Ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá foreldrum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. ágúst 2024 21:00 Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur starfað með ungmennum í viðkvæmri stöðu í að verða áratug. Vísir/Ívar Drengurinn sem er í haldi vegna stunguárásar á menningarnótt hefur verið fluttur á Hólmsheiði vegna líflátshótana. Ráðamenn vilja auka sýnileika lögreglu vegna ofbeldis unglinga en lögreglumaður ítrekar að foreldrar beri fyrst og síðast ábyrgð á börnum sínum. Sextán ára drengurinn sem grunaður er um að hafa stungið þrjú á menningarnótt hefur verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Fyrir það var hann í barnaverndarúrræði á Stuðlum, en vegna líflátshótana í hans garð var tekin ákvörðun um að færa hann milli staða. Fyrr í dag var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum framlengdur til 26. september, en hann hefði annars runnið út í dag. Sautján ára stúlka sem varð fyrir árásinni er enn í lífshættu að sögn lögreglu, sem tjáir sig ekki um rannsóknina að öðru leyti en að henni miði vel. Kalla eftir þjóðarátaki Ráðherrar ríkisstjórnar telja að ráðast þurfi í mikið átak til að bregðast við auknu ofbeldi og vopnaburði meðal barna og unglinga „Í aðgerðaráætlunum okkar hefur til dæmis verið gert ráð fyrir meiri sýnileika lögreglu, og við erum að velta fyrir okkur hvort við getum hraðað aðgerðum eins og þeirri,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, þar sem drjúgur tími fór í að ræða þessi mál. Dómsmálaráðherra kallar eftir þjóðarátaki og segir að þegar sé búið að ráðast í einhverjar þeirra aðgerða sem stefnt er að, meðal annars með því að efla samfélagslöggæslu. „Ég myndi vitaskuld vilja sjá fleiri samfélagslögreglumenn, sem gætu verið í þéttu samtali við skólana, félagsmiðstöðvarnar og sömuleiðis heimilin,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Félags- og barnamálaráðerra segir samfélagið allt þurfa að koma að málum. „Hvort sem eru ríki, sveitarfélög, lögregla, skólar, félagsmiðstöðvar, foreldrar og heimili, við þurfum öll að stíga inn sem einn aðili,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðerra. Lögreglan ekki óþrjótandi auðlind Lögreglumaður sem hefur unnið með börnum og ungmennum í um áratug segir vopnaburðinn sjálfan ekkert nýmæli. „En fyrir tveimur, þremur árum síðan fór ég að tala um að það væri nýtt að þau væru farin að beita þessu hvert á annað. Það er kannski það sem er að breytast og hefur aukist of mikið,“ segir lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson. Aðkomu fleiri en ráðherra og lögreglu sé þörf. „Ætli við foreldrar þurfum ekki að byrja? Það þarf að byrja þar. Að við áttum okkur á að við erum að búa til börn og við berum ábyrgð á þeim næstu 18 árin, en ekki kerfið eða ríkið eða kennarar,“ segir Guðmundur. „Samfélagslögreglan virkar vel, og vonandi ná menn að fókusera sig þannig að hún sé á þeim stað þar sem þörf er á henni. Því lögreglan er ekki óþrjótandi auðlind.“ Þó verði að varast að láta mál sem þessi lita alfarið umræðuna um ungt fólk. „Við megum ekki gleyma því, að stærsti hlutinn af unga fólkinu okkar er í góðu lagi. En þetta er aftur á móti ört stækkandi, lítill hópur,“ segir Guðmundur. Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Málefni Stuðla Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sextán ára drengurinn sem grunaður er um að hafa stungið þrjú á menningarnótt hefur verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Fyrir það var hann í barnaverndarúrræði á Stuðlum, en vegna líflátshótana í hans garð var tekin ákvörðun um að færa hann milli staða. Fyrr í dag var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum framlengdur til 26. september, en hann hefði annars runnið út í dag. Sautján ára stúlka sem varð fyrir árásinni er enn í lífshættu að sögn lögreglu, sem tjáir sig ekki um rannsóknina að öðru leyti en að henni miði vel. Kalla eftir þjóðarátaki Ráðherrar ríkisstjórnar telja að ráðast þurfi í mikið átak til að bregðast við auknu ofbeldi og vopnaburði meðal barna og unglinga „Í aðgerðaráætlunum okkar hefur til dæmis verið gert ráð fyrir meiri sýnileika lögreglu, og við erum að velta fyrir okkur hvort við getum hraðað aðgerðum eins og þeirri,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, þar sem drjúgur tími fór í að ræða þessi mál. Dómsmálaráðherra kallar eftir þjóðarátaki og segir að þegar sé búið að ráðast í einhverjar þeirra aðgerða sem stefnt er að, meðal annars með því að efla samfélagslöggæslu. „Ég myndi vitaskuld vilja sjá fleiri samfélagslögreglumenn, sem gætu verið í þéttu samtali við skólana, félagsmiðstöðvarnar og sömuleiðis heimilin,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Félags- og barnamálaráðerra segir samfélagið allt þurfa að koma að málum. „Hvort sem eru ríki, sveitarfélög, lögregla, skólar, félagsmiðstöðvar, foreldrar og heimili, við þurfum öll að stíga inn sem einn aðili,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðerra. Lögreglan ekki óþrjótandi auðlind Lögreglumaður sem hefur unnið með börnum og ungmennum í um áratug segir vopnaburðinn sjálfan ekkert nýmæli. „En fyrir tveimur, þremur árum síðan fór ég að tala um að það væri nýtt að þau væru farin að beita þessu hvert á annað. Það er kannski það sem er að breytast og hefur aukist of mikið,“ segir lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson. Aðkomu fleiri en ráðherra og lögreglu sé þörf. „Ætli við foreldrar þurfum ekki að byrja? Það þarf að byrja þar. Að við áttum okkur á að við erum að búa til börn og við berum ábyrgð á þeim næstu 18 árin, en ekki kerfið eða ríkið eða kennarar,“ segir Guðmundur. „Samfélagslögreglan virkar vel, og vonandi ná menn að fókusera sig þannig að hún sé á þeim stað þar sem þörf er á henni. Því lögreglan er ekki óþrjótandi auðlind.“ Þó verði að varast að láta mál sem þessi lita alfarið umræðuna um ungt fólk. „Við megum ekki gleyma því, að stærsti hlutinn af unga fólkinu okkar er í góðu lagi. En þetta er aftur á móti ört stækkandi, lítill hópur,“ segir Guðmundur.
Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Málefni Stuðla Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira