt. Snorri nýtir tímann á morgnana til að strauja, enda sannfærðist hann um það eitt sinn að nítíu mínútur þyrftu helst að líða frá því að fólk vaknar og þar til það drekkur fyrsta kaffibollann sinn. 8. júní 2024 10:00 „Svo hefst kapphlaupið í það hver er fyrstur að ná sturtunni!“ Dr.Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns segir alvarlega andlitsblindu sína oft geta uppskorið mikil hlátursköst og oftar en ekki kemur hún Erlu í alvarleg vandræði. Daginn byrjar Erla með því að knúsa eiginmanninn. 18. maí 2024 10:01 Vopnfirska kjötsúpan stoltið hjá efnahagsráðgjafa ríkistjórnarinnar B maðurinn Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkistjórnarinnar, viðurkennir að hann muni seint teljast meistarakokkur. Stoltið í eldhúsinu er samt vopnfirska kjötsúpan sem er innblásin af Jóa stjúpföður hans. 25. maí 2024 10:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
„Hef ítrekað verið ásakaður af eiginkonunni að vera morgunfúll“ Friðrik Björnsson, fjármálastjóri AÞ-Þrifa, á það til að elda heilu kvöldmáltíðirnar þegar fjölskyldan er sofnuð en Friðrik er einn þeirra sem snúsar snúsin þegar vekjaraklukkan hringir á morgnana. 22. júní 2024 10:00
„Katrín Olga, þetta er eingöngu hálftími af þínu lífi“ Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipta, mælir með því að allir vinahópar eigi sér sitt lag til að koma sér í gírinn. Í hennar vinkvennahópi er lagið Fernando tekið á góðum stundum og er Katrín ekki frá því að hópurinn hljómi jafnvel betur en sjálf Cher. 1. júní 2024 10:00
Hefur óeðlilega þörf fyrir að strauja allt frá skyrtum í barnasamfellur Snorri Másson, ritstjóri eigin fjölmiðils, segist hafa óeðlilega þörf fyrir því að strauja allt. Snorri nýtir tímann á morgnana til að strauja, enda sannfærðist hann um það eitt sinn að nítíu mínútur þyrftu helst að líða frá því að fólk vaknar og þar til það drekkur fyrsta kaffibollann sinn. 8. júní 2024 10:00
„Svo hefst kapphlaupið í það hver er fyrstur að ná sturtunni!“ Dr.Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns segir alvarlega andlitsblindu sína oft geta uppskorið mikil hlátursköst og oftar en ekki kemur hún Erlu í alvarleg vandræði. Daginn byrjar Erla með því að knúsa eiginmanninn. 18. maí 2024 10:01
Vopnfirska kjötsúpan stoltið hjá efnahagsráðgjafa ríkistjórnarinnar B maðurinn Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkistjórnarinnar, viðurkennir að hann muni seint teljast meistarakokkur. Stoltið í eldhúsinu er samt vopnfirska kjötsúpan sem er innblásin af Jóa stjúpföður hans. 25. maí 2024 10:01