Stjörnunni ekki refsað vegna leikskýrslu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 12:02 Örvar Logi Örvarsson og Emil Atlason voru ekki í byrjunarliði Stjörnunnar á leikskýrslu sem birtist á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik við Breiðablik, en voru í liðinu á skýrslu sem barst dómara tímanlega fyrir leik. vísir/Diego Knattspyrnudeild Stjörnunnar verður ekki refsað vegna framferðis síns við skráningu leikskýrslu, samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Jörundur Áki Sveinsson, sem starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, kærði Stjörnumenn vegna mögulegra brota á reglum um útfyllingu leikskýrslu, eftir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta þann 11. ágúst. Eins og fram hefur komið, og var gagnrýnt í pistli Sæbjörns Steinke blaðamanns Fótbolta.net, þá birtist leikskýrsla á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, venju samkvæmt, sem var kolröng hvað byrjunarlið Stjörnunnar snertir. Kynni að vera gert til að villa um fyrir mótherja Samkvæmt upphaflegri skráningu á leikskýrslu voru þeir Heiðar Ægisson, Daníel Laxdal, Emil Atlason, Örvar Logi Örvarsson og Róbert Frosti Þorkelsson allir skráðir á meðal varamanna Stjörnunnar. Út frá þessu unnu fjölmiðlar til að byrja með, líkt og venja er á öðrum leikjum. Eftir breytingu á leikskýrslunni voru umræddir leikmenn hins vegar allir skráðir í byrjunarlið Stjörnunnar í leiknum. Þá kom Sigurður Gunnar Jónsson einnig inn í leikmannahóp Stjörnunnar og var skráður á meðal varamanna í stað Baldurs Loga Guðlaugssonar. Í úrskurði aganefndar segir að vinnulag þetta við skráningu á leikskýrslu kunni, að mati framkvæmdastjóra, að hafa verið viðhaft vísvitandi af hálfu þjálfara/forystumanna Stjörnunnar til þess eins að villa um fyrir andstæðingi og/eða almenningi í aðdraganda leiksins. Dómarinn fékk rétta skýrslu tímanlega Þessar breytingar á leikskýrslu höfðu hins vegar verið gerðar þegar dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, fékk hana útfyllta og undirritaða um 50-60 mínútum fyrir leik, en það segir dómarinn í sínum framburði. Niðurstaða aganefndar er sú að í leikjahandbók KSÍ sé eina krafan sú að rétt útfyllt leikskýrsla sé afhent dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik, eða korteri eftir að hún birtist fyrst á vef KSÍ. Í leikjahandbókinni segir: „[…] þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.“ Í þessu ljósi telur aganefndin ekki að Stjarnan hafi brotið reglur 36.3 eða 36.4 í reglugerð KSÍ um Íslandsmót, þar sem segir að sé leikskýrsla vísvitandi ranglega fyllt út skuli viðkomandi liði dæmt tap, og að þjálfari eða forystumaður skuli sæta banni. Reglurnar má lesa hér að neðan. Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að upphæð allt að kr. 50.000 í meistaraflokki en 25.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot að ræða skal sektin vera allt að kr. 100.000 í meistaraflokki en 50.000 í öðrum flokkum. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Jörundur Áki Sveinsson, sem starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, kærði Stjörnumenn vegna mögulegra brota á reglum um útfyllingu leikskýrslu, eftir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta þann 11. ágúst. Eins og fram hefur komið, og var gagnrýnt í pistli Sæbjörns Steinke blaðamanns Fótbolta.net, þá birtist leikskýrsla á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, venju samkvæmt, sem var kolröng hvað byrjunarlið Stjörnunnar snertir. Kynni að vera gert til að villa um fyrir mótherja Samkvæmt upphaflegri skráningu á leikskýrslu voru þeir Heiðar Ægisson, Daníel Laxdal, Emil Atlason, Örvar Logi Örvarsson og Róbert Frosti Þorkelsson allir skráðir á meðal varamanna Stjörnunnar. Út frá þessu unnu fjölmiðlar til að byrja með, líkt og venja er á öðrum leikjum. Eftir breytingu á leikskýrslunni voru umræddir leikmenn hins vegar allir skráðir í byrjunarlið Stjörnunnar í leiknum. Þá kom Sigurður Gunnar Jónsson einnig inn í leikmannahóp Stjörnunnar og var skráður á meðal varamanna í stað Baldurs Loga Guðlaugssonar. Í úrskurði aganefndar segir að vinnulag þetta við skráningu á leikskýrslu kunni, að mati framkvæmdastjóra, að hafa verið viðhaft vísvitandi af hálfu þjálfara/forystumanna Stjörnunnar til þess eins að villa um fyrir andstæðingi og/eða almenningi í aðdraganda leiksins. Dómarinn fékk rétta skýrslu tímanlega Þessar breytingar á leikskýrslu höfðu hins vegar verið gerðar þegar dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, fékk hana útfyllta og undirritaða um 50-60 mínútum fyrir leik, en það segir dómarinn í sínum framburði. Niðurstaða aganefndar er sú að í leikjahandbók KSÍ sé eina krafan sú að rétt útfyllt leikskýrsla sé afhent dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik, eða korteri eftir að hún birtist fyrst á vef KSÍ. Í leikjahandbókinni segir: „[…] þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.“ Í þessu ljósi telur aganefndin ekki að Stjarnan hafi brotið reglur 36.3 eða 36.4 í reglugerð KSÍ um Íslandsmót, þar sem segir að sé leikskýrsla vísvitandi ranglega fyllt út skuli viðkomandi liði dæmt tap, og að þjálfari eða forystumaður skuli sæta banni. Reglurnar má lesa hér að neðan. Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að upphæð allt að kr. 50.000 í meistaraflokki en 25.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot að ræða skal sektin vera allt að kr. 100.000 í meistaraflokki en 50.000 í öðrum flokkum. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár.
„[…] þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.“
Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að upphæð allt að kr. 50.000 í meistaraflokki en 25.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot að ræða skal sektin vera allt að kr. 100.000 í meistaraflokki en 50.000 í öðrum flokkum. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn