Útskýrir hvers vegna hann mætti með hníf í skólann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2024 14:36 Björgvin Páll hvetur fólk til að byrja á því að elska börnin og hlusta á þau. Vísir/vilhelm Landsliðsmarkvörður í handbolta lýsir því að hafa verið ungi strákurinn sem mætti með hníf í skólann á sínum tíma. Honum hafi liðið eins og allir í kringum sig gengju með hnífa og því gripið einn sjálfur. Þá líkt og nú hlusti enginn á börnin sem umfram allt þurfi að umvefja ást. Björgvin Páll Gústvasson er meðal fjölmargra sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að sautján ára stúlka lést eftir hnífsstunguárás sextán ára drengs á dögunum. „Byssurnar og hnífarnir eru ekki stóra vandamálið þegar kemur að ofbeldi. Snapchat er ekki stóra vandamálið þegar kemur að einelti. Ópíóðar eru ekki stóra vandamálið þegar kemur að fíkn. Ráðumst að rót vandans, hjálpum börnunum okkar og reynum að laga þakið meðan sólin skín… ekki þegar það er byrjað að rigna. Hvort sem það kallast forvarnir, fræðsla, snemmtæk íhlutun eða hvað sem við viljum kalla það… Hjálpum börnunum okkar að finna tilgang, fá að tilheyra og finna sig til þess að þurfa ekki endalaust að vera að verja sig, flýja sársauka eða deyfa sig. Styðjum við foreldra og förum vel með fólkið sem við treystum fyrir börnunum okkar. Það er skammtímahugsunin sem er að drepa okkur…“ Björgvin segir að staldra þurfi við nú þegar fjölskyldumeðlimir þessarar saklausu stúlku hafi stigið fram og sýnt ekki bara mikið hugrekki heldur líka ólýsanlegan styrk með því að tjá sig með þeim hætti sem þau hafi gert. „Þessi dýra og óbærilega fórn hennar, skal og verður að bjarga mannslífum,“ sagði Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar Klöru í færslu á Facebook um helgina. Björgvin spyr hvernig við björgum mannslífum? Hvert er samfélagið okkar að stefna? Hvað er að? „Mikilvægt er að við reynum að komast að rót vandans og finnst mér annar fjölskyldumeðlimur stúlkunnar hitta naglann á höfuðið þegar hún talar um „....kominn tími til að foreldrar og samfélagið allt vakni til ábyrgðar á andlegri líðan barna og því samfélagi sem við erum að kalla yfir okkur með því að gera ekki neitt.“ Vopnaburður alltaf til staðar Nú kalli margir eftir vitundarvakningu, samfélagsmiðlastjörnur noti sterk orð eins og aumingjar, einhvers staðar sé lögð áherslu á samstöðu eins og knattspyrnuleikjum í gær þegar klappað bara á 17. mínútu leiksins. „Allt líklega mikilvægur hluti af þessu ferli sem samfélagið þarf að fara í gegnum þegar svona harmleikur verður. En munum að hver harmleikur hefur sína sögu. Saga sem er í flestum tilvikum mjög dimm, saga þar sem margir spyrja sig hefði ég getað gert eitthvað betur og svo framvegis. Það ætlar sér ekkert barn að verða morðingi.“ Björgvin hefur verið ófeiminn við að segja sína sögu í von um að hjálpa öðrum átta ára einhvers staðar þarna úti. „Ég var 8 ára strákurinn sem tók með mér hníf í skólann og var lagður inná barna- og unglingageðdeild. Hlutirnir voru alveg svona einu sinni. Vopnaburður ungs fólks hefur alltaf verið til staðar. Kveikjan að þeirri fáránlegu hugmynd sem ég fékk 8 ára gamall var líklega sprottin þaðan að allir og ömmur þeirra gengu um með svokallaða butterfly hnífa. Ég tók minn saklausa eldhúshníf með mér í skólann því að ég var hræddur, vissi ekki við hvað, eiginlega bara allt, einelti, eldri strákana og fannst ég gjörsamlega varnarlaus. Það var bara engin að hlusta á mig. Enn þann dag í dag er engin að HLUSTA! Það heyra allir en það er engin að fokking hlusta!“ Það sé enginn að hlusta á börnin okkar. „Það má vera að heimur versnandi fer en við erum bara lítil eyja með 400 þús íbúa og við getum passað uppá börnin okkar. Við getum sem samfélagið tekið ábyrgð okkar nær umhverfi. Við getum komið í veg fyrir að samfélagið hafni ákveðnum börnum. Nú vilja allir prófessorar landsins auka pressuna á börnunum okkar í skólum og mögulega stéttaskipta þeim enn frekar. En hvernig líður börnunum okkar í skólanum? Hvar er mælistikan yfir það? Er hún til? Hvað segir sú stika?