Kvíðir vetrinum vegna alvarlegs lyfjaskorts Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 20:02 Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ónæmis- og ofnæmislæknir. Vísir/Ívar fannar Læknir hefur þungar áhyggjur af skorti á astmalyfjum fyrir ung börn, sem reiknað er með að verði viðvarandi næstu átta mánuði hið minnsta. Skorturinn gæti haft alvarlegar afleiðingar í vetur. Landlægur skortur á innúðalyfjum við astma í ungum börnum hefur verið viðvarandi í talsverðan tíma - en sendingar hafa þó hingað til borist inn á milli. Nú er hins vegar svo komið að algjör skortur á Seretide, helsta astmalyfinu sem notað er, blasir við næstu átta mánuði; út apríl á næsta ári. „Þetta er mjög alvarlegt mál fyrir börnin sem eru með astma og fjölskyldur þeirra og okkur öll bara,“ segir Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ofnæmis- og ónæmislæknir. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu eru til, eða senn væntanleg, önnur lyf sem nota má í staðinn meðan skorturinn varir. Melkorka segir þau lyf þó aðeins búa yfir hluta af þeirri virkni sem þarf. Þá eru til lyf í duftformi en ung börn séu hreinlega ekki fær um að taka þau inn. „Afleiðingin er að maður er ekki að velja lyfin sem maður heldur að virki best og maður er heldur ekki að nota skammtana sem maður myndi helst kjósa, sem mér finnst skipta miklu máli að maður geti gert.“ Veturinn kvíðvænlegur Skorturinn skrifast á framleiðandann, sem annar ekki eftirspurn. Og Melkorka kvíðir vetrinum. „Þegar kuldinn og kvefpestirnar koma og herja á okkur. Og það er ekki það sem er best fyrir fólk með astma, eða börn með astma. Þetta eru tveir helstu hvatar astmaversnana þannig að ég hef miklar áhyggjur af ástandinu. Og það sem fólk mun náttúrulega þurfa að gera, ef astmameðhöndlunin er ekki nógu góð heima, er að leita á spítalana, bráðamóttökuna. Sem er heldur ekki það sem okkur vantar.“ Melkorka telur nauðsynlegt að leita strax annarra lausna. Sjálf fær hún daglega símtöl frá foreldrum sem vita ekki hvernig þeir eigi að bregðast við ástandinu. „Fólk er að hringja í apótek og keyra í apótek úti á landi, keyra til að ná í síðustu eintökin af hinu og þessu. Og þetta er búið að vera svona í marga mánuði, þetta var líka vandamál núna í vetur.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Landlægur skortur á innúðalyfjum við astma í ungum börnum hefur verið viðvarandi í talsverðan tíma - en sendingar hafa þó hingað til borist inn á milli. Nú er hins vegar svo komið að algjör skortur á Seretide, helsta astmalyfinu sem notað er, blasir við næstu átta mánuði; út apríl á næsta ári. „Þetta er mjög alvarlegt mál fyrir börnin sem eru með astma og fjölskyldur þeirra og okkur öll bara,“ segir Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ofnæmis- og ónæmislæknir. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu eru til, eða senn væntanleg, önnur lyf sem nota má í staðinn meðan skorturinn varir. Melkorka segir þau lyf þó aðeins búa yfir hluta af þeirri virkni sem þarf. Þá eru til lyf í duftformi en ung börn séu hreinlega ekki fær um að taka þau inn. „Afleiðingin er að maður er ekki að velja lyfin sem maður heldur að virki best og maður er heldur ekki að nota skammtana sem maður myndi helst kjósa, sem mér finnst skipta miklu máli að maður geti gert.“ Veturinn kvíðvænlegur Skorturinn skrifast á framleiðandann, sem annar ekki eftirspurn. Og Melkorka kvíðir vetrinum. „Þegar kuldinn og kvefpestirnar koma og herja á okkur. Og það er ekki það sem er best fyrir fólk með astma, eða börn með astma. Þetta eru tveir helstu hvatar astmaversnana þannig að ég hef miklar áhyggjur af ástandinu. Og það sem fólk mun náttúrulega þurfa að gera, ef astmameðhöndlunin er ekki nógu góð heima, er að leita á spítalana, bráðamóttökuna. Sem er heldur ekki það sem okkur vantar.“ Melkorka telur nauðsynlegt að leita strax annarra lausna. Sjálf fær hún daglega símtöl frá foreldrum sem vita ekki hvernig þeir eigi að bregðast við ástandinu. „Fólk er að hringja í apótek og keyra í apótek úti á landi, keyra til að ná í síðustu eintökin af hinu og þessu. Og þetta er búið að vera svona í marga mánuði, þetta var líka vandamál núna í vetur.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent