Þræleðlilegt að reka ríkissjóð í halla í heimi „Litla-Miðflokksins“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2024 17:57 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir uppnefndi Sjálfstæðisflokksins „Litla-Miðflokkinn“ í færslu á Facebook í dag. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að hafa fylgst með flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fór fram um helgina. Hún gagnrýnir ábyrgðarleysi á sögulega lágu fylgi flokksins í því sem hún kallar „Litla-Miðflokknum“. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar býður félögum Sjálfstæðisflokksins „heim í Viðreisn“ í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um helgina en í síðustu viku mældist Miðflokkurinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist tæp fjórtán prósent í þeirri könnun. „Það var eiginlega bara furðulegt að fylgjast með flokksráðsfundi Litla-Miðflokksins um helgina. Ekkert er þeim að kenna - en bara ofboðslega erfið staða,“ segir Þorbjörg í færslunni. Hún segir að í heimi „Litla-Miðflokksins“ séu einir hæstu vextir í Evrópu öllum öðrum en ríkisstjórninni að kenna. „Þar þykir þræleðlilegt að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár og gera verðbólgu að fastagesti í lífi fólks og fyrirtækja meðan þau tala daginn langan um ábyrg ríkisfjármál. Stríðsvextir eru þeirra stöðugleiki,“ segir í færslu Þorbjargar. „Þar er líka trúverðugt að tala fyrir heilbrigðri samkeppni en sprengja upp matvöruverð með undanþágum frá samkeppnislögum.“ Hún segir að þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var endurkjörinn formaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi hann boðið félaga Viðreisnar velkomna „aftur heim“ í Sjálfstæðisflokkinn. „Það voru orð sem fáir tengdu við og frá flokki sem verður furðulegri og furðulegri með tímanum,“ segir Þorbjörg. Sjálfstæðisflokkurinn segist standa vörð um almannahagsmuni og stöðugleika en geri það ekki þegar á hólminn er komið. „Það skýrir sennilega lægsta fylgi hans frá stofnun. Þetta er ekki flokkur fyrir frjálslynt fólk sem vill ábyrga efnahagsstjórn. Kannski mætti bara bjóða þeim sem enn eru eftir í Litla-Miðflokknum - og trúa á þessa stefnu - heim í Viðreisn,“ segir í færslu Þorbjargar. Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar býður félögum Sjálfstæðisflokksins „heim í Viðreisn“ í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um helgina en í síðustu viku mældist Miðflokkurinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist tæp fjórtán prósent í þeirri könnun. „Það var eiginlega bara furðulegt að fylgjast með flokksráðsfundi Litla-Miðflokksins um helgina. Ekkert er þeim að kenna - en bara ofboðslega erfið staða,“ segir Þorbjörg í færslunni. Hún segir að í heimi „Litla-Miðflokksins“ séu einir hæstu vextir í Evrópu öllum öðrum en ríkisstjórninni að kenna. „Þar þykir þræleðlilegt að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár og gera verðbólgu að fastagesti í lífi fólks og fyrirtækja meðan þau tala daginn langan um ábyrg ríkisfjármál. Stríðsvextir eru þeirra stöðugleiki,“ segir í færslu Þorbjargar. „Þar er líka trúverðugt að tala fyrir heilbrigðri samkeppni en sprengja upp matvöruverð með undanþágum frá samkeppnislögum.“ Hún segir að þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var endurkjörinn formaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi hann boðið félaga Viðreisnar velkomna „aftur heim“ í Sjálfstæðisflokkinn. „Það voru orð sem fáir tengdu við og frá flokki sem verður furðulegri og furðulegri með tímanum,“ segir Þorbjörg. Sjálfstæðisflokkurinn segist standa vörð um almannahagsmuni og stöðugleika en geri það ekki þegar á hólminn er komið. „Það skýrir sennilega lægsta fylgi hans frá stofnun. Þetta er ekki flokkur fyrir frjálslynt fólk sem vill ábyrga efnahagsstjórn. Kannski mætti bara bjóða þeim sem enn eru eftir í Litla-Miðflokknum - og trúa á þessa stefnu - heim í Viðreisn,“ segir í færslu Þorbjargar.
Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35
Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21