“ Byrjum á að elska börnin okkar „Það geta allir deilt einhverju á samfélagsmiðlunum en hversu margir eru í alvörunni til í að leggja sitt af mörkum til þess að búa í betra samfélagi?“ spyr Björgvin Páll. „Einhver góður maður sagði „Productivity does not start with teamwork“. Breytingar verða þegar sterkir einstaklingar stíga inn í umhverfi og láta hlutina gerast. Stjórnmálin eru auðvitað besti vettvangur þess að fá hlutina til þess að rúlla hraðar og var það einmitt þess vegna sem mig langaði alltaf í pólitík. En ég hef misst af stóru leyti trú á því að hlutirnir hreyfist nægilega hratt eða hreinlega í rétta átt á þeim vettvangi. Í allri þessari umræðu fallast manni hendur og maður veit ekki hvar maður á að byrja. En getum við ekki byrjað á því að elska öll börnin okkar? Getum við ekki byrjað á því að veita þeim þann stuðning sem þau þurfa? Hvort sem það er sálfræðiþjónusta inní skólunum, meiri stuðning við þau kerfin sem eiga að halda utan um börnin okkar (kennara, Barnvernd..) og foreldra. Hvað get ég sjálfur gert til þess að hjálpa? Hvað finnst þér að við gætum gert betur? Ég vil í alvöru heyra þína skoðun á því!“ Hann vísar í orð Reykjavíkurskáldsins Tómas Guðmundssonar, sem orti: Því meðan til er böl sem bætt þú gazt, og barizt var meðan hjá þú sazt, er ólán heimsins einnig þér að kenna. Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Fengu óljósar ábendingar um hefndaraðgerðir Lögreglu bárust óljósar ábendingar úr ýmsum áttum um helgina um mögulegar hefndaraðgerðir vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt þar sem 17 ára stúlka lét lífið. Áttu hefndaraðgerðirnar að fara fram í Mosfellsbæ þar sem bæjarhátíðin Í túninu heima er haldin. 1. september 2024 18:48 Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13 Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Björgvin Páll Gústvasson er meðal fjölmargra sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að sautján ára stúlka lést eftir hnífsstunguárás sextán ára drengs á dögunum. „Byssurnar og hnífarnir eru ekki stóra vandamálið þegar kemur að ofbeldi. Snapchat er ekki stóra vandamálið þegar kemur að einelti. Ópíóðar eru ekki stóra vandamálið þegar kemur að fíkn. Ráðumst að rót vandans, hjálpum börnunum okkar og reynum að laga þakið meðan sólin skín… ekki þegar það er byrjað að rigna. Hvort sem það kallast forvarnir, fræðsla, snemmtæk íhlutun eða hvað sem við viljum kalla það… Hjálpum börnunum okkar að finna tilgang, fá að tilheyra og finna sig til þess að þurfa ekki endalaust að vera að verja sig, flýja sársauka eða deyfa sig. Styðjum við foreldra og förum vel með fólkið sem við treystum fyrir börnunum okkar. Það er skammtímahugsunin sem er að drepa okkur…“ Björgvin segir að staldra þurfi við nú þegar fjölskyldumeðlimir þessarar saklausu stúlku hafi stigið fram og sýnt ekki bara mikið hugrekki heldur líka ólýsanlegan styrk með því að tjá sig með þeim hætti sem þau hafi gert. „Þessi dýra og óbærilega fórn hennar, skal og verður að bjarga mannslífum,“ sagði Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar Klöru í færslu á Facebook um helgina. Björgvin spyr hvernig við björgum mannslífum? Hvert er samfélagið okkar að stefna? Hvað er að? „Mikilvægt er að við reynum að komast að rót vandans og finnst mér annar fjölskyldumeðlimur stúlkunnar hitta naglann á höfuðið þegar hún talar um „....kominn tími til að foreldrar og samfélagið allt vakni til ábyrgðar á andlegri líðan barna og því samfélagi sem við erum að kalla yfir okkur með því að gera ekki neitt.