„Held að þetta hafi verið jafnteflisleikur sem við stálum í lokin” Árni Gísli Magnússon skrifar 1. september 2024 20:09 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Anton Brink Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var virkilega ánægður eftir torsóttan 3-2 útisigur gegn KA í fjörugum leik á Akureyri í dag. „Þetta er búið að vera langur og strembinn dagur frá því við mættum út á flugvöll klukkan 7:30 í morgun og enduðum svo á að lenda hérna korter í leik með tilheyrandi riðlun í undirbúningi. Aðstæður svakalega erfiðar, völlurinn náttúrulega þurr, mikill vindur, spila á móti hörkuliði þannig að þó leikurinn hafi ekki verið gæðamikill þá er ég gríðarlega ánægður með stigin þrjú.” Nokkuð hvasst var fyrir norðan sem hafði áhrif á leikinn en leikurinn var skemmtilegur og virtist vindurinn ekki hafa neitt alltof mikil áhrif á spilamennsku liðanna. „Hann var örugglega skemmtilegur, mikið fram og til baka, en gæðlítið, mikið af feilsendingum og vondum ákvörðunum og of opið kannski á köflum en örugglega skemmtilegt að horfa á hann og fullt af færum á báða bága og svoleiðis en ég hef séð betur spilaða leiki í sumar en jú skemmtilegur leikur og við tökum þessum sigri fagnandi.” Hvað skilur á milli liðanna í dag? “Ég held að það sé bara að Kristófer (Ingi Kristinsson) nýtti færið sitt sem þeir gerðu ekki í sókninni á undan, ég er ekki búinn að sjá þetta aftur en sýndist þeir fá góða stöðu til að komast yfir en svo klárar Kristófer þetta frábærlega og búinn að koma inn á núna tvo leiki í röð og skora gríðarlega mikilvæg mörk fyrir okkur og bara frábærlega gert hjá honum.” Breiðablik hefur verið að bæta leik sinn mikið undanfarið og safnað gríðarlega mikið af stigum sem er gott vegnaesti inn í úrslitakeppni efri hlutans. „Já, klárt mál og mér líður svona eins og öll þessi stig séu verðskulduð. Mér líður eins og Skagaleikurinn hafi verið mjög verðskuldaður sigur því mér fannst við frábærir í þeim leik. Ég held að þetta hafi verið jafnteflisleikur sem við stálum í lokin frekar en það þarf að gera það líka og auðvitað komnir með 46 stig eftir 21 leik sem er auðvitað bara frábær stigasöfnun á hvaða ári sem er en við getum ekki hætt þar, eigum núna sex leiki eftir, fjóra heimaleiki og þurfum að halda áfram að safna stigum.” Er Breiðablik að toppa á réttum tíma miðað við gengið undanfarið og með úrslitakeppnina framundan? Ég veit það ekki, ég ætla vona að við séum ekki búnir að toppa, eigum sex leiki eftir og erum búnir að vera á skriði núna, við þurfum að hafa báðar lappirnar á jörðinni og bara halda áfram. Nota þetta frí núna vel, það eru margir ansi lemstraðir hjá okkur og við þurfum bara svona að koma mönnum á lappir aftur og æfa svo vel í fríinu og koma svo inn með sama krafti þegar þetta byrjar aftur.” Damir Muminovic hefur misst af tveimur síðustu leikjum vegna meiðsla en Halldór á von á honum til baka fljótlega. „Ég vona allavega að hann verði í hóp í næsta leik, ég er bjartsýnn á það.” Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
„Þetta er búið að vera langur og strembinn dagur frá því við mættum út á flugvöll klukkan 7:30 í morgun og enduðum svo á að lenda hérna korter í leik með tilheyrandi riðlun í undirbúningi. Aðstæður svakalega erfiðar, völlurinn náttúrulega þurr, mikill vindur, spila á móti hörkuliði þannig að þó leikurinn hafi ekki verið gæðamikill þá er ég gríðarlega ánægður með stigin þrjú.” Nokkuð hvasst var fyrir norðan sem hafði áhrif á leikinn en leikurinn var skemmtilegur og virtist vindurinn ekki hafa neitt alltof mikil áhrif á spilamennsku liðanna. „Hann var örugglega skemmtilegur, mikið fram og til baka, en gæðlítið, mikið af feilsendingum og vondum ákvörðunum og of opið kannski á köflum en örugglega skemmtilegt að horfa á hann og fullt af færum á báða bága og svoleiðis en ég hef séð betur spilaða leiki í sumar en jú skemmtilegur leikur og við tökum þessum sigri fagnandi.” Hvað skilur á milli liðanna í dag? “Ég held að það sé bara að Kristófer (Ingi Kristinsson) nýtti færið sitt sem þeir gerðu ekki í sókninni á undan, ég er ekki búinn að sjá þetta aftur en sýndist þeir fá góða stöðu til að komast yfir en svo klárar Kristófer þetta frábærlega og búinn að koma inn á núna tvo leiki í röð og skora gríðarlega mikilvæg mörk fyrir okkur og bara frábærlega gert hjá honum.” Breiðablik hefur verið að bæta leik sinn mikið undanfarið og safnað gríðarlega mikið af stigum sem er gott vegnaesti inn í úrslitakeppni efri hlutans. „Já, klárt mál og mér líður svona eins og öll þessi stig séu verðskulduð. Mér líður eins og Skagaleikurinn hafi verið mjög verðskuldaður sigur því mér fannst við frábærir í þeim leik. Ég held að þetta hafi verið jafnteflisleikur sem við stálum í lokin frekar en það þarf að gera það líka og auðvitað komnir með 46 stig eftir 21 leik sem er auðvitað bara frábær stigasöfnun á hvaða ári sem er en við getum ekki hætt þar, eigum núna sex leiki eftir, fjóra heimaleiki og þurfum að halda áfram að safna stigum.” Er Breiðablik að toppa á réttum tíma miðað við gengið undanfarið og með úrslitakeppnina framundan? Ég veit það ekki, ég ætla vona að við séum ekki búnir að toppa, eigum sex leiki eftir og erum búnir að vera á skriði núna, við þurfum að hafa báðar lappirnar á jörðinni og bara halda áfram. Nota þetta frí núna vel, það eru margir ansi lemstraðir hjá okkur og við þurfum bara svona að koma mönnum á lappir aftur og æfa svo vel í fríinu og koma svo inn með sama krafti þegar þetta byrjar aftur.” Damir Muminovic hefur misst af tveimur síðustu leikjum vegna meiðsla en Halldór á von á honum til baka fljótlega. „Ég vona allavega að hann verði í hóp í næsta leik, ég er bjartsýnn á það.”
Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira