Íslenski boltinn

Alexander yngstur frá upp­hafi í efstu deild

Smári Jökull Jónsson skrifar
Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti leikmaður efstu deildar frá upphafi þegar hann kom inná í leik KR og ÍA.
Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti leikmaður efstu deildar frá upphafi þegar hann kom inná í leik KR og ÍA. Heimasíða KR

Alexander Rafn Pálmason setti í kvöld met í efstu deild í knattspyrnu karla á Íslandi þegar hann varð yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í leik í deildinni.

Metið setti Alexander þegar hann kom inn á sem varamaður í uppbótartíma í 4-2 sigri KR gegn ÍA. Víðir Sigurðsson blaðamaður mbl.is segir frá meti Alexanders en hann er 14 ára og 147 daga gmalla og fæddur árið 2010.

FH-ingurinn Gils Gíslason átti fyrra metið en hann var 14 ára og 318 daga þegar hann kom inn á í leik með FH undir lok tímabilsins sumarið 2022.

Alexander á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana því hann er sonur Pálma Rafns Pálmasonar sem lék um langt skeið í efstu deild með KA, Val og KR auk þess að spila sem atvinnumaður í Noregi. Pálmi Rafn stýrði KR-liðinu í skamman tíma í sumar eftir að Gregg Ryder var sagt upp störfum.

Alexander Rafn hefur verið valinn í landsliðshóp U15-ára liðs Íslands og leikið með 2., 3. og 4. flokki KR-inga í sumar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×