“ Vopnaburður alltaf til staðar Nú kalli margir eftir vitundarvakningu, samfélagsmiðlastjörnur noti sterk orð eins og aumingjar, einhvers staðar sé lögð áherslu á samstöðu eins og knattspyrnuleikjum í gær þegar klappað bara á 17. mínútu leiksins. „Allt líklega mikilvægur hluti af þessu ferli sem samfélagið þarf að fara í gegnum þegar svona harmleikur verður. En munum að hver harmleikur hefur sína sögu. Saga sem er í flestum tilvikum mjög dimm, saga þar sem margir spyrja sig hefði ég getað gert eitthvað betur og svo framvegis. Það ætlar sér ekkert barn að verða morðingi.“ Björgvin hefur verið ófeiminn við að segja sína sögu í von um að hjálpa öðrum átta ára einhvers staðar þarna úti. „Ég var 8 ára strákurinn sem tók með mér hníf í skólann og var lagður inná barna- og unglingageðdeild. Hlutirnir voru alveg svona einu sinni. Vopnaburður ungs fólks hefur alltaf verið til staðar. Kveikjan að þeirri fáránlegu hugmynd sem ég fékk 8 ára gamall var líklega sprottin þaðan að allir og ömmur þeirra gengu um með svokallaða butterfly hnífa. Ég tók minn saklausa eldhúshníf með mér í skólann því að ég var hræddur, vissi ekki við hvað, eiginlega bara allt, einelti, eldri strákana og fannst ég gjörsamlega varnarlaus. Það var bara engin að hlusta á mig. Enn þann dag í dag er engin að HLUSTA! Það heyra allir en það er engin að fokking hlusta!“ Það sé enginn að hlusta á börnin okkar. „Það má vera að heimur versnandi fer en við erum bara lítil eyja með 400 þús íbúa og við getum passað uppá börnin okkar. Við getum sem samfélagið tekið ábyrgð okkar nær umhverfi. Við getum komið í veg fyrir að samfélagið hafni ákveðnum börnum. Nú vilja allir prófessorar landsins auka pressuna á börnunum okkar í skólum og mögulega stéttaskipta þeim enn frekar. En hvernig líður börnunum okkar í skólanum? Hvar er mælistikan yfir það? Er hún til? Hvað segir sú stika?“ Byrjum á að elska börnin okkar „Það geta allir deilt einhverju á samfélagsmiðlunum en hversu margir eru í alvörunni til í að leggja sitt af mörkum til þess að búa í betra samfélagi?“ spyr Björgvin Páll. „Einhver góður maður sagði „Productivity does not start with teamwork“. Breytingar verða þegar sterkir einstaklingar stíga inn í umhverfi og láta hlutina gerast. Stjórnmálin eru auðvitað besti vettvangur þess að fá hlutina til þess að rúlla hraðar og var það einmitt þess vegna sem mig langaði alltaf í pólitík. En ég hef misst af stóru leyti trú á því að hlutirnir hreyfist nægilega hratt eða hreinlega í rétta átt á þeim vettvangi. Í allri þessari umræðu fallast manni hendur og maður veit ekki hvar maður á að byrja. En getum við ekki byrjað á því að elska öll börnin okkar? Getum við ekki byrjað á því að veita þeim þann stuðning sem þau þurfa? Hvort sem það er sálfræðiþjónusta inní skólunum, meiri stuðning við þau kerfin sem eiga að halda utan um börnin okkar (kennara, Barnvernd..) og foreldra. Hvað get ég sjálfur gert til þess að hjálpa? Hvað finnst þér að við gætum gert betur? Ég vil í alvöru heyra þína skoðun á því!“ Hann vísar í orð Reykjavíkurskáldsins Tómas Guðmundssonar, sem orti: Því meðan til er böl sem bætt þú gazt, og barizt var meðan hjá þú sazt, er ólán heimsins einnig þér að kenna.
Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Fengu óljósar ábendingar um hefndaraðgerðir Lögreglu bárust óljósar ábendingar úr ýmsum áttum um helgina um mögulegar hefndaraðgerðir vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt þar sem 17 ára stúlka lét lífið. Áttu hefndaraðgerðirnar að fara fram í Mosfellsbæ þar sem bæjarhátíðin Í túninu heima er haldin. 1. september 2024 18:48 Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13 Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Fengu óljósar ábendingar um hefndaraðgerðir Lögreglu bárust óljósar ábendingar úr ýmsum áttum um helgina um mögulegar hefndaraðgerðir vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt þar sem 17 ára stúlka lét lífið. Áttu hefndaraðgerðirnar að fara fram í Mosfellsbæ þar sem bæjarhátíðin Í túninu heima er haldin. 1. september 2024 18:48
Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13
Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06