Sport

Sonja hristi af sér flensuna og komst í úr­slit

Sindri Sverrisson skrifar
Sundkonan Sonja Sigurðardóttir er á sínum þriðju Paralympics því hún keppti einnig í Peking árið 2008 og í Ríó árið 2016.
Sundkonan Sonja Sigurðardóttir er á sínum þriðju Paralympics því hún keppti einnig í Peking árið 2008 og í Ríó árið 2016. ÍF

Sonja Sigurðardóttir syndir í úrslitum í 50 metra baksundi á Ólympíumóti fatlaðra í París í dag eftir að hafa tryggt sér áttunda og síðasta sætið þar, í undanrásum í morgun.

Sonja, sem keppir í flokki S3, er þar með þriðji íslenski keppandinn sem kemst í úrslit í sundinu á Ólympíumóti fatlaðra í ár en úrslitin fara fram klukkan rúmlega fjögur í dag.

Sonja glímdi við kvefpest við upphaf leikanna og varð af þeim sökum að hætta við að vera fánaberi á setningarathöfninni.

Hún hefur hins vegar hrist veikindin nægilega vel af sér til þess að komast í úrslit, með því að synda á 1:10,65 mínútu í dag.

Sonja varð í 4. sæti í sínum riðli og áttunda alls, en fyrst varð hin breska Ellie Challis á 53,86 sekúndum.

Sonja mun einnig keppa í 100 metra skriðsundi, á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×