„Við munum ekkert fá mörg svona mörk“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2024 19:52 Jökull var eðlilega sáttur með stigin þrjú. Vísir/Diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega sáttur með leik sinna manna eftir 3-0 sigur gegn FH í 21. umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þrátt fyrir þriggja marka sigur þurftu Stjörnumenn að hafa fyrir hlutunum í kvöld. FH-ingar voru hættulegri framan af leik, en eftir að gestirnir úr Garðabænum komust yfir eftir um klukkutíma leik fór allt að smella fyrir þá bláklæddu. „Við vorum svolítið lengi að aðlaga okkur að því hvernig þeir sátu bara í blokkinni sinni og fórum að reyna erfiða hluti sem endaði með því að við vorum í rauninni að rétta þeim alltaf boltann,“ sagði Jökull í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur og það er alltaf mjög erfitt að koma hingað. Það er alltaf erfitt að spila á móti FH. Þeir fengu slatta af færum, mikið úr hornspyrnum, svona klafs, og svo spörkum við honum einu sinni bara beint til þeirra og komast í færi.“ „En fyrir utan það og í seinni hálfleik fannst mér okkur líða vel og við vera með tök á leiknum.“ Þá hrósaði Jökull varnarleik sinna manna. „Ég var mjög ánægður með hvað mér fannst þeir skapa lítið seinni hluta leiks. Liðið var bara þétt, en á tímabili í seinni hálfleik föllum við svolítið aftarlega og erum aðeins passívir í varnarleiknum. En við löguðum það og stigum upp og þá bara bættum við við mörkum.“ Mörkin sem Óli Valur og Guðmundur Baldvin skoruðu fyrir Stjörnuna í kvöld komu bæði með skoti fyrir utan teig. Jökull segir að það sé ekki endilega eitthvað sem liðið vilji treysta á, en að það hafi vissulega verið skemmtilegt að sjá boltann syngja í netinu. „Þetta var skemmtilegt. Þetta eru tveir öflugir spyrnumenn og bara öflugir leikmenn. Mér fannst þetta samt bara vera þannig að við værum búnir að vinna fyrir þessu og mér fannst við eiga þetta skilið. En við munum ekkert fá mörg svona mörk, ég held að það sé alveg ljóst.“ Sigur Stjörnunnar þýðir að liðið er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp. Jökull segir þó að liðið sé bara að einbeita sér að næsta leik, frekar en að vera að horfa á mögulegt Evrópusæti. „Við horfum bara á næsta leik og ætlum að vera betri en við vorum í dag. Við erum að fara að spila á móti Vestra sem er bara erfitt lið að eiga við og brjóta niður og mjög hættulegir fram á við. Þeir eru með öfluga menn þar. Við þurfum bara að vera betri og ef við gerum það þá verð ég sáttur,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Þrátt fyrir þriggja marka sigur þurftu Stjörnumenn að hafa fyrir hlutunum í kvöld. FH-ingar voru hættulegri framan af leik, en eftir að gestirnir úr Garðabænum komust yfir eftir um klukkutíma leik fór allt að smella fyrir þá bláklæddu. „Við vorum svolítið lengi að aðlaga okkur að því hvernig þeir sátu bara í blokkinni sinni og fórum að reyna erfiða hluti sem endaði með því að við vorum í rauninni að rétta þeim alltaf boltann,“ sagði Jökull í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur og það er alltaf mjög erfitt að koma hingað. Það er alltaf erfitt að spila á móti FH. Þeir fengu slatta af færum, mikið úr hornspyrnum, svona klafs, og svo spörkum við honum einu sinni bara beint til þeirra og komast í færi.“ „En fyrir utan það og í seinni hálfleik fannst mér okkur líða vel og við vera með tök á leiknum.“ Þá hrósaði Jökull varnarleik sinna manna. „Ég var mjög ánægður með hvað mér fannst þeir skapa lítið seinni hluta leiks. Liðið var bara þétt, en á tímabili í seinni hálfleik föllum við svolítið aftarlega og erum aðeins passívir í varnarleiknum. En við löguðum það og stigum upp og þá bara bættum við við mörkum.“ Mörkin sem Óli Valur og Guðmundur Baldvin skoruðu fyrir Stjörnuna í kvöld komu bæði með skoti fyrir utan teig. Jökull segir að það sé ekki endilega eitthvað sem liðið vilji treysta á, en að það hafi vissulega verið skemmtilegt að sjá boltann syngja í netinu. „Þetta var skemmtilegt. Þetta eru tveir öflugir spyrnumenn og bara öflugir leikmenn. Mér fannst þetta samt bara vera þannig að við værum búnir að vinna fyrir þessu og mér fannst við eiga þetta skilið. En við munum ekkert fá mörg svona mörk, ég held að það sé alveg ljóst.“ Sigur Stjörnunnar þýðir að liðið er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp. Jökull segir þó að liðið sé bara að einbeita sér að næsta leik, frekar en að vera að horfa á mögulegt Evrópusæti. „Við horfum bara á næsta leik og ætlum að vera betri en við vorum í dag. Við erum að fara að spila á móti Vestra sem er bara erfitt lið að eiga við og brjóta niður og mjög hættulegir fram á við. Þeir eru með öfluga menn þar. Við þurfum bara að vera betri og ef við gerum það þá verð ég sáttur,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira