„Held að þetta hafi verið jafnteflisleikur sem við stálum í lokin” Árni Gísli Magnússon skrifar 1. september 2024 20:09 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Anton Brink Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var virkilega ánægður eftir torsóttan 3-2 útisigur gegn KA í fjörugum leik á Akureyri í dag. „Þetta er búið að vera langur og strembinn dagur frá því við mættum út á flugvöll klukkan 7:30 í morgun og enduðum svo á að lenda hérna korter í leik með tilheyrandi riðlun í undirbúningi. Aðstæður svakalega erfiðar, völlurinn náttúrulega þurr, mikill vindur, spila á móti hörkuliði þannig að þó leikurinn hafi ekki verið gæðamikill þá er ég gríðarlega ánægður með stigin þrjú.” Nokkuð hvasst var fyrir norðan sem hafði áhrif á leikinn en leikurinn var skemmtilegur og virtist vindurinn ekki hafa neitt alltof mikil áhrif á spilamennsku liðanna. „Hann var örugglega skemmtilegur, mikið fram og til baka, en gæðlítið, mikið af feilsendingum og vondum ákvörðunum og of opið kannski á köflum en örugglega skemmtilegt að horfa á hann og fullt af færum á báða bága og svoleiðis en ég hef séð betur spilaða leiki í sumar en jú skemmtilegur leikur og við tökum þessum sigri fagnandi.” Hvað skilur á milli liðanna í dag? “Ég held að það sé bara að Kristófer (Ingi Kristinsson) nýtti færið sitt sem þeir gerðu ekki í sókninni á undan, ég er ekki búinn að sjá þetta aftur en sýndist þeir fá góða stöðu til að komast yfir en svo klárar Kristófer þetta frábærlega og búinn að koma inn á núna tvo leiki í röð og skora gríðarlega mikilvæg mörk fyrir okkur og bara frábærlega gert hjá honum.” Breiðablik hefur verið að bæta leik sinn mikið undanfarið og safnað gríðarlega mikið af stigum sem er gott vegnaesti inn í úrslitakeppni efri hlutans. „Já, klárt mál og mér líður svona eins og öll þessi stig séu verðskulduð. Mér líður eins og Skagaleikurinn hafi verið mjög verðskuldaður sigur því mér fannst við frábærir í þeim leik. Ég held að þetta hafi verið jafnteflisleikur sem við stálum í lokin frekar en það þarf að gera það líka og auðvitað komnir með 46 stig eftir 21 leik sem er auðvitað bara frábær stigasöfnun á hvaða ári sem er en við getum ekki hætt þar, eigum núna sex leiki eftir, fjóra heimaleiki og þurfum að halda áfram að safna stigum.” Er Breiðablik að toppa á réttum tíma miðað við gengið undanfarið og með úrslitakeppnina framundan? Ég veit það ekki, ég ætla vona að við séum ekki búnir að toppa, eigum sex leiki eftir og erum búnir að vera á skriði núna, við þurfum að hafa báðar lappirnar á jörðinni og bara halda áfram. Nota þetta frí núna vel, það eru margir ansi lemstraðir hjá okkur og við þurfum bara svona að koma mönnum á lappir aftur og æfa svo vel í fríinu og koma svo inn með sama krafti þegar þetta byrjar aftur.” Damir Muminovic hefur misst af tveimur síðustu leikjum vegna meiðsla en Halldór á von á honum til baka fljótlega. „Ég vona allavega að hann verði í hóp í næsta leik, ég er bjartsýnn á það.” Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
„Þetta er búið að vera langur og strembinn dagur frá því við mættum út á flugvöll klukkan 7:30 í morgun og enduðum svo á að lenda hérna korter í leik með tilheyrandi riðlun í undirbúningi. Aðstæður svakalega erfiðar, völlurinn náttúrulega þurr, mikill vindur, spila á móti hörkuliði þannig að þó leikurinn hafi ekki verið gæðamikill þá er ég gríðarlega ánægður með stigin þrjú.” Nokkuð hvasst var fyrir norðan sem hafði áhrif á leikinn en leikurinn var skemmtilegur og virtist vindurinn ekki hafa neitt alltof mikil áhrif á spilamennsku liðanna. „Hann var örugglega skemmtilegur, mikið fram og til baka, en gæðlítið, mikið af feilsendingum og vondum ákvörðunum og of opið kannski á köflum en örugglega skemmtilegt að horfa á hann og fullt af færum á báða bága og svoleiðis en ég hef séð betur spilaða leiki í sumar en jú skemmtilegur leikur og við tökum þessum sigri fagnandi.” Hvað skilur á milli liðanna í dag? “Ég held að það sé bara að Kristófer (Ingi Kristinsson) nýtti færið sitt sem þeir gerðu ekki í sókninni á undan, ég er ekki búinn að sjá þetta aftur en sýndist þeir fá góða stöðu til að komast yfir en svo klárar Kristófer þetta frábærlega og búinn að koma inn á núna tvo leiki í röð og skora gríðarlega mikilvæg mörk fyrir okkur og bara frábærlega gert hjá honum.” Breiðablik hefur verið að bæta leik sinn mikið undanfarið og safnað gríðarlega mikið af stigum sem er gott vegnaesti inn í úrslitakeppni efri hlutans. „Já, klárt mál og mér líður svona eins og öll þessi stig séu verðskulduð. Mér líður eins og Skagaleikurinn hafi verið mjög verðskuldaður sigur því mér fannst við frábærir í þeim leik. Ég held að þetta hafi verið jafnteflisleikur sem við stálum í lokin frekar en það þarf að gera það líka og auðvitað komnir með 46 stig eftir 21 leik sem er auðvitað bara frábær stigasöfnun á hvaða ári sem er en við getum ekki hætt þar, eigum núna sex leiki eftir, fjóra heimaleiki og þurfum að halda áfram að safna stigum.” Er Breiðablik að toppa á réttum tíma miðað við gengið undanfarið og með úrslitakeppnina framundan? Ég veit það ekki, ég ætla vona að við séum ekki búnir að toppa, eigum sex leiki eftir og erum búnir að vera á skriði núna, við þurfum að hafa báðar lappirnar á jörðinni og bara halda áfram. Nota þetta frí núna vel, það eru margir ansi lemstraðir hjá okkur og við þurfum bara svona að koma mönnum á lappir aftur og æfa svo vel í fríinu og koma svo inn með sama krafti þegar þetta byrjar aftur.” Damir Muminovic hefur misst af tveimur síðustu leikjum vegna meiðsla en Halldór á von á honum til baka fljótlega. „Ég vona allavega að hann verði í hóp í næsta leik, ég er bjartsýnn á það.”
Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira