Ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá foreldrum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. ágúst 2024 21:00 Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur starfað með ungmennum í viðkvæmri stöðu í að verða áratug. Vísir/Ívar Drengurinn sem er í haldi vegna stunguárásar á menningarnótt hefur verið fluttur á Hólmsheiði vegna líflátshótana. Ráðamenn vilja auka sýnileika lögreglu vegna ofbeldis unglinga en lögreglumaður ítrekar að foreldrar beri fyrst og síðast ábyrgð á börnum sínum. Sextán ára drengurinn sem grunaður er um að hafa stungið þrjú á menningarnótt hefur verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Fyrir það var hann í barnaverndarúrræði á Stuðlum, en vegna líflátshótana í hans garð var tekin ákvörðun um að færa hann milli staða. Fyrr í dag var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum framlengdur til 26. september, en hann hefði annars runnið út í dag. Sautján ára stúlka sem varð fyrir árásinni er enn í lífshættu að sögn lögreglu, sem tjáir sig ekki um rannsóknina að öðru leyti en að henni miði vel. Kalla eftir þjóðarátaki Ráðherrar ríkisstjórnar telja að ráðast þurfi í mikið átak til að bregðast við auknu ofbeldi og vopnaburði meðal barna og unglinga „Í aðgerðaráætlunum okkar hefur til dæmis verið gert ráð fyrir meiri sýnileika lögreglu, og við erum að velta fyrir okkur hvort við getum hraðað aðgerðum eins og þeirri,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, þar sem drjúgur tími fór í að ræða þessi mál. Dómsmálaráðherra kallar eftir þjóðarátaki og segir að þegar sé búið að ráðast í einhverjar þeirra aðgerða sem stefnt er að, meðal annars með því að efla samfélagslöggæslu. „Ég myndi vitaskuld vilja sjá fleiri samfélagslögreglumenn, sem gætu verið í þéttu samtali við skólana, félagsmiðstöðvarnar og sömuleiðis heimilin,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Félags- og barnamálaráðerra segir samfélagið allt þurfa að koma að málum. „Hvort sem eru ríki, sveitarfélög, lögregla, skólar, félagsmiðstöðvar, foreldrar og heimili, við þurfum öll að stíga inn sem einn aðili,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðerra. Lögreglan ekki óþrjótandi auðlind Lögreglumaður sem hefur unnið með börnum og ungmennum í um áratug segir vopnaburðinn sjálfan ekkert nýmæli. „En fyrir tveimur, þremur árum síðan fór ég að tala um að það væri nýtt að þau væru farin að beita þessu hvert á annað. Það er kannski það sem er að breytast og hefur aukist of mikið,“ segir lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson. Aðkomu fleiri en ráðherra og lögreglu sé þörf. „Ætli við foreldrar þurfum ekki að byrja? Það þarf að byrja þar. Að við áttum okkur á að við erum að búa til börn og við berum ábyrgð á þeim næstu 18 árin, en ekki kerfið eða ríkið eða kennarar,“ segir Guðmundur. „Samfélagslögreglan virkar vel, og vonandi ná menn að fókusera sig þannig að hún sé á þeim stað þar sem þörf er á henni. Því lögreglan er ekki óþrjótandi auðlind.“ Þó verði að varast að láta mál sem þessi lita alfarið umræðuna um ungt fólk. „Við megum ekki gleyma því, að stærsti hlutinn af unga fólkinu okkar er í góðu lagi. En þetta er aftur á móti ört stækkandi, lítill hópur,“ segir Guðmundur. Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Málefni Stuðla Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Sextán ára drengurinn sem grunaður er um að hafa stungið þrjú á menningarnótt hefur verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Fyrir það var hann í barnaverndarúrræði á Stuðlum, en vegna líflátshótana í hans garð var tekin ákvörðun um að færa hann milli staða. Fyrr í dag var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum framlengdur til 26. september, en hann hefði annars runnið út í dag. Sautján ára stúlka sem varð fyrir árásinni er enn í lífshættu að sögn lögreglu, sem tjáir sig ekki um rannsóknina að öðru leyti en að henni miði vel. Kalla eftir þjóðarátaki Ráðherrar ríkisstjórnar telja að ráðast þurfi í mikið átak til að bregðast við auknu ofbeldi og vopnaburði meðal barna og unglinga „Í aðgerðaráætlunum okkar hefur til dæmis verið gert ráð fyrir meiri sýnileika lögreglu, og við erum að velta fyrir okkur hvort við getum hraðað aðgerðum eins og þeirri,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, þar sem drjúgur tími fór í að ræða þessi mál. Dómsmálaráðherra kallar eftir þjóðarátaki og segir að þegar sé búið að ráðast í einhverjar þeirra aðgerða sem stefnt er að, meðal annars með því að efla samfélagslöggæslu. „Ég myndi vitaskuld vilja sjá fleiri samfélagslögreglumenn, sem gætu verið í þéttu samtali við skólana, félagsmiðstöðvarnar og sömuleiðis heimilin,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Félags- og barnamálaráðerra segir samfélagið allt þurfa að koma að málum. „Hvort sem eru ríki, sveitarfélög, lögregla, skólar, félagsmiðstöðvar, foreldrar og heimili, við þurfum öll að stíga inn sem einn aðili,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðerra. Lögreglan ekki óþrjótandi auðlind Lögreglumaður sem hefur unnið með börnum og ungmennum í um áratug segir vopnaburðinn sjálfan ekkert nýmæli. „En fyrir tveimur, þremur árum síðan fór ég að tala um að það væri nýtt að þau væru farin að beita þessu hvert á annað. Það er kannski það sem er að breytast og hefur aukist of mikið,“ segir lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson. Aðkomu fleiri en ráðherra og lögreglu sé þörf. „Ætli við foreldrar þurfum ekki að byrja? Það þarf að byrja þar. Að við áttum okkur á að við erum að búa til börn og við berum ábyrgð á þeim næstu 18 árin, en ekki kerfið eða ríkið eða kennarar,“ segir Guðmundur. „Samfélagslögreglan virkar vel, og vonandi ná menn að fókusera sig þannig að hún sé á þeim stað þar sem þörf er á henni. Því lögreglan er ekki óþrjótandi auðlind.“ Þó verði að varast að láta mál sem þessi lita alfarið umræðuna um ungt fólk. „Við megum ekki gleyma því, að stærsti hlutinn af unga fólkinu okkar er í góðu lagi. En þetta er aftur á móti ört stækkandi, lítill hópur,“ segir Guðmundur.
Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Málefni Stuðla Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira