„Fyrir KR stoltið“ Sverrir Mar Smárason skrifar 1. september 2024 20:42 Ástbjörn Þórðarson í viðtali eftir leik. Vísir/Viktor Freyr Ástbjörn Þórðarson lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði eftir skiptin til KR í kvöld þegar liðið fékk ÍA í heimsókn í Vesturbæinn. KR vann 4-2 sigur og Ástbjörn var stoltur og ánægður í leikslok. „Mér líður bara mjög vel. Ég er mjög þreyttur, er að koma til baka eftir meiðsli en þetta var bara geðveikt. Liðsandinn í liðinu skilaði þessum sigri,“ sagði Ástbjörn. Gengi KR hefur verið slæmt í nánast allt sumar og hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð fyrir þennan. Oft á tíðum hefur vantað einhvern anda en hann var sannarlega til staðar í dag. „Það voru bara allir 100% að róa í sömu átt og við bara ætluðum að gera þetta saman. Gera þetta fyrir stuðningsmennina, liðsfélagana og alla í kringum það. Bara fyrir KR stoltið.“ Sóknarmenn KR áttu frábæran leik í dag. Luke Rae var sífellt að ógna vörn ÍA og Benóný Breki gerði þrennu í fyrri hálfleik. Ástbjörn átti sömuleiðis góðan leik. „Þeir báðir bara geggjaðir leikmenn. Hraðinn í Luke og Benó góður að klára færin. Benóný er geggjaður framherji. Þeir hjálpuðu okkur mikið í dag og bara allt liðið gott. Fyrri hálfleikur var ógeðslega flottur fannst mér,“ sagði Ástbjörn og hélt svo áfram, „það var ólýsanleg tilfinning að spila hérna aftur og í þessari treyju. Ég er gríðarlega stoltur og gaman að fá sigur hérna í fyrsta leik.“ KR skilur sig aðeins frá neðstu sætunum með sigrinum í dag og fær smá andrými. „Ég held það sé alltaf stefnan hjá KR að vera ekki við botninn. Ég held það sé mikilvægt að hugsa þannig og fara inn í hvern leik með það í huga að við eigum ekki að vera í þessari stöðu. Það eru fullt af góðum leikmönnum í liðinu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Ástbjörn að lokum. Besta deild karla KR ÍA Tengdar fréttir Uppgjör: KR - ÍA 4-2 | Þrenna Benónýs færði KR-ingum þrjú stór stig KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttu Bestu deildarinnar þegar þeir lögðu ÍA 4-2 í Frostaskjólinu. KR fær því smá andrými í baráttunni sæti í deildinni að ári. 1. september 2024 19:04 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Ég er mjög þreyttur, er að koma til baka eftir meiðsli en þetta var bara geðveikt. Liðsandinn í liðinu skilaði þessum sigri,“ sagði Ástbjörn. Gengi KR hefur verið slæmt í nánast allt sumar og hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð fyrir þennan. Oft á tíðum hefur vantað einhvern anda en hann var sannarlega til staðar í dag. „Það voru bara allir 100% að róa í sömu átt og við bara ætluðum að gera þetta saman. Gera þetta fyrir stuðningsmennina, liðsfélagana og alla í kringum það. Bara fyrir KR stoltið.“ Sóknarmenn KR áttu frábæran leik í dag. Luke Rae var sífellt að ógna vörn ÍA og Benóný Breki gerði þrennu í fyrri hálfleik. Ástbjörn átti sömuleiðis góðan leik. „Þeir báðir bara geggjaðir leikmenn. Hraðinn í Luke og Benó góður að klára færin. Benóný er geggjaður framherji. Þeir hjálpuðu okkur mikið í dag og bara allt liðið gott. Fyrri hálfleikur var ógeðslega flottur fannst mér,“ sagði Ástbjörn og hélt svo áfram, „það var ólýsanleg tilfinning að spila hérna aftur og í þessari treyju. Ég er gríðarlega stoltur og gaman að fá sigur hérna í fyrsta leik.“ KR skilur sig aðeins frá neðstu sætunum með sigrinum í dag og fær smá andrými. „Ég held það sé alltaf stefnan hjá KR að vera ekki við botninn. Ég held það sé mikilvægt að hugsa þannig og fara inn í hvern leik með það í huga að við eigum ekki að vera í þessari stöðu. Það eru fullt af góðum leikmönnum í liðinu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Ástbjörn að lokum.
Besta deild karla KR ÍA Tengdar fréttir Uppgjör: KR - ÍA 4-2 | Þrenna Benónýs færði KR-ingum þrjú stór stig KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttu Bestu deildarinnar þegar þeir lögðu ÍA 4-2 í Frostaskjólinu. KR fær því smá andrými í baráttunni sæti í deildinni að ári. 1. september 2024 19:04 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Uppgjör: KR - ÍA 4-2 | Þrenna Benónýs færði KR-ingum þrjú stór stig KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttu Bestu deildarinnar þegar þeir lögðu ÍA 4-2 í Frostaskjólinu. KR fær því smá andrými í baráttunni sæti í deildinni að ári. 1. september 2024 19:04